Vinstristjórnin tekur fjármagnið fram yfir fólkið

Vinstristjórnin sem almenningur hélt að myndi standa vörð um hagsmuni heimilanna er í reyndi leiguþý fjármagnsins. Steingrímur J. og Jóhanna Sig. vildu bæði ólm setja þjóðina í skuldaklafa Icesave og þurfti íhlutun forseta og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur að hrinda atlögunni að fjárhagslegri framtíð þjóðarinnar. Núna er upplýst að endurreisn bankanna fór öll fram á forsendum fjármagsins en ekki fólksins. 

Þegar íslenskir vinstrimenn verða annað tveggja að misþyrma fólki eða fjármagni taka þeir iðulega fyrri kostinn. Vinstrimenn telja sig kunna á almenning, ljúga sig frá sekt og berja í brestina er hluti af pólitísku vopnabúri þeirra. Aftur skilja þeir ekki fjármál. Össur Skarphéðinssson segir berum orðum í skýrslu rannsóknanefndar alþingis að hann viti ekkert um fjármál. Árni Páll kallar sjálfan sig hálfvita í sama málaflokki. 

Víðtækt fjármálalegt þekkingarleysi ásamt óseðjandi valdafíkn er ástæðan fyrir því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur slær skjaldborg um fjármagnið en setur almenning út á guð og gaddinn.

 


mbl.is Kostnaðurinn 406 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tok mig langan tima að atta mig a þessum orðum Johonnu minn timi mun koma þettað var hotun hun ætlaði ser að koma ollu norður og niður með aðstoð skalla vg

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 11:41

2 identicon

Það þarf að skipa sannleiksnefnd til að komast til botns í þessu máli.

Hún standi fyrir opinberum yfirheyrslum.

Ráðherrann þarf að segja af sér á meðan rannsóknin fer fram.

Reynist ásakanir réttar þarf síðan að kæra hann fyrir afglöp í starfi. 

Karl (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 12:19

3 Smámynd: Elle_

Sami Össur og sagði opinberlega í útlöndum að ísl. bankarnir hefðu sko ekki fallið ef við hefðum verið með EVRU sagðist líka ekkert vita um fjármál.  Hví fullyrðir maðurinn hluti ef hann veit að hann veit ekkert um hvað hann er að tala?  Jú, hann er ekki heiðarlegur stjórnmálamaður og skirrist ekki við að blekkja og ljúga til að fá sitt fram.  Eins og Jóhanna og Steingrímur.  Og þar fyrir utan gefur engin heilvita ríkisstjórn upp fullveldi lands fyrir EVRU.

Elle_, 27.5.2011 kl. 19:18

4 Smámynd: Elle_

Miðað við rök Össurar hefði LEHMAN og allir hinir bandarísku bankarnir ekki fallið ef Bandaríkin hefðu verið með EVRU.  Ekki voru breskir bankar og fjöldi banka heims undir oki EVRU og féllu samt.  Össur???  Það ætti að draga Jóhönnu, Steingrím og Össur og co. fyrir dóm vegna landssvika og þar með er talin ICESAVE-NAUÐUNGIN.

Elle_, 27.5.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband