Breski Verkamannaflokkurinn snýst gegn Evrópusambandinu

Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson eru félagar í Verkamannaflokknum í Bretalandi, að eigin sögn. Undir forystu Tony Blair varð Verkamannaflokkurinn Evrópusambandssinnaður. Samverkamenn Blair, t.d. Peter Mandelson, tölu þess skammt að bíða að flokkurinn beitti sér fyrir upptöku evru í stað pundsins. Leiðtogar Verkamannaflokksins stíga nú hver á fætur öðrum á stokk og gagnrýna Evrópusambandið.

Aðalstjórnmálaskýrandi Telegraph, Peter Oborne, telur ótvíræð ummerki um viðsnúning á Evrópustefnu Verkamannaflokksins. Hann tilfærir dæmi um hvöss skeyti skuggaráðherra Ed Millibands, formanns Verkamannflokksins, á framferði Brusselvaldsins. Talsmenn Verkamannaflokksins segja Breta eiga ekki að taka þátt í björgunarpakka fyrir Portúgal, það sé mál hinna 17 evru-ríkja að fást við þann vanda. Hörð gagnrýni er á tillögur um 4,9 prósent hækkun fjárlaga Evrópusambandsins.

Báknið í Brussel þenst út og lýtur eigin lögmálum. Frétt í Handelsblatt segir að þeim svæðum fækkar í Evrópusambandinu sem eiga kröfu á þróunarstyrkjum. Svæði  með þjóðframleiðslu undir 75 prósent af ESB-meðaltali eiga rétt á þróunarstyrkjum. Svæðum sem svo háttar til um fækkar úr 84 í 68. Í stað þess að lækka útgjöld framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, og þar með lækka framlög aðildarríkja, hyggst framvkæmdastjórnin búa til nýja skilgreiningu. Þau svæði sem þar sem tekjur á mann eru á bilinu 75 - 95 prósent af meðaltali ESB fá stuðning samkvæmt nýju skilgreiningunni.

Evrópusambandið vex að umfangi þótt stuðningur við sambandið minnki meðal aðildarþjóða. 

Í Bretlandi hefur Íhaldsflokkurinn einn verið um andstöðu við sífelldan vöxt Evrópusambandsins. Þegar Verkamannaflokkurinn skipar sér við hlið Íhaldsflokksins í gagnrýni á Evrópusambandið ætti öllum að vera ljóst hvert stefnir með afstöðu Breta til sambandsins.

Félagar breska Verkamannaflokksins á Íslandi geta ekki lokað augunum fyrir þróun mála í eyríkinu við strendur meginlandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú alveg merkilegt hvað krötum tekst þegar um ræðir að loka augunum fyrir staðreyndum sem ekki henta hverju sinni...

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eflaust loka þeir augum og eyrum,en kæmust ekki hjá því að svara fyrirspurnum stjórnarandstöðu á Alþingi.  Sýnir þessi nýja  skilgreining framkvæmdastjórnar ESB,ekki að henni er ekkert heilagt,nema að viðhalda sjálfri sér. Við sem erum á móti ESB,höfum svo sannarlega ástæðu til að tortryggja hana. Það er meira en innantóm upphrópun;ekkert ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2011 kl. 13:29

3 identicon

Mæli með þessari grein Oborne.

Hún er upplýsandi.

Full djúpt í árinni tekið hjá Páli að Verkamannaflokkurinn hafi snúist gegn ESB.

Oborne segir beinlínis að það hafi ekki gerst.

En efasemdarmönnum fjölgar innan Verkamannaflokksins og þeir eru þar nú í ráðandi stöðum.

Mjög merkilegt.

Ætli íslensku félagarnir, Össur og fermingarbarnið, verði ekki síðustu fylgismenn trúarofstækismannsins ógeðslega Tony Blair.

ÞAR hæfir kjaftur skel.

Karl (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband