Össur er óhæfur fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson á þegar að víkja sem utanríkisráðherra Íslands þar sem hann hefur sýnt sig óhæfan að gæta hagsmuna landsins. Með því að segja í upphafi samningaviðræðna við Evrópusambandið er ráðherra án heimildar alþings að fórna fiskveiðihagsmunum okkar.

Utanríkisnefnd alþingis á þegar í stað að koma saman og leiðrétta utanríkisráðherra.

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlýtur að álykta um yfirlýsingu utanríkisráðherra og hóta stjórnarslitum nema Össur dragi orð sín tilbaka.


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki einhvern veginn hægt að gera mannhelvítið óskaðlegt???  

Jóhann Elíasson, 4.7.2011 kl. 10:03

2 identicon

Ekki einu sinni Össur reynir að láta sem svo að það sé hægt að fá einhverjar undanþágur sem nokkrun tíma gætu verið "varanlegar" lengur en í nokkra mánuði.

Svo sem ágætt að fá það fram.

Þessi ESB ferðaáætlun er versta feigðarflan ráðamanna á Íslandi í hundrað ár.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 10:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er skaðræðis maður af verstu sort og þjóðinni til skammar og tjóns..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.7.2011 kl. 11:47

4 identicon

Skoffínið er skaðlegt og óhæft fyrir Ísland. Hvað eru ræflarnir í VG að hugsa, fólk sem kosið var út á að standa vörð um fullveldi Íslands

Þór (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 12:23

5 identicon

Samfylkingin öll er óþolandi flokkur landráða lyga og svika flokkurinn sem vinnur með efnahagsböðlum evrópusambandsins útrásarvíkingunum og á stærstan þátt í hruninu hefur í samstarfi við Vg hámarkað tjónið fyrir þjóðina eftir hrun.Verðum að losna við þennan flokk úr stjórn landsins á sama tíma ætti að heiðra Geir Haarde og seðlabankastjórana sem samfylkingin rak fyrir að afstýra gjaldþroti Íslands, en ætlunin var að fera landið gjaldþrota til að knýja það í evrópusambandið

Örn Ægir (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 13:57

6 identicon

Annars er ég svo sem á því að Össur ætti kanski bara skilið smá hrós í þetta skiptið...

Hann lætur auðvitað eins og katastrófan sé sólskin, en hann er hættur að reyna að bulla um mögulegar undanþágur frá katastrófunni...

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 14:14

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Fiskveiðiauðlindi Íslands verður að fiskveiðiauðlind ESB við inngöngu Íslands sem útskýrir að ekki verður hægt að veita neinar varanlegar undanþágur. Þetta veit Össur og er því að undirbúa þjóðina fyrir algjört afsal á þessari mikilvægustu endurnýjanlegu auðlind Íslendinga til handa fiskveiðiflota ESB. Þráhyggja ESB-ista um að hlutfallslegi stöðugleikinn tryggi okkur 100% aðgang um aldur og ævi er stórhættuleg Íslenskri þjóð enda hefur sú regla engan grunn í sjálfum sáttmálanum og verður breytt eftir hagsmunum stærri þjóða þ.e þessi regla verður notuð sem skiptimynt þegar sá tími kemur og öðrum en Íslendingum hentar og við munum ekkert hafa með það að segja.

Fiskveiðiauðlindin er eina auðlindin sem verður sameiginleg eign ESB við inngöngu ríkis í sambandið enda þurfa landlukta þjóðir engu að fórna frekar en Svíar, Finnar, Pólverja o.s.f, fórn íslands er gríðarleg og engu til að jafna í því samhengi enda veiðum við manna mest af fiski á hvert mannsbarn, þeir sem koma okkur næst í þeim efnum eru Norðmenn en þeir veiða bara 10% af okkar veiðum á hvern íbúa, samt höfnuðu þeir vit á að afhenda ekki fiskveiðiauðlindina til EB og ESB flotans. 

Þessi yfirlýsing Össurar breytir engu um samningstöðu landsins í sjávarútvegsmálum þar sem hún er engin fyrir.

EU Facts:

"The Common Fisheries Policy (CFP) is an EU policy designed to make EU fishing grounds a common resource by giving access to all member states."

"All subsequent members of the EU, including the UK, have accepted the CFP principle of equal access to fishing grounds (although the UK has a concession that gives UK fishermen exclusive fishing rights up to six miles off its coast). "

"The CFP says that EU waters are a shared resource that can be fished by any national fleet."

"The EU has also expanded its fishing area by paying other governments to allow EU ships to fish in their waters. These Third Country Agreements have proved controversial as some claim that fishing by EU vessels off the coast of North Africa has crippled local fishing communities."

"'In 30 years at sea I have never caught a whale, destroyed a dolphin... or dumped nuclear waste, but I have been forced by the EU to dump hundreds of tonnes of edible fish in the name of "euro-conservation".' - George Stephen, Aberdeenshire fisherman, 2000"

Eggert Sigurbergsson, 4.7.2011 kl. 16:00

8 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Öll ríkisstjórnin og þeir sem að henni standa bera sína ábyrgð á þessum ummælum utanríkisráðherra síns. Ef ríkisstjórnin og allir aðilar hennar bregðast í engu við þessum furðulegu ummælum utanríkisráðherrans á sama eða sams konar vettvangi eru þeir að lýsa sig sammála ummælunum út á við. Ekki er nóg að einstakir ráðherrar tauti eitthvað í innlenda fjölmiðla á persónulegum nótum.

Hið sama má segja um stjórnarandstöðuna. Hún verður sömuleiðis að bregðast við á sama vettvangi út á við ef hún hefur í reynd eitthvað við þessi ummæli að athuga.

Kristinn Snævar Jónsson, 4.7.2011 kl. 16:41

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem er athyglisvert við Atvinnu Antí-Eu ara er, að þeir eru alveg lausir við öll málefnalegheit.

Allt sem þeir hafa fram að færa er einhver vitleysis própaganda sem í raun móðgun við lágmars skynsemi. Og nefnt própaganda vilja þeir troða ofaní innbyggjara með handafli.

Óhugnalegt í raun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2011 kl. 18:50

10 identicon

Ómar kastar grjóti úr glerhúsinu.

Einar (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband