Lýðræðið virkaði 2003 og 2007, ekki 2009

Tvær alþingiskosningar í röð, árin 2003 og 2007, var Samfylkingin með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Í kosningabaráttunni í bæði skiptin dró flokkurinn í land enda fyrirséð að ekki var meirihluti fyrir aðildarumsókn.

Lýðræðið virkaði í kosningunum 2003 og 2007 með því að stórmál, umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var dregið tilbaka þegar ljóst var að þjóðin vildi ekki aðild.

Í þingkosningunum 2009 var Samfylkingin enn með umsókn á dagskrá. Út á eindregna Evrópustefnu fékk flokkurinn 29 prósent atvæðanna. Í stað þess að virða lýðræðislegar leikreglur og leggja aðildarumsókn á hilluna ákvað forysta Samfylkingarinnar að kúga valdaþyrsta Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn. Samfylkingin neitaði að ganga til stjórnarsamstarfs fyrr en Vinstri grænir létu undan sem þeir og gerðu og sviku þar með yfirlýst loforð gagnvart kjósendum.

Vegna yfirgangs Samfylkingarinnar og aumingjaháttar Vinstri grænna vorið 2009 er ríkisstjórn þessara flokka í andarslitrunum tveim árum seinna. 

Stjórnmálaflokkar sem svína á lýðræðinu komast fyrr heldur en seinna að því fullkeyptu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mætti ekki búast við því Páll að þessi ríkisstjórn væri örugglega með slæma andarteppu, þótt Evrópusambandsaðild væri ekki að þvælast fyrir henni? Dauðastríð ríkisstjórnarinnar ætlar að taka ögn lengri tíma en maður hefði vænst. Kannski lifir hún fram að sláturtíð - hver veit?

Gústaf Níelsson, 27.4.2011 kl. 17:47

2 identicon

Þessi valdasjúki, öfgafulli og spillti skríll er á lokametrunum.

Karl (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 19:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er fróðlegt mál á ferð, sem vert væri að fá að rýna betur í. Allt sem þessi ríkistjórn hefur verið að gera, og þá meina ég allt, hefur snúist um aðlögun að ESB áður en menn svo mikið sem koma sér í að ræða "hvað er í pakkanum".

" 20/20, sameining ráðuneyta, stjórnlagaþing, sameining sýslumanns og lögregluembætta, Icesave....og ég nenni ekki að telja það allt upp.

Þetta er orðinn þvílíkur reginskandall að nú verður að segja stopp.  Þetta eru landráð með leynd og ekki möguleiki á að kalla það neitt annað. Allar aðgerðir hafa verið kynntar sem einstakar og ótengdar ESB, þrætt fyrir aðlögun og logið upp í opið geðið á fólki.

Þarf frekari vitnanna við? Þarf ekki bara að taka af skarið og kæra?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 22:47

4 identicon

Jú, nú er ekki lengur til setunar boðið! Ég vil kæra þetta ! Þvílík ógeðsleg ósvífni sem verið er að beyta heila þjóð með undirförli og lygum

anna (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband