Björn og Hanna Birna til forystu á landsvísu

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra er með reynslu, traust og trúverðugleika til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í gegnum erfiðustu kosningar sem flokkurinn hefur farið í gegnum á síðustu áratugum. Með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformann  er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með sigurstranglegt tvíeyki.

Næstu þingkosningar skera úr um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær vopnum sínum og verði viðlíka afl í íslenskum stjórnmálum og hann hefur löngum verið. Síðustu kosningar voru haldnar í skugga hrunsins og eðlilega hlaut flokkurinn skell. Á hinn bóginn, ef flokkurinn nær sér ekki á strik við næstu kosningar festist hann í sessi sem tuttuguogeitthvaðprósentflokkur - þar með er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að tapa sögulegu hlutverki sínum sem kjölfesta íslenskra stjórnmála.

Pólitísk eftirspurn almennings næstu árin verður þessi: traust, íhygli, yfirvegun, föðurleg íhaldssemi og varkárni í fjármálum. Björn og Hanna Birna skora hátt á þessum þáttum, nema að Hanna Birna minnir ekki beint á föðurlegt íhald - enginn er fullkominn.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í haust er tækifærið til að setja þau Björn og Hönnu Birnu til forystu.


mbl.is Hanna Birna nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hræddur um að hér skjátlist þér svakalega. Björn hefur sérlega lítinn kjörþokka – og þótt Jóhanna gæti bent til þess að fólk vilji reynslu frekar en sexappíl þá var Jóhanna ekki kosin vegna þess að hún var gamalreynd, heldur vegna þess að hún var þekkt fyrir að standa á prinsippum sínum gegn þeim öflum sem réðu á þessu landi fram að hruni. Þar er meginmunur á þeim Birni – enda er hann arfur þess tíma sem þjóðinn er alls ekki búin að gleyma.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að vera fugl eða fiskur verður hann að gera upp sinn þátt í hruninu og viðurkenna að á hans vakt og að hans frumkvæði voru lyklavöldin að samfélaginu seld í hendur mönnum sem kunnu ekki með þau að fara. Og þetta verður nýtt og ferskt fólk að gera – ekki BB.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 20:52

2 Smámynd: Sævar Helgason

Björn Bjarnason kom eitt árið, í undanfara borgarstjórnarkosninga-fram sem mjög sigurstranglegt borgarstjóraefni-í skoðanakönnunum. 

Hann hélt að kjörþokki sinn væri framúrskarandi og hann skellti sér því sigurviss í baráttuna. Tók sér ráðherraleyfi. 

Útreiðin sem hann fékk í kosningunum var ein stór háðung.

Ekki hefur kjörþokkinn lagast með ellinni. En endilega setja kallinn á oddinn.

Sævar Helgason, 21.6.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Óli minn

Endilega að gera Björn Bjarnason að formanni Sjálfstæðisflokksins. Ég styð það heilshugar, hip, hip og húrra.

Óli minn, 21.6.2011 kl. 21:09

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það myndi gera út af við fjórflokkakerfið og D-listinn fengi fjóra menn kjörna á

þing ; Björn Bjarna, Hönnubirnu, Jónmund Guðmarsson og Hannes Hólmstein.

Einar Guðjónsson, 21.6.2011 kl. 21:36

5 identicon

Ég hélt að ég hafi verið búinn að útskýra þetta í eldri komment.  Skrýtið að sjá svipaðan pistil aftur.  Hanna Birna er framtíðarleiðtogi, en Björn er maður gærdagsins.  Hann hefur ekkert erindi lengur í íslenskum stjórnmálum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 21:40

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hanna Birna er sterkur leiðtogi.Bjarni Ben á ekki að koma nálægt pólitík það er meiri skaði af honum á þingi en gagn..

Vilhjálmur Stefánsson, 21.6.2011 kl. 22:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Palli minn þú hefur ekki verið alveg meðvitundarlaus undanfarin áratug er það?

Björn Bjarnason var hér einn óvinsælasti stjórnmálamaður ever. Verði þeim að góoðu að setja hann í forystu, það verðu þá náðarhöggið fyrir þennan blessaða flokk. 

Frekjudósin Hanna Birna er ekki vænleg og ég botna ekkert í þessari könnun. Fólk virðist algerlega ráðþrota með valkosti.  Þetta er himinhrópandi vitnisburður um þá leiðtogakreppu sem hér ríkir. Hún er dýpri en nokkur önnur. 

Þú ert gersamlega úti á túni með álykktanir þínar kallinn minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 23:09

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru nokkur "tag´s" fyrir Björn Bjarnason:

Hervæðing landsins; vopnvæðing og efling lögreglu; Bilderberger; Glóbalisti; Gamla valdið og kolkrabbinn; Einkavinavæðing...

Ekki eitt jákvætt atriði kemur upp í hugann. Björn ber ekki önn fyrir fólki, hann óttast það.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 23:17

9 identicon

Ef menn ætla að dæma þá sem fara með völdin út á eitthvað sem þeir kalla "kjörþokka" og er algerlega óskilgreint, þá ættu menn að horfa á þá sem sitja í ríkisstjórn Íslands. Það er nú ekki beint eins og það gneisti af því fólki?

Björn Bjarnason hefur verið skeleggur í sinni gangrýni á þá sem komu landinu á hausinn með ruglinu í sér. Gjaldþrot á gjaldþrot aðila sem fengu svo að hefja leikinn upp á nýtt með afskriftum og syndaaflausnum samfylkingar.

Björn hefur staðið sig vel í að halda úti stefnu Sjálfstæðisflokksins s.s. í Evrópumálum og fleiri slíkum málum.

Annar þingmaður sem hefur nýtt mikla reynslu og þekkingu undanfarnar vikur og mánuði er síðan Einar K. Guðfinnsson. Hann stendur upp úr í umræðunni um sjávarútvegsmálin. Hann ræðir málin af yfirvegun og sanngirni, en er ekki hræddur við að gagnrýna arfaslök vinnubrögð stjórnarinnar í sambandi við fiskveiðistjórnarmálin.

Líklega er þetta rétt mat hjá Páli. Björn og Hanna Birna yrðu öflug saman.

joi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Björn sem formann Sjálfstæðisflokksins,  saga flokksins verður vart rakin lengra. Draumur hvers manns. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2011 kl. 23:42

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hanna Birna? Getur hún stjórnað einmennings saumaklúbb?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2011 kl. 23:43

12 identicon

Tek undir með Jón Steinari Ragnarssyni.

Númi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:48

13 identicon

Hanna Birna er fín og virðist sterkur leiðtogi, en Björn Bjarnason? Kommon!  Hann er alveg búinn í pólitík og hefur aldrei haft neinn sérstakan kjörþokka maðurinn.  Hann á ekkert erindi lengur og er arfur gamla tímans.  Ég er sammála flestum sem hér skrifa að ofan.  Hann á frekar að halda sig við bloggið og að skrifa bækur...

Skúli (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:58

14 identicon

Ætlar hreyfingin "Baksýn" ekki að ganga til liðs við Björn og Hönnu og gera þau að leiðtogum hreyfingarinnar með Dalakút.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 00:46

15 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hannabirna hefur engar hugmyndir og ekkert fram að færa ,  var hún ekki í borgarstjórnarflokki Baugs og Landsbankans fram að hruni ?. Veit ekki til að hún hafi afrekað nokkuð nema að sitja og engin yrði var við neitt þó hún hyrfi alveg og aftur inn á kontórinn í Valhöll.

Einar Guðjónsson, 22.6.2011 kl. 02:02

16 identicon

Ekki þekki ég Hönnu Birnu persónulega en hún VIRKAR á MIG sem montin og leiðinlega týpa. Hún er svona eins og frekjan í bekknum sem öskraði ef hún fékk ekki alltaf að ráða. Hún fittar vel við Björn Bjarna (B.B. King).

Valdimar Briem (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband