ESB-útnárinn Reykjavík

Kostnaðurinn við ESB-umsókn Samfylkingarinnar eykst jafnt og þétt. Aðsetur Norðurskautsráðsins ætti vitanlega að vera í höfuðborg aðildarlands og þar hefði Reykjavík verið efst á blaði. En vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu lítur alþjóðasamfélagið á höfuðborg Íslands sem útnára sambandsins.

Ísland er ekki lengur þjóð meðal þjóða heldur peð í valdatafli stórveldanna, þar sem Evrópusambandið ætlar sér stóran hlut á norðurslóðum. Þingsályktun utanríkisráðherra frá 16. júlí 2009 um að Ísland vildi verða aðili að Evrópusambandinu er stórfelldustu utanríkispólitísku mistök lýðveldissögunnar.

Í norðurslóðasamstarfi er Ísland hornkerling á meðan umsóknin um aðild að Evrópusambandinu hefur ekki verið dregin tilbaka. 


mbl.is Skrifstofan verður í Tromsø
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Daglega er maður minntur á þessa fjandans,, umsókn Samfylkingar í Esb. Minnug hróðugum utanríkisráðherra,með umsóknina í Brussel,án undirskriftar forseta okkar,setur að mér hroll. Þá er nú stutt í orð ávirðinganna,sem háttvirtir tuddar temja sér yfir minna tilefni.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2011 kl. 01:26

2 Smámynd: Björn Emilsson

Ætla ´Sannir' Islendingar virkilega að láta gamla gráhærða kellingu, geðvonda og ærulausa og gelda meðreiðarsveina hennar teyma sig á asnaeyrunum inní gasklefa Þriðja Ríkisins. Því verður vart trúað. Rísið upp hraustir menn og verjið aldargamla sjálfstæðisbaráttu íslenskrar þjóðar.

Björn Emilsson, 14.5.2011 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband