ESB-sinnar eru sértrúarsöfnuður

Einkenni sértrúarsöfnuða er að halda í kreddur og kennisetningar sem veruleikinn hefur afhjúpað sem kjánaskap og vitleysu. ESB-sinnar á Íslandi eru haldnir þessu einkenni í ríkum mæli. Þjóðin vill hvorki aðild að Evrópusambandinu né helstu gersemi sambandsins, sjálfa evruna.

Könnun Heimssýnar í gær staðfesti enn og aftur yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar við aðild að Evrópusambandinu, 63 prósent eru andvíg á meðan fylgi við aðild rétt slefar yfir hlutfall þjóðarinnar sem kaus Samfylkinguna í síðustu þingkosningum.

Í dag afhjúpar könnun Andríkis goðsögnina um að ,,þjóðin vilji evru" - langt innan við þriðjungur þjóðarinnar vill taka upp evru í stað krónu.

Sértrúarsöfnuðir eiga sinn tilverurétt eins og aðrir. En það er kominn tími til að taka utanríkismál þjóðarinnar úr höndum ESB-sinna áður en meiri skaði verður unninn á hagsmunum Íslands.


mbl.is Vilja ekki evru í stað krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er þá ekki komin tími á að kalla þá ESB-ista? við getu þá sjúkdómsvætt þá fáu sem eftir eru og tryggt að þeir fái rétta meðferð við sínum kvilla.

Eggert Sigurbergsson, 20.1.2012 kl. 09:10

2 identicon

Sértrúarsöfnuður er kirkja eða söfnuður sem aðhyllist sértrú, það er trúna á að þeir einir hafi sannleikann og ganga verði í viðkomandi söfnuð til að komast til himna, eða hvað annað sem er markmið með viðkomandi trúarbrögðum. Á Íslandi hefur þetta hugtak verið notað niðrandi um ýmsar aðrar kirkjudeildir, sem eru minni (hér á landi) en hin evangelísk-lútherska þjóðkirkja Íslands, þó slíkt eigi í fæstum tilvikum við, þar sem þær telja sig ekki hina einu réttu, heldur starfa með öðrum kirkjum og telja hjálpræðið ekki bundið við ákveðna kirkju eða söfnuð.

gangleri (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 09:02

3 identicon

Hvað eiga þeir sem trúa á sköpunarsögu Biblíunnar, nýnasistar (þeir sem telja að helförin hafi aldrei átt sér stað), nýaldarsinnar og Ayn Rand, andlegur leiðtogi og uppspretta visku frjálshyggjumanna, sameiginlegt? Jú, þetta fólk er allt aAMjúpað í bókinni Why People Believe Weird Things eftir hinn þekkta fríþenkjara Michael Shermer.

Það hefur lengi vakið furðu mína hversu margir frjálshyggjumenn tala vel um og vitna oft í rithöfundinn og heimspekinginn Ayn Rand. Rand var að flestra mati lélegur rithöfundur* sem reyndi, oft af veikum mætti, að fjalla um heimspeki og siðferði. Í heimspeki Rands var reyndar ýmislegt ágætt en þar sem hún fór sjaldnast eftir eigin boðskap þá er lítið mark takandi á henni.

Ayn Rand talaði fjálglega um gildi skynsemi í ritum sínum en sýndi flest einkenni trúarleiðtoga í sínu einkalífi og sem leiðtogi félagsskapar sem stofnaður var í kringum heimspeki hennar og bækur. Þeir á frelsi.is fjölluðu nýlega um gildi þess að vera sjálfselskur og vitnuðu þar í Ayn Rand máli sínu til stuðnings. En Rand telur að maður eigi aldrei að fórna sér fyrir einhvern annan enda sé slíkt hin argasta siðleysa og þessu eru Heimdellingar auðvitað sammála.**

Fyrir nokkru fjallaði Frelsarinn einnig um Alan Greenspan seðlabankastjóra Bandaríkjanna og taldi honum það til tekna að hafa umgengist Ayn Rand fyrr á tímum og tekið þátt í ,,heimspekilegum“ félagsskap hennar. Ef Frelsarinn hefði minnstu hugmynd um hvernig þessi félagsskapur hegðaði sér efast ég stórlega um að hann teldi mönnum það til tekna að hafa verið hluti af þessum hóp.

Heimspekingur eða…

Ayn Rand varð fyrst þekkt í Bandaríkjunum snemma á fimmta áratuginum þegar hún gaf út bókina The Fountainhead. Síðar skrifaði Rand heimspekilegu spennusöguna Atlas Shrugged sem er hennar þekktasta verk.

Þó að gagnrýnendur telji almennt að bækur Rands séu illa skrifaðar þá hafa vinsældir þeirra verið ótrúlega miklar. Svo miklar að fjöldi manna hefur lýst því yfir að heimspeki Rands hafi í raun gjörbreytt lífi þeirra (að þeir hafi frelsast). Sú heimspekistefna sem Rand fjallar um í bókum sínum hefur verið kölluð hluthyggja (objectivism) og er að mörgu leiti áhugaverð. Samkvæmt Rand felst hluthyggja í stuttu máli í eftirfarandi atriðum:

1. Frumspeki (metaphysics): Hlutlægur raunveruleiki (Objective Reality)

2. Þekkingafræði (epistemology): Skynsemi (Reason)

3. Siðfræði (ethics): Eigingirni (Self-interest)

4. Stjórnmál (politics): Kapítalismi (Capitalism)

Trúarleiðtogi?

Í ævisögu sinni, Judgment Day, bendir Nathaniel Branden, fyrrum meðlimur í ofangreindum félagsskap, á að skynsemin hafi síður en svo alltaf ráðið ríkjum hjá Rand og félögum. Í raun líktist vinahópur Rands fremur sértrúarreglu, með meðfylgjandi foringjadýrkun, en félagsskapi einstaklingssinnaðra heimspekinga.

Til að geta verið með í þessum félagsskap þurftu allir félagarnir að vera sammála um eftirfarandi:

1. Ayn Rand er sú merkasta manneskja sem nokkurn tíma hefur lifað.

2. Atlas Shrugged er merkasta afrek sem nokkur maður í mannkynssögunni hefur framið.

3. Vegna vitsmunalegar yfirburða sinna getur Ayn Rand best úrskurðað hvað er skynsamlegt, siðlegt og viðeigandi.

4. Engin getur verið ekta hluthyggjumaður nema hann dáist að því sem Ayn Rand dáist af og fordæmir það sem Ayn Rand fordæmir.

5. Engin getur verið ekta einstaklingshyggjumaður sem er ósammála Ayn Rand í einhverjum undirstöðuatriðum.

Þó að þessar reglur hafi auðvitað ekki verið opinberar þá giltu þær engu að síður. Þeir sem mættu á fundi hjá Rand og þorðu að vera ósammála henni fengu fljótt að heyra það að þeir væru ekki efniviður í góðan hluthyggjumann og gætu því aldrei orðið sálufélagar hennar.

Trúin á hinn algilda sannleik

Rand hélt því fram að til væri algildur sannleikur og algilt siðferði sem menn öðlast aðeins með beitingu rökhugsunar. Óður Rands til rökhugsunar var aðdáunarverður en trú hennar á algild svör gerði það að verkum að sú hreyfing sem myndaðist í kringum heimspeki hennar hafði flest einkenni sértrúarsöfnuðar og einræðistilburða. Sem þýddi að ef einhver var ósammála Rand þá var greinileg rökvilla í málflutning viðkomandi þar sem að Rand gat ekki haft rangt fyrir sér því hún hafði nú þegar komist að hinum algilda sannleika.

Tvöfalt siðferði

Ayn Rand átti um tíma í leynilegu ástarsambandi við fyrrnefndan Nathaniel Branden sem var einn af nemendum hennar og 25 árum yngri en hún sjálf. Ayn og Nathaniel voru bæði gift en ekki var um eiginlegt framhjáhald að ræða þar sem ástarsamband þeirra var stundað með vitund og leyfi maka þeirra. Ayn Rand útskýrði fyrir manni sínum og konu Nathaniels að ástarsambandið væri sanngjarnt og eðlilegt þar sem að hún og Nathaniel væru í raun mestu gáfumenni samtímans og því ,,skynsamlegt“ að þau fengju að sofa saman einu sinni í viku.

En þar með er ekki öll sagan sögð þar sem að nokkrum árum síðar varð Nathaniel ástfanginn af enn einni konunni. Ayn brást ekki við af sömu ,,rökvísi“ og yfirvegun við þessum fregnum og hún hafði áður krafist af öðrum. Þess í stað fór hún að fordæmi páfa á miðöldum og bannfærði fyrrum lærisvein sinn og elskhuga með eftirfarandi orðum:

I’ll tear down your facade as I built it up! I’ll denounce you publicly, I’ll destroy you as I created you! I don’t even care what it does to me. You won’t have the career I gave you, or the name, or the wealth, or the prestige. You’ll have nothing.

If you have an ounce of morality left in you, an ounce of psychological health – you’ll be impotent for the next twenty years!

Blind trú Heimdellinga

Ekki nóg með að heimspeki Rands sé alvarlega gölluð þá var siða- og einstaklingshyggjupostullinn sjálfur lítið annað en siðspilltur einræðisherra. Fyrir löngu sendi ég ritstjórn Heimdallar tölvupóst þar sem ég benti þeim á þessa staðreynd og bað þá vinsamlegast um að hætta að vitna í þennan vitleysing. En þeim virðist vera alveg sama um staðreyndir. Rand var frjálshyggjumaður og við vitum jú öll að frjálshyggjumenn hafa aldrei rangt fyrir sér.

Er það von að ég spyrji sjálfan mig stundum að því hvort Heimdallur og aðrir frjálshyggjuhópar séu sértrúarsöfnuðir?

gangleri (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband