Ríkisstjórnin gefur skotleyfi á forseta lýðveldisins

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin í opið stríð við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Náinn samverkamaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra er Björn Valur Gíslason þingmaður Vg. Björn Valur notaði orðið ,,forsetaræfill" um forseta Íslands í ræðustól á alþingi og var ekki víttur fyrir.

Svar forsetans hlýtur að vera að hafna næsta stjórnarfrumvarpi sem fær nauma samþykkt á alþingi og unnið er í ágreiningi við stjórnarandstöðuna. Þar með verður þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið.

Þjóðin bíður eftir tækifæri að segja álit sitt á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stríð við Forstetann er stríð við Þjóðina.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:27

2 identicon

I stjórnarskrá eu viðurlög við að hafa slik ummæli um FORSETANN ! , en þau ná vist ekki yfir skömmina hann  Björn Val  !!! Held að Foresti ætti að rjúfa þing og boða nyjar kosningar ,það er óhafandi þetta apakattarlið þarna á Alþingi ....og alla vegna ætti það engin laun að fá fyrr en það synir lit á að vinna eins og fólk með skynsemi allt  að o,3% .!!...........Þetta er annars óverjandi vinnubrögð hja þessari Rikisstjórn ...út núna  !!

Ransý (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 13:54

3 identicon

Hvar stendur það í stjórnarskrá að ekki mega kalla forsetann ræfil. Hlutina á almennt að nefna sínum réttu nöfnum.

caramba (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha, ,,forsetaræfillinn". Hahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.9.2011 kl. 14:48

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er sammála Ransý. Það besta sem forseti vor gerði væri að nota réttinn í stjórnarskránni og rjúfa þing!

Það ganga svo miklar ávirðingar þarna á milli þessa dagana að með ólíkindum er í sögu þjóðarinnar. Og það situr enn í stjórnarliðum að forsetinn hafi veitt þjóðinni ákvörðunarréttinn varðandi Icesave.

Guðni Karl Harðarson, 14.9.2011 kl. 15:04

6 identicon

Lýsir vel mannvitsbrekkum stjórnarflokka að telja sig vera í einhverri stöðu á að takast á við forsetan og þjóðina í Icesave málinu eða yfirleitt nokkru öðru.

  98.2% kjósenda höfnuðu svikabrigslum stjórnvalda sem gengur erinda ESB eins og marghefur komið fram frá framámönnum sambandsins þó svo að svikalið stjórnvalda og blogglúðrar hafa aldrei séð gögn þess efnis. 

Miðað við þá reynslu sem þjóðin hefur fengið af því og svikum stjórnvalda, er borin von að nema lítill hluti stjórnarliða eru tilbúnir í þá feigðarför sem árásin á forsetann er og að reyna að hysja upp um sig brækurnar eftir Icesave rasskellinguna.   Oft er vælt úr sömu átt um ímynd þjóðarinnar erlendis.  Stjórnvöld í lygaherferð gegn þjóðinni er örugglega ekki nálægt þeirri virðingu sem forsetinn nýtur, og þó svo að stjórnvöld skreyti sig með ummælum pólitískra ógæfumanna sem eru á framfæriþjóðarinnar. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það má kalla Bandaríkjaforseta hvaða ónefni sem er. Þeir segja að sé innifalið í laununum. Og komandi frá þessum Birni Vali þá gef ég ekki mikið fyrir það þó sjóarinn missi sig.

Halldór Jónsson, 14.9.2011 kl. 15:46

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

p>Já, Guðmundur Gunnarsson, ég efast um að ýmsir þingmenn Vinstri grænna (t.d. innanríkisráðherrann) og jafnvel Samfylkingar séu tilbúnir í slíka feigðar-rógsherferð með Steingrími, Össuri, Birni Vali og Jóhönnu gegn forseta landsins.

Hér gefst þá kannski tækifæri til að reka fleyg á milli þeirra. Vafalaust yrðu sum þeirra fegin því, að allt stjórnarsamstarfið spryngi í loft upp. Tókuð þið eftir, hvernig Guðfríður Lilja ætlar að þrengja að Steingrími? Gott hjá henni, þar sat gagnsæi feluleiksmaðurinn Steingrímur Joð á upplýsingum sem nú eru komnar fram í dagsljósið og koma honum í koll.

Ekki meira Joð í stjórnmálin á Íslandi!

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 16:01

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Ekki meiri Joð í stjórnmálin á Íslandi!

Þannig að þú ætlar ekki að bjóða þig fram næst Jón Valur?

Guðni Karl Harðarson, 14.9.2011 kl. 16:06

10 identicon

Ja hvur rækallinn.  Þar fór möguleiki minn á þingmennsku, nema að ég skipti um nafn. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:13

11 identicon

Og sannast enn og aftur hvurslags sandkassi Alþingi er. Halldór Jónsson, þetta snýst ekki um að sjóari sé að missa sig, menn á borð við BVG eiga ekkert erindi inn á löggjafarsamkomu ef þeir taka málefnalega umræðu svona persónulega og bugast við minnsta álag.

BVG og hans líkir eiga að hypja sig burt!

Baldur (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 16:56

12 identicon

Sæll.

Einhvers staðar sá ég sagt sem svo að BVG hnerraði ef SJS væri með kvef. BVG er sennilega bara hvuttinn hans SJS og hefur fengið fyrirmæli um að láta í sér heyra. Mér finnst þessi ummæli segja miklu meira um BVG en ÓRG enda hefur BVG brigslað GÞÞ um mútuþægni og er það mál ekki bara í kerfinu? BVG á það til að taka stærra upp í sig en hann getur staðið við og vonandi lætur GÞÞ honum blæða fyrir það.

Helgi (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 17:51

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Halló,.. Er ekki ÓRG sjálfur búinn að gefa út veiðileyfi á sig.

Ef hann velur að rekast í embætti forseta sem pólitíkus, verður hann að sætta sig við viðbrögð..

hilmar jónsson, 14.9.2011 kl. 19:35

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frumkvæðið að orðaskiptum þessara ráðamanna átti Steingrímur J.

Hann kaus að fara fram með blekkingarhjal um Icesave, réttlæta sjálfan sig, tala um að við hefðum átt að samþykkja Icesave-III (!!!) og gera þannig lítið úr ákvörðunum forsetans og þjóðarinnar.

Það er allt í lagi að menn svari forsetanum, en ekki að þeir leyfi sér að ráðast á hann með þeim hætti, sem gert hefur verið, og þeir, sem tala niður til hans vegna Icesave, ættu sjálfir að skammast sín ofan í gólf.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 19:41

15 identicon

Segi það enn og aftur og mun halda því áfram Forsetinn á að rjúfa þing og boða til kosninga hér erum við með stjórnarlið sem hefur gengið og gengur erinda Evrópusambandsins ekki þjóðarinnar burt með þettað lið strax kosningar!!Þettað lið vogar sér að ráðast á Forsetann sem farið hefur að vilja þjóðarinnar nú ætti hann að stíga skrefið til fulls og setja þessa ríkisstjórn sf í hvelli stæstur hluti þjóðarinnar myndi anda léttar

Örn Ægir (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 20:32

16 identicon

Til gamans fyrir stjórnarliða þá var Vísir.is og Bylgjan - Reykjavík síðdegis með skoðanakönnun þar sem einungis var hægt að taka þátt einu sinni frá hverri tölvu og ip - tölu sem sýnir að um 75% þjóðarinnar eru ánægð með störf forsetans.  Augljóslega er verið að fella dóm um þau málefni sem núna hafa verið á dagskrá.  Rúmlega 3000 manns tóku þátt, og eins og þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis bentu á að um lángsótta skýringu þeirra sem fara illa úr könnunum að um samsæri gegn þeirra málstað er að ræða, vegna þess að þessar kannanir hafa hingað til reynst ansi samhljóða þeim sem eru gerðar af stærri spámönnum og niðurstöður í kosningum. 

En einhverra hluta vegna fara stjórnarliðar undantekningarlaust ansi illa úr fjölmiðlakönnunum sem þessum, sem bendir til að samsæri þeirra við að reyna að hafa rangt við og áhrif á niðurstöður þeirra er ekki alveg að gera sig .... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 20:42

17 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Björn þessi er að gera litið úr alþingi og einnig að sýna þjóðinni, lýðveldinu og forsetaembættinu vanvirðingu með þessum ummælum. En fyrst og fremst er hann kannski að gera lítið úr sjálfum sér og opinbera hverskonar kjáni hann er.

Guðmundur Pétursson, 14.9.2011 kl. 21:29

18 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar Bjarki Kristjánsson og Hilmar Jónsson !

Sá hlær bezt; sem síðast mun hlægja, drengir.

Það væri tæpast; hátt á ykkur risið, hefði Ó.R. Grímsson undirritað Icesave´s skilmálana, í Vetur leið.

Hundraða Milljarða króna tjóni; forðaðri hann Íslendingum, í það sinn - og mun uppskera, í samræmi við það, þessa Heims - eða þá; annarrs.

Ef einhver mannræna; skyldi leynast, í ykkar hugarfylgsnum, ættuð þið að biðja samlanda ykkar afsökunar mikillar, á gönuhlaupum ykkar, í þágu Brezkra og Hollenskra nýlenduvelda - sem og, hins ofur gráðuga Evrópu sambands, alls.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 21:30

19 identicon

Lög um þingsköp Alþingis nr 55 frá 1991, gr. 78: Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er vítavert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir... Orðið "forsetaræfill" getur ekki talizt annað en óvirðulegt. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur bar lagaskylda til að víta Björn Val Gíslason. Hún brást henni. Mildari aðfinnslur eftir á uppfylla ekki lagaákvæðið. Þetta varðar skerta virðingu Alþingis, jafnvel frekar en geranda, þolanda og þingforseta.

Sigruður (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:50

20 Smámynd: Elle_

Gat nú verið að forseti alþingis hafi einmitt verið E-sinni, ICESAVE-SINNI og samfylkingarliði.  Já, Ásta R. Jóhannesdóttir stórtækasti bjölluhringjari meðan stjórnarandstaðan talar.  En sleppti orðljótasta og vanstilltasta alþingismanni sem sögur fara af, enda hann mikill ICESAVE-SINNI.  Þau voru nógu forhert til að kúga eigin þjóð og eru þ.a.l. vissulega nógu ill til að mismuna alþingismönnum og öðrum og hefna sína á forsetanum og lýðræðinu.  Þau eru hættulegir stjórnmálamenn.

Elle_, 14.9.2011 kl. 23:10

21 identicon

Við berum það mikla virðingu fyrir embættinu, að við viljum ekki ræfil eins og Ólaf Ragnar í því. Þessi gamla hækja + Allaballi hefði aldrei átt að fara í framboð. Dómgreind Íslendinga er ekki alltaf upp á marga fiska. Væru til með að kjósa kartöflupoka, ef í framboði væri. Allaveganna kusu þeir afglapann Dabba aftur og aftir, trekk í trekk, þar til hann hafði keyrt allt í klessu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband