ESB-skýrsla: tilgangslausar viðræður við Ísland

Ný skýrsla Evrópusambandsins um stöðuna í íslenskum stjórnmálum og horfur í aðildarviðræðum lýkur með þeim orðum að vaxandi tilgangsleysis gæti í viðræðum þar sem Íslendingar munu fella aðildarsamning. Orðrétt segir

prompting informed observers to conclude that negotiations are proceeding but seem increasingly pointless, as accession will almost certainly be defeated in a referendum.

Skýrslan er stöðumat eða ,,country briefing" og dagsett 4. apríl og á ábyrgð framkvæmdastjórnarinnar. Í skýrslunni er talað um klofning í ríkisstjórninni vegna ESB-málsins og að vaxandi líkur séu á því stjórnin falli.

Skýrslan var prentuð áður en þjóðin felldi Icesave-samninginn og ríkisstjórnarmeirihlutinn minnkaði um einn. Þá misstu skýrsluhöfundar af stefnubreytingu Framsóknarflokksins sem tók upp eindregnari andstöðu við aðild að Evrópusambandinu sömu helgina og Icesave-samningurinn var felldur.

Evrópusambandið hefur engan áhuga á því að vera dregið á asnaeyrunum inn í heimilisrifrildi á Íslandi þar sem Samfylkingin ein er fylgjandi aðild en allir aðrir stjórnmálaflokkar á móti. Það skaðar þjóðarhagsmuni að Samfylkingin fari með utanríkisráðuneyti lýðveldisins. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er tilgangslaust að tala við Jóhönnu. Hvað er hún lengi búin að tala um að setja kvótann í þjóðaratkvæði?

http://www.dv.is/frettir/2010/3/7/johanna-vill-kvotann-i-thjodaratkvaedi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 11:28

2 identicon

Sæll Páll

Ertu með vefslóð á skýrsluna?

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 11:31

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Jóhannes, ég fékk skýrsluna senda í tölvupósti og mér tókst ekki að finna hana á netinu. Sendu mér tölvupóst og ég læt hana til þín.

Páll Vilhjálmsson, 14.4.2011 kl. 11:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott mál. Þeir taka þá vonandi ómakið af kerlingunni og rifta þessu bulli.  Hið góða er líka að Össur lítur nú út eins og fábjáni og lygamörður í Brussel og verður að salta drauma sína um koktelveislur ESB nómenkladíunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 11:46

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nýasta mantran er sú að andstæðingar treysti ekki þjóðinni til að kjósa. (kemur úr hörðustu átt).  Það er þó nærtækari skýring og skynsamlegri á því að draga þetta til baka:  Niðurstaðan er kunn fyrirfram.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 11:50

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elín: Kvótann í þjóðaratkvæði. Absolútt. Það horfir allt öðruvísi við en þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 11:52

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Páll geturðu ekki vinsamlegast viðhengt skýrsluna hér í þessari færslu?

Færsla -> Bæta við skrá ->  

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2011 kl. 12:12

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gunnar, maður er alltaf að læra, ég er búinn að setja hlekk á skýrsluna. Takk.

Páll Vilhjálmsson, 14.4.2011 kl. 12:28

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afar athyglisvert í niðurlaginu líka:

"However, if proof were required of the extreme importance Icelanders attach to full control over
the country's marine resources, it can be found in Iceland's Cod Wars with the United Kingdom
during the Cold War. The prospect of EU membership and the surrendering of sovereignty it
entails, in particular on the Common Fisheries Policy (CFP), is thus highly suspect to many
citizens.
For them, the idea of giving up the full control of the country's most important natural
resource is still unthinkable
, prompting informed observers to conclude that "negotiations are
proceeding but seem increasingly pointless, as accession will almost certainly be defeated in a
referendum"

Þetta eru aðfararorð niðurstöðunnar og augljóslega vegur það þyngra en stuðningshlutfallið sjálft. Þ.e. Að ef við gefum ekki eftir fullveldið í öllum málum og þá sér í lagi stjórn fiskveiða, þá er þetta að þeirra mati vonlaust.

Framar viðurkenna þeir að þeir hafa enn ekki enn hætt sér út í umræðu um fiskveiðimálin, sem er í meira lagi undarlegt fyrst þetta er lykil-ágreiningsatriði. 

Þarf nokkur fleiri vitna við? Össur hefur logið að  þjóðinni frá fyrsta degi og nú ber að hætta þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 12:42

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég endurtek:

"The prospect of EU membership and the surrendering of sovereignty it
entails
..."

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 12:44

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir

Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2011 kl. 12:48

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert í þessu sambandi (og svo er ég hættur) að minna á 7. lið af átta í lögum um Stjórnlagaþing, þar sem talin eru upp viðfangsefni eða óskalisti Jóhönnu:

7.
Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
Þetta er augljós tilgangur og markmið þeirrar uppákomu og allt annað bara skraut.  Ekki einn frambjóðenda minntist raunar á þennan lið, sem segir ýmislegt um hve upplýst samkoma þetta er. Þorvaldur Gylfa og Eiríkur, eru þó alveg með þetta í fókus reikna ég með.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 12:58

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Yfirtaka ríkisins á kvótanum hefur því ekki þann tilgang að koma honum í sameign þjóðarinnar, heldur til að öðlast fullt vald til framsals.

Vá hvað þetta er geggjað!

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 13:04

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ólína Þovarðardóttir talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum hefur beinlínis sagt að fyrningarleiðin sé forsenda þess að fara með Ísland inn í Evrópusambandið.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1023015/

Páll Vilhjálmsson, 14.4.2011 kl. 13:12

15 identicon

"Increasingly pointless" er akkúrat lýsing á stöðu mála.

Í Evrópu hljóta menn nú að hafa áttað sig á því hvern mann Össur hefur að geyma.

Karl (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 13:38

16 identicon

Auðvitað er það algjörlega pointless.

Evrópa er ekki að aðlaga sig að Íslandi.  Evrópu vantar að auki auðlindir sem hún hefur brennt um allan heim í gegn um söguna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:06

17 identicon

However, if proof were required of the extreme importance Icelanders attach to full control over

the country's marine resources, it can be found in Iceland's Cod Wars with the United Kingdom

during the Cold War. The prospect of EU membership and the surrendering of sovereignty it

entails, in particular on the Common Fisheries Policy (CFP), is thus highly suspect to many

citizens. For them, the idea of giving up the full control of the country's most important natural

resource is still unthinkable, prompting informed observers to conclude that "negotiations are

proceeding but seem increasingly pointless, as accession will almost certainly be defeated in a

referendum"8.

4 For detailed background information on Iceland's application for EU membership, public opinion and the

negotiating mandate adopted by Althingi, see our Policy Briefing no. 2010/353 of September 2010.

5 http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb74/eb74_fact_is_en.pdf

6 DG Enlargement, oral communication to the SIN-EEA Delegation on 29 March 2011

7 http://europe.mfa.is/

8 Economist Intelligence Unit, Country Report: Iceland, March 2011 Updater

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:56

18 identicon

Abstract

On the eve of the second Icesave referendum, the restructuring of Iceland's economy

in co-operation with the IMF appears to be on track, with a return to modest GDP

growth expected for 2011. Nevertheless, the left-of-centre coalition government

remains divided on many policy issues, and its long-term stability is uncertain. Public

opinion seems to be marginally less hostile to EU accession, though less that one third

are fully in favour. The preliminary screening stage is proceeding well, paving the way

for negotiations proper to begin in autumn.

FOR EUROPEAN PARLIAMENT

INTERNAL USE ONLY

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 15:00

19 identicon

http://www.eiu.com/public/

8 Economist Intelligence Unit, Country Report: Iceland, March 2011 Updater

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 15:03

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur Páll fyrir að birta skýrsluna.

Og Jóni Steinari og Hrafni fyrir úrdrættina.  

Staðfestir enn og aftur að

ESB vegferð Samfylkingarinnar er

LANDRÁÐ.

Viggó Jörgensson, 14.4.2011 kl. 18:16

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta varpar svolítið nýju ljósi á það afhverju einkakvótaeigendur vilja halda kvótanum í einkaeigu.

Það er svo hann haldist í eigu Íslendinga. (En auðvitað vilja þeir helst að það séu þeir sjálfir! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2011 kl. 22:09

24 Smámynd: Elle_

Hið góða er líka að Össur lítur nú út eins og fábjáni og lyga - - -

Lítur út?  Æti þeir viti?  

Elle_, 14.4.2011 kl. 23:04

25 Smámynd: Elle_

ÆTLI þeir viti?

Elle_, 14.4.2011 kl. 23:05

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er á undirstrikun Arnar hér að skilja að þetta plagg sé innanhússplagg Evrópuþingsins en ekki ætlað sárum augum þeirra sem plottað er um.

Ég hef annars lengi verið sammála um að Íslenska ríkið ætti að hafa fullt vald á kvótanum, bæði svo eitthvað af arðinum lendi í samneyslunni en sé ekki notaður í gambli um tuskubúðir eða á sparibókum útvaldra fjölskyldna.  Það hefur að auki aukið hættuna á að þetta lendi í erlendum höndum svo arðurinn yrði einfaldlega fluttur úr landi eins og í þriðjaheimsríkjum.

Ég sé nú að þetta eru ekki forsendur samfylkingarinnar í raun, heldur það að framselja þetta fjöregg til ESB, sem rýrir enn möguleika á að arður af nokkrum sporði sitji eftir hér, nema að sáralitlu leyti auk þess sem stjórn fiskveiða verður í höndum spilltra bjúrókrata í Brussel.

Þá vil ég heldur bíða með þær umbætur og breyta lögum þannig að veðsetning kvóta verði háð eftirliti og ströngum lögum eða jafnvel böönnuð alfarið svona beint og virkaði þá sem mælikvarði á lánshæfi í stað veðs.

Ég er annars hissa á að þetta skuli ekki vera stórmál í fréttum nú og til háværrar umræðu á þinginu, þar sem sett verður fram kyrfilega rökstutt frumvarp um að draga þessa umsókn til baka.

All starf ríkistjórnarinnar, málefni og fórnir hafa snúist um þessa umsókn leynt en ekki svo ljóst. Allt segi ég. Kvótamálin, Stjórnlagaþingið og aðrar reglugerða og lagabreytingar (aðlögun) sem settar hafa verið fram. (nú síðast fækkun lögregluumdæma og sýslumannsembætta, kjördæma etc)

Allt það afl við þurftum til að koma hjólunum af stað og í skjaldborgina hefur farið í þetta Júróbjúrócartíska helvíti til að sjanghæja þjóðina inn í ESB, gegn vilja hennar.

Stjórnin verður að fara nú og mér finnst hér jafnvel komið tilefni til ákæra um landráð samkvæmt lagabókstaf þar um.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 23:46

27 identicon

Sæll.

Mig langar nú að leiðrétta þig með það að enginn frambjóðandi til stjórnlagaþings hafi séð þetta fyrir.

Ég skrifaði pistil sem ég birti á fésbókinni eftir kosningu um tengingu stjórnlagaþings og ESB aðild.

Skal senda þér slóðina ef þú vilt.

Þessi grunur minn var eina ástæðan fyrir því að ég bauð mig fram.

Þakkir til ykkar fyrir að staðfesta grun minn!

Valdís (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 00:24

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einnig rétt að benda á að kvótinn er ekki í eigu svokallaðra kvótaeigenda heldur er hann nýtingarréttur, sem þeir hafa svo tekið upp hjá sér að höndla með sín á milli og setja sem veð í fjárfestingum. (sumum góðum, sumum afar vafasömum)

Hvergi í lögum er þessu afsalað sem eign. Þetta er raun i höndum ríkisins að úthluta og stýra.  Það sem þarf að koma böndum á er verslun með kvótann og sér í lagi veðsetning. Veðsetningu mætti t.d. takmarka með lögum, enda er verið að veðsetja eitthvað sem ekki er rauneign og syndir veðið enn um í hafinu sem sameign.  Það mætti hugsanlega leyfa veð til íslenskra banka vegna skipakaupa eða uppbyggingar í greininni og banna annað brask.

Útgerðirnar eiga ekki kvótanna. Hann er veiðiheimild og ekki áþreifanleg eign.  Fyrst þegar hann er kominn í lestar er hann eign útgerðarfélagsins. 

Þessa uppstokkun þarf að gera og sé ég ekki nokkra ástæðu aðra en græðgi og frekju útgerðarinnar. Naglfastari skilgreiningu á þessum atriðum þarf að tryggja í lögum og koma í veg fyrir að óveiddur fiskur geti verið færður til bókar.  Kvóti getur hinsvear verið ávísun á lánshæfi án hlutbundinnar skuldbindingar.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 00:37

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

...ég ekki nokkra ástæðu aðra en græðgi og frekju útgerðarinnar að sporna gegn þessu. 

...átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 00:39

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Valdís.  Ég sagði ekki að enginn hafi séð þetta. Ég hinsvegar efast um að menn hafi skilið þetta í samhengi, enda var þetta ekki nefnt af einum frambjóðenda í undanfaranum.

Má vera að einhver hafi síðar imprað á þessu á Fésbókinni og það er vel að þú skulir hafa áttað þig. Ég held að þú hafir verið ein um það. Allavega hygg ég að ESB sinnar í þessum hópi hafi hugsanlega skautað hjá þessu vísvitandi þótt þeir hafi vitað betur.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 00:43

31 identicon

Hvet ykkur eindregið til að lesa eftirfarandi grein en hún var skrifuð þann 15.1 2011 af Addý Steinarsdóttur og heitir:

Í upphafi skildi endinn skoða – Stjórnarskrá Íslands og innganga í ESB – Fyrri hluti.

Sjá: http://www.svipan.is/?p=20845

Cilla (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 01:38

32 identicon

Held að það sé hárrétt hjá þér Jón Steinar, að skautað hafi verið visvítandi fram hjá þessu!

Margir sögðu mig ruglaða með samsæriskenningu sem ætti enga stoð í raunveruleikanum.

Ítreka þakkir mínar og vek athygli á þessu á fésbókinni minni.

Takk Cilla - uppkastið af þessu var vistað í byrjun desember, nokkrum dögum eftir kosningu til stjórnlagaþings.

Valdís (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 01:58

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þakka þér tengilinn Cilla og hvet alla til að lesa hann og þá alvöru málsins sem í honum felst.

Það er augljóst að eini tilgangur Stjórnlagaþings var þessi 7. liður. Það kemur skýrt og greinilega fram í tilvitnun í þessari grein.

Þótt landráðaásakanir séu orðin þreytt tugga í augum margra, þá er hér samt komin dagljós staðfesting á því að það er tilfellið.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 02:24

34 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo er þarna í skýrslunni líka haldið fram að land hafi verið numið árið 870. Er þetta líka opinber sannleikur....?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2011 kl. 08:05

35 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hafði núna áðan (kl. 9 að íslenskum tíma) samband við Directorate-General for External Policies of the Union - Policy Depterment,sem talaði alveg eins og Hercule Poirot. Hann staðfesti að skýrsla þessi hefði verið skrifuð og hefði verið dreift innan Evrópuþingsins og til aðila sem tengjast aðildaviðræðum Íslands við EU. Hann vissi ekki hver, eða hvernig henni, hefði verið lekið, en tók fram að hún væri eingöngu á ábyrgð skýrsluhöfundanna. Hann vildi fá nafn mitt, og heyrði þá, að hann þekkti nafnið þegar, þar sem ég skrifaði aðalhöfundinum, Stefan Schulz, fyrr í morgun meðan þið sváfuð. Kvöddumst við svo á frönsku.

Ég held að Jóhanna sé enn að lesa þessa skýrslu, því það eru nokkur erfið útlensk orð í henni. Össur, hins vegar, hefur sett hana undir sessuna á ráðherrastólnum. Og ætli hann hafi ekki líka æst sig dulítið við EU út af henni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2011 kl. 09:19

36 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér er svo svar Schulz:Dear Dr. Viljalmsson, many thanks for alerting us to the public availability of what is an internal, though not confidential document, intended for the information of our Members prior to the upcoming JPC. As stated on the cover page, it does not constitute the European Parliament's official position on any of the subject matter. As far as I could ascertain, the text of the pdf file does not appear to have been tampered with. Although unaware of any controversial content, I would welcome your feedback on the document and on the reactions it seems to have elicited in the Icelandic press. Yours sincerely, - Stefan Schulz - Stefan H. SCHULZ Policy Department DG External Policies European Parliament Tel. 02 / 284.26.40

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.4.2011 kl. 09:42

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má vel vera að niðurstaða og ályktanir skýrsluhöfunda séu á ábyrgð þeirra en ekki það sem þeir vísa í máli sínu til stuðnings. Það er bein vísun í agendað sjálft og samþykktir, sem öllum eru kunnar en reynt er að selja okkur að við fáum einhvern afslátt á.  Fullveldið er það sem um ræðir, ekki bara hvað varðar fiskveiðar.

Það er merkilegt að þetta sé confidential í öllu gagnsæinu, sem tíundað er í skýrslunni sjálfri.  Hvað er það sem er svo eldfimt?

Þakka þér kærlega Villi fyrir röggsemina.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 10:36

38 Smámynd: Elle_

Ég hef annars lengi verið sammála um að Íslenska ríkið ætti að hafa fullt vald á kvótanum, bæði svo eitthvað af arðinum lendi í samneyslunni en sé ekki notaður í gambli um tuskubúðir eða á sparibókum útvaldra fjölskyldna.  Það hefur að auki aukið hættuna á að þetta lendi í erlendum höndum svo arðurinn yrði einfaldlega fluttur úr landi eins og í þriðjaheimsríkjum.

Ég sé nú að þetta eru ekki forsendur samfylkingarinnar í raun, heldur það að framselja þetta fjöregg til ESB, sem rýrir enn möguleika á að arður af nokkrum sporði sitji eftir hér, nema að sáralitlu leyti auk þess sem stjórn fiskveiða verður í höndum spilltra bjúrókrata í Brussel.

Þá vil ég heldur bíða með þær umbætur og breyta lögum þannig að veðsetning kvóta verði háð eftirliti og ströngum lögum eða jafnvel böönnuð alfarið svona beint og virkaði þá sem mælikvarði á lánshæfi í stað veðs.

Ég er annars hissa á að þetta skuli ekki vera stórmál í fréttum nú og til háværrar umræðu á þinginu, þar sem sett verður fram kyrfilega rökstutt frumvarp um að draga þessa umsókn til baka.

All starf ríkistjórnarinnar, málefni og fórnir hafa snúist um þessa umsókn leynt en ekki svo ljóst. Allt segi ég. Kvótamálin, Stjórnlagaþingið og aðrar reglugerða og lagabreytingar (aðlögun) sem settar hafa verið fram. (nú síðast fækkun lögregluumdæma og sýslumannsembætta, kjördæma etc)

Allt það afl við þurftum til að koma hjólunum af stað og í skjaldborgina hefur farið í þetta Júróbjúrócartíska helvíti til að sjanghæja þjóðina inn í ESB, gegn vilja hennar.

Stjórnin verður að fara nú og mér finnst hér jafnvel komið tilefni til ákæra um landráð samkvæmt lagabókstaf þar um.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 23:46

Vildi bara endurtaka þetta innlegg sem er efni í Morgunblaðsgrein. 

THE JOHANNA-EU-FORCE er stórhættulegur stjórnmálaflokkur með hættulega stjórnmálamenn.  Já, ALLT afl núverandi ríkisstjórnar hefur farið í EU-helvítið.  Og skattpeningar okkar í ofanálag.  

Veit að Valdimar Samúelsson kærði ofbeldisumsóknina strax 16. júlí, 09 og ekkert hefur víst gerst.  Og svo bættu þau hættulegum kúgunarsamningi ofan á allt hitt og ætluðu að færa lögsögu okkar til Englands.  Já, til ÓVINARINS sem heimtaði það og hafði næsta víst plön um að nota það og ná okkur á sitt vald.

Getur Jóhönnu-og-Össurararhópurinn ekki flutt til Evrópuríkisins og leyft okkur hinum að vera í friði í okkar landi?  Halda þau sig vera guði eða hvað?  Þau svífast nákvæmlega einskis þegar kemur að hvað þau langar og skirrast ekki við að blekkja, ljúga og svíkja. 

Elle_, 15.4.2011 kl. 12:20

39 identicon

Við verðum að fá að kjósa um þetta rugl svo við þurfum ekki að hlusta á ESB jarmið í Skattfylkingunni í öllum kosningum.

Skjöldur (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 12:24

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skjöldur, það þarf ekki að kjósa. Niðurstaðan er löngu ljós. Peningarnir færu betur í eitthvað þarflegra. T.d. að dekka kostnað við gistingu þessara föðurlandssvikara á Kvíjabryggju....segi ég allavega.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 14:04

41 Smámynd: Elle_

A-ha, e-hem, ja-há.

Elle_, 15.4.2011 kl. 15:39

42 identicon

Enn góða fólk eftir að hafa lesið þetta allt sem eg er  sjalf buin að telja mig vita alltof lengi og reynt að tala um það við fólk og fengið til baka að eg væri neikvæð og illa hugasandi ,hemm , Væri þá ekki hægt að fara færa þetta fram i dagsljósið " Alveg " og vita hvert landslagið i pólitikinni gæti þá ekki breyst snögglega  okkur i hag    og kosningar yrðu boðaðar fljótlega ? eða forseti setji utanþingsstjórn um tima ?

Ransý (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 22:35

43 identicon

Er þessi þráður ekki ágætis dagsljós?

Sýnist hann vera alveg þræl-þéttur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 23:28

44 Smámynd: Elle_

Nú er nóg komið af þessum stórhættulegu stjórnarflokkum.  Ætla engin yfirvöld að stoppa þetta fólk? 

Elle_, 16.4.2011 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband