Herra Evrópa um tilvistarvanda ESB

Jacques Delors er herra Evrópa. Hann var forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 1985-1994 og skóp grundvöllinn fyrir evru-samstarfið. Þegar Delors segir að 17 ríki Evrulands verði að setja allt að 60 prósent þjóðarframleiðslunnar undir sameiginlega stjórn er hann í raun að segja tvennt.

Í fyrsta lagi að stofna þurfi Stór-Evrópu utanum evruna til að hún haldi velli.

Í öðru lagi að þau 10 ríki Evrópusambandins sem ekki eru með evru verði að velja um þýsk-franska Stór-Evrópu eða standa utan við Evrópusambandið, kannski í Evrópska efnahagssvæðinu með Íslandi og Noregi.

Stór-Evrópa stútar Evrópusambandi 27 ríkja og þvingar þjóðríki sem standa utan evru-samstarfsins að velja á milli þess að halda fullveldinu eða ganga í Stór-Evrópu. Svo einfalt er það.


mbl.is Delors: ESB á barmi hengiflugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Klanismi er ansi ríkur í Evrópu og svona sameining verður aldrei studd af meirihluta íbúa álfunnar, enda fengu þeir aldrei tækifæri til að segja sitt álit á evrunni sem er orsök vanda nokkurra ríkja ESB. Það mætti vel segja mér að almenningur í Evrópu fái sitt bráðum fullsaddan af þessu bákni sem virðist að mestu leyti vera til fyrir sig sjálft og embættismannaelítuna.

Annars stefnir allt í að miðstjórnarvald verði aukið í Evrópu og mun það valda frekari eymd í álfunni :-(

Helgi (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 14:44

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ísland er ekki í ESB, og Össur Skarphéðinsson er farinn langt frammúr sinni þjóð í algjöru óleyfi, og með ólöglegu verklagi.

Hann hefur hátt um að Jón Bjarnason eigi að gefa svör til allra átta, á meðan hann sjálfur getur ekki gefið sinni þjóð eitt einasta svar um hvað hann er að framkvæma í Brussel, á bak við sína þjóð. Aðstoðarfólk hans ber við þagnarskyldu við þjóðina sem þau eru að vinna fyrir?

Á kjarnyrtri og réttri íslensku eru verk Össurar Skarphéðinssonar og aðstoðarkonu hans, kölluð svik og ótryggð við sína þjóð, og þeim svíður ekki einu sinni að þegja um hvað er að gerast á bak við tjöldin í Brussel?  

Ég á ekki önnur ráð, en að biðja alla góða vætti að hjálpa Össuri og öllum öðrum íslandsbúum.

Það er ekki í mannlegu valdi einu saman að hjálpa blessuðum blekkta drengnum, honum Össuri Skarphéðinssyni, frá þeim afglöpum, að leiða Ísland beina leið til glötunar, því lengi getur vont versnað á Íslandi. Og sérstaklega með svona saklausan, auðtrúa og góðan dreng, sem Össur er, í utanríkis-brúnni!

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband