Evran feig án sambandsríkis Evrópu

Hagfræðingurinn Pau de Grauwe þykir skrifa af hvað mestri yfirsýn um þann vanda sem evruríkin 17 glíma við. Hann segir í skarpri greiningu að án sambandsríkis Evrópu sé evran feig. Á meðan sambandsríkis nýtur ekki við býr myntsambandið við varanleg ójafnvægi. Lokaorð de Grauwe eru ótvíræð

A monetary union can only function if there is a collective mechanism of mutual support and control. Such a collective mechanism exists in a political union. In the absence of a political union, the member countries of the Eurozone are condemned to fill in the necessary pieces of such a collective mechanism. The debt crisis has made it possible to fill in a few of these pieces. What has been achieved, however, is still far from sufficient to guarantee the survival of the Eurozone.  In order for the Eurozone to survive, it will have to be embedded in a much stronger political union than is the case today.

Valdastéttin í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir tveim valkostum. Annað hvort liðast evrusamstarfið í sundur eða að sambandsríki Evrópu verður að veruleika. Það mun taka valdastéttina um 2-5 ár að kannast við þennan veruleika, sé tekið mið af því hvernig vandi Grikkja, Íra og Portúgala er leystur. 

Og hvers vegna í ósköpunum stendur Ísland í biðröð eftir því að taka þátt í evrusamstarfinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þriðja ríkið hefur alltaf verið markmiðið, Evran aðeins verkfæri til að hægt verði að koma því í kring.

ESB hefur þegar sótt um stöðu ríkis hjá S: og nú síðast vildu þeir fá sæti í öryggisráðinu. Það eru blindir menn sem ekki sjá hvað er í gangi.  Nú þykir þeim tímabært að undirstrika þetta upphafsmarkmið til að bjarga Evrunni. Evran var sett á til að koma þessu á þennan level.  

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"stöðu hjá SÞ (UN)" átti að standa þarna...

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 18:57

3 identicon

Mér finnst sambandsríki Evrópu hljóma mjög vel.

Með aðild að því getum við minnkað völd íslenskra stjórnmálamanna.

Treysti útlendingum betur en íslenskum stjórnmálamönnum.

Karl (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 20:08

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nötrandi af angist eins og fyrri daginn. Í eina tíð var það Baugur nú er það ESB. Það koma upp í hugann frávik eins og Asperger heilkenni eða botnlaus þráhyggja. Blaðamaður með eitt auga það eru ekki meðmæli með manni sem titlar sig sem blaðamann.

Finnur Bárðarson, 23.5.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur þú einhverja reynslu af "útlendum" stjórnmálamönnum Karl, eða er þetta bara svona dagligdags rakalaus gorgeir ykkar evróputrúboðanna?

Það er vaðandi spilling á evrópuþinginu. Ef þú bara nenntir að fletta því upp.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 20:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnur minn, kom ekki í ljós að Baugur var áhyggjuefni og það sem Páll og fleiri vöruðu við reyndist rétt?  Þú ert nú upptekinn af því líka hversu vondir þeir eru af blogginu þínu að dæma. Alveg fixeraður á það eins og þráhyggjusjúklingur.  Þetta kom þér sennilega á óvart og áttaðir þig kannski ekki á neinu fyrr en allt var um garð gengið.

Minni svo á að rikjandi (einráður) stjórnarflokkur er óskilgetið afkvæmi útrasarinnar og er enn. Enginn hefur fengið að sitja inni né axla ábyrgð gjörða sinna á meðan verdar hans nýtur við. 

Ég held þú ættir að taka vel eftir þegar Páll stingur niður penna, svo hörmungarnar komi eki svona flatt upp á þig næst.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 21:05

7 identicon

Það er oftúlkun að hagfræðingurinn sé að tala um sambandsríki( hvað þá 3ja ríkið!) heldur er hann að tala um víðtækara pólitískt samstarf. Fjölmargir hagfræðingar bentu á þetta atriði strax þegar evran var stofnuð. Til þess að hafa sameiginlega mynt verða ESB ríkin að hafa sömu eða sambærilega stefnu í ríkisfjármálum svo dæmi sé tekið. grein Grauwe er ágæt en mjög margir hafa fjallað um málið á svipuðum nótum. Eiríkur bergmann Einarsson er dæmi um íslenskan fræðimann sem það hefur gert.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 21:37

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Óskiljanlegt rugl Jón Steinar eins og alltaf, einn í viðbót með ólæknandi angist og kvíða sem oft kemur með hækkandi aldri.

Finnur Bárðarson, 23.5.2011 kl. 21:41

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Blasir ekki við Páll að innleiðing evru var vanhugsuð aðgerð, nema að sambandsríki fylgdi í kjölfarið? Allir sem vilja vita gera sér grein fyrir því að hugmyndafræðin á bak við Evrópusambandið og upptöku evru er afnám þjóðríkisins. Sovétríki Evrópu eru ekki sérlega geðsleg tilhugsun, en ekki svo fjarlæg, ef fram heldur sem horfir. Stórkapítalið virðist geta hugsað sér það, enda skiptir þjóðerni, ættjörð, föðurland og móðurmál, gróðapungana engu máli.

Gústaf Níelsson, 23.5.2011 kl. 22:25

10 Smámynd: Elle_

>Óskiljanlegt rugl Jón Steinar eins - - - <.   Ekkert var óskiljanlegt frá mínum bæjardyrum við það sem hann skrifaði, heldur hárrétt.  Og hvað kemur aldur málinu við?

Elle_, 24.5.2011 kl. 00:27

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elle mín, þeir eiga ekkert eftir annað en Ad hominem blessaðir. Málefnin eru þrotin.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 09:47

12 identicon

Áhugavert að sjá að enn Finnast mannvitsbrekkur sem reyna að verja lítilmenni eins og Jón Ásgeir og Baugshyskið. 

Satt að segja bráðfyndið.

Nei hvernig læt ég .... Baugsfylkingarskuggaprinsinn hefur haldið öllum ráðherrum og þingmönnum Baugsfylkingarinnar á launum (sem Mörður fullyrðir að eru mútugjafir) fyrir utan Icesave fursta Landsbankans sem fylltu uppá það sem á vantaði. 

Jæja það hlaut einhver að bætast í partí "alvitringsins" mennsku ljósritunarvélina - Baugsbaðvörðinn bráðskemmtilega.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 11:01

13 identicon

Karl hefur sennilega ekki kynnt sér neitt af því sem hefur verið sýnt fram á "ágæti" stjórnmálamanna og "enga" spillinguna innan Evrópusambandsins og hvað þá hvernig alþjóðleg greiningarfyrirtæki meta stöðu Íslands og þá þeirra ríkja sem standa að Evrópusambandinu og spillinguna sem í þeim ríkir.  Ef um lesblindu er að ræða, þá fylgja með nokkrar slóðir á kvikmyndað efni um "ágæti" ESB sjórnmálamanna og spillingarinnar innan sambandsins.

Hér eru nokkrar fyrirsagnir og formáli úr langri grein um "ágæti" spillingarinnar innan Evrópusambandsins.:

http://www.democracymovementsurrey.co.uk/dyk_waste.html

+ EU Corruption and Waste

+ EU Spending is Riddled with Corruption

Matthew Elliott and Dr Lee Rotherham recently unearthed a staggering £101 billion of government misspending in the UK - all paid for the taxpayer &#150; in The Bumper Book of Government Waste 2008. Building on their previous research, a new paper for Global Vision investigates one of the major culprits behind the growing mountain of waste &#150; the European Union. In a highly bureaucratic culture open to abuse, fraud and corruption, Elliott and Rotherham found that:

+ 1 Million Euros a day stolen from EU

According to the German magazine Der Speigel, fraud committed in Brussels amounts to 1 million euros per day. There are currently 400 investigative procedures pending against EU officials. The Commission claims that corruption is no more widespread in Brussels than anywhere else, but the budget expert for the German CDU in the European Parliament, Inge Grassle, describes this view as "laughable". The magazine quotes UK MEP Daniel Hannan as saying "If the European Commission were a company, all the commissioners would be in prison". All Commissions since 1999 (when Jaques Santer&#39;s team all resigned over corruption) have promised to fight corrupton, and all have failed. The present anti-corruption commissioner, Siim Kallas, was himself embroiled in a major financial scandal in the 1990&#39;s (at least he has practical experience). Even the Commission admits that 320 euros have been stolen - nearly 1 million per day. The true figure is probably much higher - see below.

( European Journal, Oct 07; Der Speigel 27.8.07)

+ EU fails to have its accounts signed off for the 14th consecutive year &#150; Might not be signed off before 2020

+ EU Commission Forced to Resign

+ Cost of Just One EU Directive

+ Fraud in the Common Agricultural Policy

+ EU Waste

+ Fraud and Waste in Foreign Aid

+ Fraudsters steal £2million a day

+ Marta Andreasen - whistle-blower

+ Something Rotten.......?

+ If they don&#39;t Steal it, they Waste it- a moving story

+ EU Cash melts away after Cold War

+ Completely Bulgared

+ Why do we keep pouring money into this corrupt and wasteful EU? If we leave, they could go on stealing and wasting their own money, but not ours.

We will Leave the European Union - when we see it for what it is. 

Núverandi sæti ESB landa og Íslands á heimsspillingarlistanum.:


1.  Danmörk,  3 - 4.  Finnland,  3 - 4.  Svíþjóð,  7.  Holland,  11 - 12.  Ísland *,  11 - 12.  Lúxemburg,  14.  Írland,  15 - 16.  Austurríki,  15 - 16.  Þýskaland,  20.  Bretland,  22.  Belgía,  25.  Frakkland,  26.  Eistland,  27.  Slóvenía,  28.  Kýpur,  30.  Spánn,  32.  Portúgal,  37.  Malta **  (Össur og ESB sinnar hafa reynt að nota Möltu sem sönnun þess hvað ESB aðild er til mikils góðs),  41.  Pólland,  46. Litháen,  50.  Ungverjaland,  53.  Tékkland,  59 - 60.  Lettland,  59 - 60.  Slóvakía *** (Önnur þjóð sem Össur og ESB sinnar hafa bent á sem gott dæmi um ágæti þess að ganga í ESB),  67.  Ítalía,  69.  Rúmenía,  73.  Búlgaría  og 78.  Grikkland.

Skylduáhorf fyrir bæði ESB sinna og andstæðinga.:

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

Ætli það er ekki gáfulegra að kynna sér sjálf hvað Marta Andreasen "ESB Whistle Blower" segir.:



http://www.youtube.com/watch?v=uo1ygFynK30



http://www.youtube.com/watch?v=CA-iMJlOSmM&NR=1



http://www.youtube.com/watch?v=MrO44WykQ_0&feature=related



http://www.youtube.com/watch?v=OgAaUb8koPE&feature=related



http://www.youtube.com/watch?v=V8VxPJq07lk&feature=related



http://www.youtube.com/watch?v=4gffE3YL6iQ&feature=related

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 11:57

14 identicon

Það eru ekki nýjar fréttir að spillingu sé að finna innan ESB. Fjörmargir afbrotafræðingar hafa sérhæft sig í hvítflibbaglæbum sem tengjast flóknu styrkjakerfi ESB. Þrátt fyrir það að Guðmundur 2. sé mörgum árum of seinnn með fréttirnar er rétt að hæla honum fyrir mikla og árangurríka leit á youtube. Guðmundur leynir á sér. Að lokum, hér er linkur á afar góða síðu um spillingu :http://blog.transparency.org/

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 14:43

15 identicon

Nákvæmlega hér :http://www.transparency.org/

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 14:49

16 identicon

 

&#x3000;

 

&#x3000;

 

&#x3000;

THE EURO PROJECT WAS RUSHED BY POLITICS

Because of the economic diversity within the EU, the ECB cannot maintain a monetary policy that is economically appropriate for all of the euro-zone Member-States.  http://www.house.gov/jec/news/EuroCrisisandAmericaII.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 16:37

17 identicon

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 16:50

18 Smámynd: Elle_

Pössum okkur að skrifa ekki neitt of Evrópulegt.  Gæti verið aldurstakmark fyrir að skrifa um spillinguna þar.

Elle_, 24.5.2011 kl. 19:08

19 identicon

Baugsbaðvörðurinn ætti manna best vita að það þarf ekki að leggjast í miklar rannsóknarvinnu til að finna linka á spillingu og glæpaverk Evrópusambandsins, öfugt við fullt starf hans við að finna eitthvað jákvætt um fyrirbærið. 

Flestum þokkalega gefnum og gerðum ætti að vísu að duga að sjá í gegnum sóðavinnubrögð Evrópusinna hérlendis sem eru að reyna að svíkja þjóðina inn í spillingarveröld Evrópusambandsins með öllum þeim fáránlegu sjónhverfingum sem Baugsfylkingin hefur staðið í til ljúga þjóðina inn.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 20:26

20 identicon

G2G: "Flestum þokkalega gefnum og gerðum ætti að vísu að duga að sjá í gegnum sóðavinnubrögð Evrópusinna hérlendis sem eru að reyna að svíkja þjóðina inn í spillingarveröld Evrópusambandsins með öllum þeim fáránlegu sjónhverfingum sem Baugsfylkingin hefur staðið í til ljúga þjóðina inn."

Flestum þokkalega vel gefnum er ljóst að það hefur kosti og galla að ganga í ESB. ESB er hvorki draumaveröld né helvíti á jörðu. Upp úr drullusvaðinu með þessa umræðu, annars er hún ómarktæk!

Páll (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 00:16

21 Smámynd: Elle_

EU-sinnar verða fyrst að fara upp úr drullusvaðinu og hætta sóðavinnubrögðunum við að svíkja þjóðina inn í EU ef við megum ekki segja það. 

Elle_, 25.5.2011 kl. 11:51

22 identicon

Nú! Er þetta svona "hann byrjaði" lógík? Reyndu nú að fullorðnast!

Páll (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:02

23 identicon

Heyrðu þú, "Páll". Greinilega hefur þú ekki fullorðnast sjálfur og nærð ekki hvað fólkið er að segja. Það hefur ekkert með ""hann byrjaði" lógík" að gera eins og þú í þínu rökleysi og skilningsleysi heldur. Það hefur einfaldlega með sviksamleg "rök" ykkar Evrópusinna að gera, lygar og þvætting um hvað við höfum upp úr að gefa okkur á vald Evrópusambandsstjórnar, þ.e. sjálfstæðistapinu. Og reyndu nú sjálfur að fullorðnast og upp úr í þínu drullukasti.  

Ólafur (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 08:57

24 identicon

Þ.e. meðan þið haldið áfram blekkingunum um kosti þess að Ísland gangist undir vald Evrópusambandsins, verðum við hin sem viljum ekkert með Evrópusambandið hafa að mótmæla. 

Ólafur (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 09:13

25 identicon

Af hverju í ósköpunum gerir þú ráð fyrir að ég sé "Evrópusinnaður" Ólafur? Hvar kemur það fram í máli mínu?

Ég er hvorki andvígur né fylgjandi ESB-aðild. Ástæðan er einföld. Ég hef afskaplega litlar forsendur til að mynda mér skoðun. Báðar fylkingar haga sér eins og krakkar, annars vegar með yfirlýsingar um landráð, landsölu og ásakanir um vafasamar hvatir og hins vegar með yfirlýsingum um sveitaskap, heimótta, hræðslu við breytingar og sérhagsmunapot.

Þú einfaldlega styrkir enn frekar það sem ég er að segja Ólafur með gífuryrðaflaumi.

Páll (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 17:58

26 identicon

Þú ert með "gífuryrðaflaum" og hefur verið með þann flaum í öðrum síðum. Þú ert manna verstur og hefur engin efni á að tala um gífuryrði.

Ólafur (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 19:33

27 identicon

ólafur: "Þú ert með "gífuryrðaflaum" og hefur verið með þann flaum í öðrum síðum. Þú ert manna verstur og hefur engin efni á að tala um gífuryrði."

Uuuu! Rangt! Tjái mig afskaplega lítið um þetta mál, bæði ritað og talað. Mér telst að ég hafi ritað 5-6 athugasemdir um ESB-aðild á s.l. 2ur ÁRUM, og allar hafa þær verið gagnrýni á heiftúðugar, orðljótar og ómálefnalegar umræður líkt og hér á sér stað.

Páll (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 23:41

28 identicon

Hver sagði að ég væri bara að tala um "athugasemdir um ESB-aðild"? Það var ég ekki að gera og þú mistúlkar of oft það sem fólk segir. Þú hefur verið með drullukast í fólk í öðrum síðum út af öðrum málum. Og sjáum nú hvort þú verður ekki líka að svara þessu.

Ólafur (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 11:58

29 identicon

Þetta er alrangt Ólafur. Þú ert væntanlega að rugla mér saman við einhvern annan. Ég skrifa mjög lítið og afskaplega sjaldan athugasemdir á bloggum.

En þú virðist hafa bitið þetta í þig og þú um það. Ég túlka síðustu setningu þína sem svo að þú sért haldinn þeim karakterbrest að hafa ríka þörf til að eiga síðasta orðið. Gjörðu svo vel, þetta verður mín lokafærsla hérna. Þér er velkomið að sitja heima með ranghugmyndir um ókunnugt fólk, það truflar ekki minn nætursvefn.

Páll (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 18:29

30 identicon

Nei, það er ekki alrangt. Þú hefur verið i öðrum síðum með drullukast og lygar gegn fólki hvað sem þú segir. Ég er ekki að rugla þér saman við neinn, sama merkiidenticonnákvæmlega. Líka sama nafn þó þú heitir það kannski ekki. 

Ólafur (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 00:15

31 identicon

Kæra "tröll". Ég er knúinn til að benda á augljósa staðreynd. Þessi merki eru tilviljanakennd. Það eru t.d. tvö mismunandi merki sem birtast við færslur mínar bara í þessari orrahríð hérna. Svo ég segi aftur, þetta eru ranghugmyndir hjá þér. Þú ræður hvað þú gerir við þær. Þú getur viðurkennt þær, hunsað þær eða haldið áfram að dvelja í þeim. Raunveruleikinn er sá að ég heiti Páll, tjái mig afar sjaldan á bloggum og drulla ekki yfir fólk. Yfir og út.

Páll (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband