Auglýsingar til að kaupa já-atkvæði

Þeir sem vilja að Íslendingar samþykki Icesave-samninginn í þjóðaratkvæði eftir viku eru nánast hættir umræðunni og reiða sig þess meir á auglýsingar til að telja almenningi trú um að hyggilegast sé að segja já 9. apríl. Líklega er það rétt mat hjá já-sinnum að umræðan var töpuð eftir ælu-rök Tryggva Þórs Herbertssonar.

Skilaboð auglýsinganna eru af tvennum toga. Hræðsluáróður, samanber hákarlaauglýsinguna, annars vegar og hins vegar höfðingjaþjónkun þar sem almenningi er sagt að þessi eða hinn merkismaðurinn segi já hljóti það að vera til fyrirmyndar.

Hængurinn er sá að fyrirsæturnar í höfðingjaauglýsingunum koma einkum úr þeim tveim starfsstéttum sem eru í hvað minnstum metum - stjórnmálamenn og fyrirtækjafólk.

Hræðsla og höfðingjaþjónkun eru ekki góðar ástæður til að segja já. 

Þjóðin segir nei 9. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ojæja, svokallaður ,,nei" hópur verður nú í vanræðum með að lyfta umræðunni á æðra plan með rangfærlum og dassi af bulli ásamt auglýsingum ef því er að skipta. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,svokallaður ,,nei" hópur verður nú ekki í vandræðum með" o.s.frv. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2011 kl. 08:59

3 identicon

Ráðherralistinn nægir mér.

Segi þessir menn já veit ég að nei er rétta niðurstaðan.

Karl (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:05

4 identicon

Aðferðirnar þekkir Heimssýnarprédikarinn. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:48

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þegar ég las að fjöldi fyrverandi ráðherra vilji samþykkja landráðapakkann þá varð ég enn staðfastari á að ég skal mæta til að setja X- við "NEI ICESAVE"...

Alltaf þegar ég hugsa til ráðherraskrýlsins fyr og nú þá veit ég að það að vera kosinn á þing og verða ráðherra felur í sér að vera atvinnuloddari...

Allavega ef maður miðar við lista þessara "Já" ráðherra fyrverandi...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 2.4.2011 kl. 10:07

6 identicon

Ég sé að Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður FME hefur að vel ígrunduðu máli ákveðið að segja já. Hverja draga þeir næst upp á dekk? Björgólf Thor?

http://www.ruv.is/skyrslan/bindi/6/bls/56

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 10:29

7 identicon

Það er bara voða lítið af fólki með ærlega samvisku sem stendur fyrir já í þessu Icesave sukki á kostnað almúgans....

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 10:33

8 identicon

Þarna er þá þjóðin loksins saman fundin í þessum hópi tuttugu fyrrum ráðherra. Og traust á stjórnmálamönnum mælist á sama tíma í örfáum prósentum!

Það eru tvær þjóðir í þessu landi þrátt fyrir að ártalið sé ekki 1500. Elítan og óþjóðin sem á að borga fyrir elítuna með vinnusemi og afurðum á meðan yfirstéttin stjórnar og ferðast.

Hvenær ætlar Alþýðuflokkurinn að gangast við ábyrgð sinni á því að taka hér upp óheftan alþjóðlegan hamfarakapítalisma með eftirlitslausu flæði fjármálagerninga sem endaði í algjöru hruni? Það er ekki nóg að benda á samverkaflokkinn.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 11:07

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei verður það að sjálfsögðu, því ef ekki þá missum við allt unga fólkið sem hefur engu að tapa með því að fara. 

Við missum líka læknana sem láta ekki bjóða sér að vinna fyrir svo vitlaust fólk sem skrifar upp á óútfylltan víxil. 

Við missum líka fyrirtæki sem láta ekki bjóða sér endalausan niðurskurð og skatta hækkanir. 

Þannig að við verðum ekki mörg sem komum til með að reyna að greiða fyrir dragtinna hennar Jóhönnu. 

     

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2011 kl. 11:07

10 identicon

Hrólfur segir satt. Já-sinnar virðast aldrei taka það með í reikninginn þegar þeir þykjast reikna út hvað að segja nei mun kosta mikið. Fólksflótti unga fólksins er staðreynd og þar sem ég telst nú hluti unga fólksins og hef heyrt á flestum að aðrir munu ekki láta bjóða sér þetta. Sérstaklega ekki þeir sem eru í námi erlendis, hvað er það sem togar í þau til íslands aftur? Ég er t.d. úti í námi núna og ef icesave lendir á íslenskum skattborgurum þá ætla ég bara að halda mér hérna í Kína

Sigurður (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 12:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður nei hér líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2011 kl. 14:31

12 identicon

Þetta er lélegasta auglýsingaherferð Íslandssögunnar.

Hver stendur fyrir þessum ósköpum?

Að láta sér detta í hug að brita þessa auglýsingu með gömlum, útbrunnum ráðherrum er alveg ótrúlegt!

Rósa (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 15:24

13 identicon

tja þessi auglýsing kom í opna skjöldu. sérstaklega þegar fyrrum ráðherrar sjálfstæðisflokksins á þessum lista eru skoðaðir. en þegar litið er á liðið sem fer fyrir nei og já sinnum kemur í ljós að megnið af þungaviktarráðherrum nýlegrar íslandssögu segir já en á móti standa ,menn eins og reimar, jón valur, loftur altice, hallur halls...og já þú.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 15:34

14 identicon

Næsta auglýsingin JÁ - Áfram snillinganna hlýtur að skarta þeim Jóni Ásgeiri og Jóhannesi, Björgólfs feðgum, öllum bankastjórum hrunbankanna eins og Sigurði Einarssyni, Sigurjóni Árnasyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Lárusi Welding, Hannesi Smárasyni, Bakkabræðrum, Pálma Haralds, Tenginz bræðrum, Ólafi Ólafssyni og vini hans arabíska furstanum, os.frv.

Og auðvitað fyrrum viðskiptaráðherrann og seðlabankstjóri Samfylkingarinnar, stjórnarformaður fjármálaeftirlits hrunsins og sérstakur talsmaður og fyrirsæta sölu og auglýsingaefnis Icesave, sjálfur Jón Sigurðsson, sem svo "réttilega" benti á í Kastljósi stuttu eftir hrun að það væri aðeins eins og óveður sem eðlilegast væri að gleyma og ekki mætti fara í hausaveiðar eftir það.  Ekki nema eðlilegt að hann fái líka að vera með auðrónunum og hrunmafíunni í auglýsingu þó svo að hann hafi verið með í dag.  Og auðvitað "snillingur" Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, hrun bankamála og viðskiptaráðherra, sem hlýtur að hafa gleymst í þeirri sem birtist í dag.

Sammála einum hér að ofan að ef þessir "snillingar" og "landsliðið" úr röðum fyrri ráðherra þjóðarinnar segja að JÁ er málið, þá er það trygging þess að ákvörðunin um að segja NEI að vera sú eina rétta.

En vonandi eiga Áfram JÁ liðið ennþá digra sjóði til auglýsingagerðar og birtinga, því það er vonlaust að toppa það sem þessir aðilar eru að gera við að tryggja NEI - brautargengi 9. apríl.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 16:20

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eftir að þessir ellismelliraftar tvö- til þrefaldra eftirlauna á framfæri þjóðarinnar voru sjódregnir í auglýsingum dagsins, þá vantar ekkert annað en snillingana sem Guðmundur 2 taldi upp í 1. málsgrein.

Hlakka til að sjá hverjir myndskreyta "Áfram" auglýsingar mánudagsins?

Kolbrún Hilmars, 2.4.2011 kl. 16:37

16 identicon

 Mig er farið að gruna að þessi kosning sé einungis sjónarspil.

Það er búið að breyta kosningalögum á þann hátt að yfirkjörstjórn fær að telja öll atkvæði í landinu, yfirkjörstjórn sér um alt eftirlit, yfirkjörstjórn er falið að, og hefur þegar skipað eftirlismenn,með sjáfri sér vætanlega, og ef að kosningar verða kærðar þá á yfirkjörsjórn að úrskurða hvort allt hafi verið í lagi.

Svona reglur setja menn bara í einum tilgangi, það verður að tryggja að "réttar" niðurstöður fáist úr þjóðaratkvæðagreiðslum framvegis. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband