Séríslensku kjánarök aðildarsinna

Tvenn kjánarök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru algeng í umræðunni. Sameiginlegt kjánarökunum er séríslenskan þeirra og að tilvísun til Evrópusambandsins er nánast engin.

Fyrstu kjánarökin eru þau að íslenska krónan sé ónýt og þess vegna eigum við að ganga í Evrópusambandið. Í rökfærslu brýtur staðhæfingin grunnregluna non sequitur þar sem af forsendunni, að krónan sé ónýt, flýtur ekki niðurstaðan, að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Ísland gæti tekið um dollar, svissneskan franka, norska krónu eða japanskt jen ef það yrði að varpa krónunni fyrir róða.

Önnur kjánarökin eru að það sé lýðræðislegur réttu þjóðarinnar að fá að greiða atkvæði um aðildarsmning. Þjóðin fékk ekki rétt til að greiða atkvæði um hvort sækja skyldi um aðild. Það má heldur ekki greiða atkvæði um hvort við ættum að halda áfram umsóknarferlinu. En það er höfuðatriði að fá að greiða atkvæði um aðildarsamning, segja aðildarsinnar.

Þessi röksemdafærsla kveður á um að það sé ekki hægt að taka afstöðu til Evrópusambandsins nema á grundvelli aðildarsamnings. Aðildarsinnum einum leyfist að taka afstöðu og berjast fyrir aðild en við hin eigum að bíða eftir samningi.

 Nýjustu útgáfuna af kjánatvennu aðildarsinna má lesa hjá Evrópusamtökunum. Auðvitað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo undarlegt að skammast svo út í hinn réttsýna mann Styrmi sem auðvitað er á móti ESB handjárnunum.

Auðvitað er maður sem talar fyrir auknu beinu lýðræði á móti miðstýringarbákninu í Brussel.  Auðvitað.  Það er augljóst mál.

Og svo alltaf sama vitleysan.  Hvað kemur út úr samningum????

Það eru engir samningar sem skipta máli.  Þetta eru samtök þjóða þar sem pólitísk miðstýring er stærri og öflugri þáttur með hverjum deginum.  Hvernig væri að hætta að bjóða fólki upp í svona glundur?

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 13:53

2 identicon

Er það ekki Alþingis að hafa frumkvæði að milliríkjasamningum? Hefur verið það hingað til. Enda gerði Alþingi það með því að samþykkja aðildarviðræður. Hvernig væri nú að anda með nefinu og sjá hvort eitthvað - og þá hvað - kemur út úr viðræðunum í stað þess að dæma þær vonlausar fyrirfram? Það er hinn hefðbundni, siðmenntaði háttur á viðræðum.

Badu (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland gæti tekið um dollar, svissneskan franka, norska krónu eða japanskt jen ef það yrði að varpa krónunni fyrir róða.

Ísland gæti líka skipt krónunni út, fyrir nýja og betri krónu. Það var síðast reynt árið 1981, en sú nýja er því miður sömu annmörkum háð og sú gamla. Ekkert er því hinsvegar til fyrirstöðu að gera þetta á ný, og taka þá loksins í notkun alvöru peninga (frekar en pappírsgjaldmiðil byggðan á skuldsetningu).

Aðildarsinnum einum leyfist að taka afstöðu og berjast fyrir aðild en við hin eigum að bíða eftir samningi.

Grunnsáttmálar Evrópusambandsins hafa verið þýddir á íslensku og því getur hver sem er kynnt sér efni þeirra. Ekki er um að ræða aðra "samninga" sem þarf að undirgangast, svo það er eftir engu að bíða.

En aðildarsinnar tönnlast sleitulaust á því að Ísland muni fá sérstakan og afar góðan "aðildarsamning" með undanþágum og allskyns sérmeðferð umfram aðrar þjóðir. Lögð er á það áhersla að áhrifamáttur Íslands innan ESB yrði langtum meiri en sem nemur vægi atkvæða (sem er innan við 1%). Ekki er útskýrt hvernig, ætli þeir telji málstað Íslands svo miklu betri en annara að evrókratarnir muni sjálfkrafa og undantekningalaust taka undir hann?

Að telja þjóð sína öðrum æðri, er í raun öfgafull þjóðernishyggja.

Helsti boðberi þessara hugmynda á Íslandi er jafnaðarmannaflokkur.

Síðast þegar þjóðernisjafnaðarmenn sóttust eftir auknum völdum í hjarta Evrópu hafði það skelfilegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 14:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alveg sama hvernig gleraugu menn setja upp, aðildar aðlögun að Evrópusambandinu er jafngildi þess að leggja í tapað stríð.

Fyrirbæri sem kalla sig Evrópuvaktina hæðist að Styrmi veggana þess að hann vill draga umsókn að Evrópusambandinu til baka og segir þetta fyrirbæri Styrmi þar með ekki lýðræðislega hugsandi.

Hvort er betra að greiða atkvæði um að fara í stríð fyrir eða eftir stríðið?

   

C

Hrólfur Þ Hraundal, 30.7.2011 kl. 14:53

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru manneskjur sem stjórna verðmæti gjaldmiðils, en ekki ESB-pólitíkin. Við getum tengt okkar krónu við stöðugt ríki, hvar sem er í heiminum, og ESB-klíkan hefur ekkert með þá ákvörðun að gera.

ESB hefur ekki löglegan rétt til að stjórna okkur á neinn hátt (eins og nú viðgengst), né borga íslenskum fjölmiðlum ofurlaun/styrki fyrir svikaáróðurinn sinn. Áróðurs-auglýsingar ESB kostar jafn mikið og allar auglýsingar coca-cola í heiminum!

Það er okkar íslandsbúa verkefni, að ákveða hvernig við stöndum okkur, en ekki ESB-klíkunnar svikulu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2011 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband