Yfirgangur og dómgreindarleysi

Í þingflokki Samfylkingar fer saman ótamin frekja og botnlaust dómgreindarleysi. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde skipaði Samfylkingin Sjálfstæðisflokknum að halda landsfund um Evrópumál. Eftir kosningar 2009 hótaði Samfylkingin að landið yrði stjórnlaust nema Vinstri grænir samþykktu að fara með aðildarumsókn til Brussel.

Samfylkingin lærir ekki af reynslunni og ætlar ekki að temja sér meiri háttvísi. Fúkyrðaflaumur stendur upp úr þingflokksformanninum þegar rökréttar afleiðingar frekjunnar koma fram með því að það kvarnast af stuðningsliði stjórnarinnar.

Stjórnin er komin að bjargbrúninni og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brátt með vel völdum orðum einhverjum að hoppa. 

 


mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þótti beinlínis átakanlegt að fylgjast með þessari umræðu í gær.

Ætli botninum sé náð í íslenskri pólitík?

Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gegnu margir hverjir alveg fram af mér og misbuðu skynsemi minni.

Verst var þó Jóhanna Sigurðardóttir.

Ofsi hennar og heift færðu mér sönnur um að hún er ekki með sjálfri sér.

Karl (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 10:13

2 identicon

Samfylkingunni hefur tekist það ómögulega. Hún er orðin ýkt útgáfa af Vottum Jehóva.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 10:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún ætti að skammast sín þessi kona.  Fénaður Samfylkingarinnar mætti mín vegna hverfa af þingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 10:14

4 identicon

http://www.utanthingsstjorn.is/

ar (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 10:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt ar, þetta er lausnin svona til að byrja með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 10:24

6 identicon

Það er erfitt að taka íslensk stjórnmál alvarlega meðan Jóhanna Sigurðardóttir er í forsæti. Hitt er annað að alvara málsins verður meiri eftir því sem hún situr lengur á líminu.

Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 10:39

7 identicon

Samfylkingar konurnar  Jóhanna Sig .  Þórunn Sveinvbjarnar og Ólina Þorvardar .er eitthvað sem Islensk Stjórnvöld ættu að koma út fyrir dyr Alþingis her og nú  ...það myndi straks letta á öllum  ÞVILIK ÓKURTEYSI við allt og alla og mannfyrilitning sem þessar konur alla sina mönnum og málenfum er umhugsunarvert ! Og eg byð ekki i það ef þetta kallast kynjajafnretti  eða Kynja eitthvað .???. þær eru þá dæmigerður ósómi sins kyns og þverbrjóta allt sem heitir mannasiðir ,lög og rettur og ganga á undan með frekju og foraðshátt á alla kanta !!   .....UTANÞINGSSTJÓRN NÚNA ;og burtu með þetta veika .siðspillta og frekju  gamalla kvenna lið SAMFYLKINGARINNAR !!!!!!!!!!!!!!        og hinir i samfó mega svo fylgja á eftir !         

Ransý (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 11:47

8 identicon

Ásmundur ber höfuð og herðar yfir stjórnarhópinn í dag. Vaxandi ungur maður, og ég tek ofan fyrir honum fyrir þennan kjark. Allt í rétta átt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 12:22

9 identicon

"Í þingflokki Samfylkingar fer saman ótamin frekja og botnlaust dómgreindarleysi."

Ertu að segja mér að Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og VG séu ekki líka stútfull af þessu líka. Hræsnin í botni hér á þessum bloggum. Þetta er allt sama fjandans eitrið, ekki reyna segja mér að þitt eitur sem þú styður sé eitthvað betra...

CrazyGuy (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 13:53

10 identicon

E I T R I Ð !

Sem hefur sundrað þessari þjóð og alið á sundurlyndisfjandanaum er ESB umsóknin númer 1, 2 og 3.

Algerlega taktlaus og ótímabær aðildarumsóknin að ESB hefur ekki aðeins splundrað þessari þjóð heldur einnig gert þessa ríkisstjórn nánast óhæfa til allra verka !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:28

11 Smámynd: Elle_

Já, yfirgangur JOHANNA-EU-GROUP er eins og einvalda.  Í öllu.  Jóhanna, Ólína, Þórunn, guð forði okkur.  Sú síðastnefnda bannaði nokkrum okkar að skrifa alþingismönnum efir að hópur skrifaði öllum alþingismönnum vegna ICESAVE kúgunarsamningsins. 

Elle_, 14.4.2011 kl. 19:00

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sumir þinmenn og konur skynja sennilega ekki endalok ferils síns, nema með því að hoppa upp í eigið rassgat.

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2011 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband