ESB-vefur Háskóla Íslands fer með ósannindi

Evrópuvefurinn svokallaði er fjármagnaður af alþingi og rekinn af Háskóla Íslands til að veita hlutlæga fræðslu um Evrópusambandið. Evrópuvefurinn ber á borð bein ósannindi sem eru til þess fallin að fegra málstað aðildarsinna.

Evrópuvefurinn segir þetta um breytingar á valdahlutföllum einstakra ríkja í Evrópusambandinu eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans.

Af þessu má sjá að breytingar á hlutföllum milli smáríkja og stærri ríkja með Lissabon-samningnum eru óverulegar.

Til að fá fólk til að trúa vitleysunni er birt tafla sem sýnir litlar breytingar á þingmannafjölda. Gefið er til kynna að áhrif smáríkja s.s. Möltu breytist lítið sem ekkert, er og verður 0,8 prósent.

Frá og með árinu 2014 mun Lissabonsáttmálinn breyta verulega valdahlutföllum í Evrópusambandinu með því að atkvæðavægi aðildarþjóða í leiðtogaráðinu fer framvegis eftir íbúafjölda.

Svo dæmi sé tekið er Þýskaland í dag með rúm 8 prósent atkvæðavægi en verður með 16 prósent. Malta er í dag með 0,9 prósent en vægi Möltu fellur tífalt árið 2014 og verður 0,08 prósent.

Tafla sem sýnir breytinguna er hér.

Evrópuvefur Háskóla Íslands stendur ekki undir nafni sem hlutlæg upplýsingamiðlun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski hálfu hænuskrefi of langt gengið að tala um bein ósannindi.

Hinsvegar leggja höfundarnir ansi margar lykkjur á leið sína til þess að komast hjá því að segja: 1) að möguleikar smáríkja til að stöðva tillögur sem eiga uppruna sinn hjá framkvæmdastjórninni minnka mjög verulega 2) atkvæðavægi smáríkja minnkar stórkostlega, tífalt þegar komið er niður í stærðarflokk Íslands.

Það getur á engan hátt talist eðlilegt að höfundarnir reyni að tala í kring um þessar staðreyndir því að tilgangurinn með breytingunum er einmitt að "straumlínulaga" ákvarðanatökuferlið, þ.e að draga úr möguleikum smáþjóða á að stöðva mál.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 22:41

2 identicon

@ Hans Haraldsson -

Þú ert sem sagt að segja það a' Þeir þessi óhlutlæga Háskólastofnun á vegum Alþingis sjálfs.

Fari sem sagt Krísuvíkur leiðina til Keflavíkur til þess að sleppa við að segja nakinn en afar óheppilegan sannleikann fyrir ESB trúboðið á Íslandi !

Á þetta að líðast af opinberri upplýsingaveitu á vegum Alþingis sjálfs ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 23:02

3 identicon

Og Palli Vilhjálms er sannleikurinn sjálfur uppljómaður! Ha....?

Baldur (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 23:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gerum skílausar kröfur til stjórnvalds Íslands hr. Baldur. Hér geta allir fengið að reka ofan í pistlahöfund,ef hann hallar réttu máli,sem ég minnist ekki að hafi nokkurn tíma gerst.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2011 kl. 23:56

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rétt hjá þeim.

Rangt hjá ykkur.

Sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2011 kl. 01:06

6 identicon

Ingvar: Efnistökin eru meira í átt við að fara frá Reykjavík til Keflavíkur með viðkomu í London.

Það hefði reyndar mátt bæta því við að höfundarnir skauta fram hjá því að neitunarvald er fellt niður á 68 stöðum og inn er sett klausa sem gerir það kleyft að fella varanlega niður neiturnavald í öllum málum nema þeim sem snúa að sameiginlegu varnar- öryggis- og utanríkisstefnunni fáist einu sinni fyrir því einróma samþykki í ráðherraráðinu.

Þetta fer yfir öll siðleg mörk þótt höfundar fari ekki beinlínis með ósannindi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 01:10

7 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar Bjarki komdu nú með rökin fyrir því að þetta sé rángt hjá okkur en rétt hjá ykkur???Ég efast um að þú getir komið með rétt rök enda ekki í ykkar QUISLINGA að segja sannleikann.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2011 kl. 01:25

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hér vantar rökréttar og skiljanlegar útskýringar frá þeim sem treysta háskóla-a-4-útskýringunum, sem eru að mínu mati í raun yfirborgaðar lygar, frá AGS-ESB-mafíu-kóngum!

Nú vil ég fá skiljanleg rök frá ESB-sinnum háskólasamfélagsins, sem byggjast á réttlæti og mannréttindum, en ekki háskóla-útskýringum, sem ekki er hægt að skilja á annan hátt en sem ESB-áróður! 

Það ætti ekki að vera flókið að útskýra það fyrir mér, með góðum og gildum rökum, fyrir háskóla-elítuna, sem fátækir verkamenn halda uppi með skattpeningi af lúsarlaunum sínum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 02:30

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar Bjarki komdu nú með rökin fyrir því að þetta sé rángt hjá okkur en rétt hjá ykkur??"

Farðu upp síðu, klikkaðu á ,,evrópuvefur" - þar getur þú fræðst. Lestu allar spurningarnar og svörin.

Reyndar er alveg athyglisvert, að það sem þeir draga saman í stuttu máli til útskýringar við spunrningum Gunnlaugs I og Elle, minnir mig - er algjörlega í meginlínu við það er ég var marg, margbúinn að stafa ofan í menn. Margbúinn.

það er nefnilega þannig að í umræddu efni er til nokkuð sem kallast staðreyndir. Eg er maður fræðslunnar og staðreyndanna. Eg kynnti mér mál uppá eigin spýtur (auðvelt í dag. Internetið sko.)

Nú, svo er líka til enhver skáldskapur og tröllasögur ásamt ófróðleik miklum - þér eruð á þess bandi. Og viljið vera og ætlið að vera. Við því er ósköp lítið að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2011 kl. 10:57

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Farðu upp síðu, klikkaðu á ,,evrópuvefur" - þar getur þú fræðst. Lestu allar spurningarnar og svörin.Evrópuvefurinn er ekki alveg hlutlaus enda stjórnað QUISLINGUM en með því að fara á internetið og afla sér upplýsinga þá fræðist maður ansi mikið um ESB og alltaf verður NEI stærra eftir þær upplýsingar,og besta dæmið um Brussel-Mafíuna er það að sekta skóla í Bretlandi um 10 milljónir fyrir að flagga ekki fána ESB og held ég að það dæmi lýsi þessari mafíu best Ómar Bjarki og á sama tíma talar þú um Ómar Bjarki að við höldum Sjálfstæðinu.......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2011 kl. 11:10

11 identicon

Á Evrópuvefnum er verið að svara spurningunni: „Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?"

Með setningunni: „Af þessu má sjá að breytingar á hlutföllum milli smáríkja og stærri ríkja með Lissabon-samningnum eru óverulegar." er verið ad lýsa breytingum á Evrópuþinginu.

Páll Vilhjálmsson kýs ad horfa framhjá þessari staðreynd og fjallar um breytingar í ráðinu (sem voru ekki til skoðunar í þessu svari) í því skyni ad geta gagnrýnt Evrópuvefinn

Páll Vilhjálmsson stendur ekki undir nafni sem blaðamaður.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 12:16

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Evrópuvefurinn er ekki alveg hlutlaus enda stjórnað QUISLINGUM "

Nuuú, eru þetta kvislingar. það lá að.

Reyndar rétt sem Guðmundur bendir á hér ofar, að svarið sem vísað er í snýr aðallega að þinginu.

Nest í svarinu má svo finna link inná víðtækara svar sem snýr ma.að Ráðinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2011 kl. 12:28

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Evrópuvefur Háskóla Íslands er áróðursvefur. Það sést best á öðru svari en var til umfjöllunar í blogginu. Evrópuvefurinn þykist svara eftirfarandi spurningu:

Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?

Í svarinu, sem lesa má hér, skautað framhjá þeirri staðreynd að stóru ríkin, Þýskaland, Frakkland og fleiri fá aukin völd á kostnað smáþjóðanna. Vægi Möltu í æðstu valdastofnun Evrópusambandsins, leiðtogaráðinu, fellur úr 0,9 prósentum í 0,08 prósent.

Í stað þess að segja hlutina eins og þeir eru leggja höfundar svara á Evrópuvefnum sig fram um að blekkja lesendur sína.

Páll Vilhjálmsson, 9.7.2011 kl. 13:07

14 identicon

Magnað að sjá að lesskilningur evrópusambandsfíkla með Ómar í fararbroddi er álíka vondur á íslenska tungu og þá erlendar eins og enskuna þar sem ekki stendur steinn við steini.

Burtséð frá því væri gaman að þessar brekkur myndu skýra út hversu mikil áhrif þjóða sem eru með undir 1% atkvæðahlutfall er.... ??? 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 14:12

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið væruð meiri menn ef þið vikennduð bara að nánast allt sem þið hafið sagt um EU - er tóm steypa. Nánast allt. Og í þetta eyðið þið óratíma (líklega á ofurlaunum frá valdaklíkum ýmsum hérna svo sem LÍÚ og fleiri sjallasamtökum sem)

Eina spurningin sem er ósavarð er í rauninni: Af hverju eru þið að flytja öll þessi rangindi?

Við því eru tvö möguleg meginsvör:

1. Vísvitandi og þá í própaganda tilgangi.

2. Fáfræði.

Seinni möguleikinn er ekki alveg sannfærandi því þið hafið margoft verið leiðréttir og ykku vísað á staðreyndir máls. En þér takið engum sönsum við það.

Fyrri möguleikinn er því líklegri. því miður. Sorglegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2011 kl. 14:41

16 identicon

Ómar.  Hver eru öll ósannindin .. svona til gamans með að koma þér í flækju, vitandi að ekkert verður lagt fram frekar en í Icesave lygafullyrðingunum þínum sem undantekningarlaust voru reknar beint ofan í þig og þinna líka.

Héllt satt að segja að einu ESB lygapeningarnir sem væru í umferð til áróðurs og fölsunar á sannleikanum um ESB væri einmitt allir milljarðarnir sem frá ESB er mokað sem viðbót við milljarðana sem stjórnvöld veita í málefnið.  Að viðbættum atvinnuleysis - og örorkubótum sem nokkrir talsmenn Brusselsskrýmslisins augljóslega njóta.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:02

17 identicon

Páll er hreint út sagt ótrúlegur. Annað hvort er hann ekki læs eða vill alls ekki skilja. Eftirfarandi er tekið af Evrópuvefnum:"Væntanlegt kerfi, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum
Þann 1. nóvember 2014 tekur gildi reglan um svokallaðan tvöfaldan aukinn meirihluta (qualified majority voting based on double majority). Til að tillaga nái fram að ganga þarf þá samþykki 55% aðildarríkja (nú 15 ríkja) sem hafa innan sinna vébanda að minnsta kosti 65% íbúa Evrópusambandsins. Til þess að minnihluti geti stöðvað framgang máls samkvæmt því ákvæði verða ríkin í honum að taka yfir meira en 35% af íbúafjölda sambandsins.

Ef tillaga mætir andstöðu smáríkja eru mestar líkur á að hún falli á fyrri kröfunni og til þess þyrfti þá einu smáríki færra en nú er (13 í stað 14). -- Í seinni kröfunni er miðað við íbúafjölda þannig að tillaga gæti fallið á þeirri kröfu vegna andstöðu stærri ríkjanna. Vægi Þýskalands, stærsta ríkis sambandsins, er í því samhengi 16,41% í stað 8,4% samkvæmt Nice-sáttmálanum þar sem ekki var miðað beint við fólksfjölda. Frakkland eykur atkvæðavægi sitt úr 8,4% í 12,88% og Bretland úr 8,4% í 12,33%. Þrjú stærstu ríkin hafa samanlagt atkvæðavægi til að stöðva tillögu samkvæmt almenna ákvæðinu um 65%, en þá kemur til sérákvæði um að til þess þurfi alltaf atkvæði minnst fjögurra aðildarríkja.

Sérstakt samkomulag var gert þess efnis að ráðið skal taka mál til umfjöllunar og gera allt sem í valdi þess stendur til að finna viðunandi lausn, ef fram koma á tímabilinu 1. nóvember 2014 til 31. mars 2017 andmæli frá í það minnsta fulltrúum 75% þess íbúafjölda sem þarf til að mynda minnihluta til að stöðva framgang mála (132 milljónum) eða að minnsta kosti 75% þeirra aðildarríkja sem þarf til að stöðva mál (3 ríkjum)." (Tekið af veraldarvefnum klukkan  16.45) Hér er allt það sem Páll sá elli, vildi ekki sjá , skyldi ekki eða guð má vita hvað!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:48

18 identicon

Það furðulega við Þetta er að Björn Bjarnason tók ruglið í Palla ekkiBaugs upp í bloggi sínu. Mér er sama um halanegra eins og Guðmund 2, Gunnlaug.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:54

19 identicon

Hrafn... Það hlaut að koma að því að Páli tækist að fóðra Baugsruglaðasta tröllið.  Ertu örugglega ekki á sturtuvaktinni á kostnað annarra vinnandi manna við að reyna að skilja út á hvað málið gengur og klippa og líma...???

Því miður eins og venjulega þá er árangurinn minni en enginn hvað fattarann varðar, svo ekki er hægt að segja þig vísvitandi ljúga eins og álfinn Össur.

En hvert er raunverulegt vægi ríkja vel innan 1% hlutdeildarinnar í ESB skrímslissamtökunum sem Hitler gamli og Nasistarnir lögðu drögin að með sósilademokratískum (Baugfylkingarstefnan) baráttuaðferðum með þessum árangri eins og raun ber vitni.  

Hverju veldur að meirihluti íbúa innan ESB segja veru þjóða þeirra vera að hinu vonda og evruna sem verri kost en þau höfðu áður...???  

Og koma svo ..... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:17

20 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar Bjarki svaraðu nú því sem ESB-mafian er að gera með því að sekta skóla í Bretlandi um 10 milljónir fyrir að flagga ekki fána ESB!!!er þetta allt sjálfstæðið sem þið talið alltaf um ?????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband