Össur biður um frest á frest ofan í Brussel

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og stjórnarliðar hans í utanríkisráðuneytinu biðja ítrekað um frestun á aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins. Össur seldi ESB-umsóknina hér heima á þeim forsendum að reglur ESB um aðlögun umsóknarríkja samhliða samningaviðræðum myndu ekki gilda um Ísland. Eftir því sem líður á aðlögunarferlið verður erfiðara að kaupa meiri tíma hjá framkvæmdastjórninni.

Vaxandi efasemdir eru í Brussel og meðal stórþjóða Evrópusambandsins um að Ísland sé á leiðinni inn sambandið. Sendinefndir eru gerðar út frá París og Berlín til að kanna stöðu ríkisstjórnarinnar í Reykjavík.

Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð aðlagar sig jafnt og þétt í aðildarferlinu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB er aðlögunarverkið sem umsóknarþjóð eins og Ísland stendur frammi fyrir.

Aðildarsinnar reyna að telja þjóðinni trú um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland er aðili að hafi þau áhrif að við séum jafnt og þétt í aðlögunarferli. Það er rangt.

Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.

Aðildarsinnar tala jafnan um áhrif Íslands í Evrópusambandinu ef til inngöngu kæmi. Ísland myndi fá þrjú atkvæði af 354 í ráðherraráðinu, eða 0,8 prósent vægi. Ísland fengi fimm þingmenn af 785 á Evrópuþinginu, eða 0,6 prósent áhrif.

Eftir því sem staðreyndir um Evrópusambandið verða betur kunnar aukast efasemdir hjá almenningi um að það sé sniðug hugmynd að þvæla Íslandi í sambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Páll. Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um að við ættum að koma okkur í Evrópusamabandið, fá okkur evru og lága vexti lægra matarverð ásamt trúlega mörgu öðru góðu sem kemur frá Evrópu :)

 Ég ætla samt að bíða með að taka endanlega ákvörðun þangað til við höfum samning í höndunum og sjá hvað hann hefur upp á að bjóða. Þangað til er ég bara rólegur...

Þá taka allir Íslendingar sameiginlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki satt...

Guðbjartur (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 13:50

2 identicon

það er sjaldnar og sjaldnar sem þér tekst að koma frá þér texta án þess að brengla verulega einfaldar staðreyndir. hér er eitt af ítrekaða bullinu:

Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.

hvað höfum við að gera við regluverk um vínrækt, kolavinnslu, mengunarlöggjöf vegna fljóta eða vatnakerfa sem liggja yfir landamæri o.sv.fr o.sv.fr.?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 14:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg stórmerkilegt að Össur og ESBsinnar skuli aldrei geta sagt satt orð um aðlögunina.

Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2011 kl. 14:41

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Friðrik, ég var að svara rökum aðildarsinna sem iðulega hafa á orði að við séum í aðlögunarferli með því að eiga aðild að EES-samningnum. Svo er ekki þar sem innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES.

Ég næ ekki hvernig þetta er brenglun af minni hálfu.

Páll Vilhjálmsson, 30.3.2011 kl. 16:13

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

@Friðrik Indriðason. Hvort sem við þurfum regluverk um vínrækt, kolavinnslu og fleiri atriði, þá þurfum við engu að síður að taka síkt regluverk upp, ef aðildarsamningur verður gerður.

@Guðbjartur.  Þegar talað er um að þjóðin fái að taka ákvörðun um ESBaðild, þá er vísað í ráðgefandi þjóðaratkvæði, áður en Alþingi tekur málið til efnislegrar meðferðar.  Séu greinar 47 og 48 í núglildandi stjórnarskrá lesnar, verður ljóst að Alþingi ber samkvæmt stjórnarskrá, að hafa niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðis um mál, áður en þau koma til meðferðar þingsins, að engu.  Þessar tvær greinar vega það þungt að ég efast um að þeim verði breytt, nógu mikið svo ráðgefandi þjóðaratkvæði, verði rétthærra sannfæringu þingmanna.  En hér koma stjórnarskrárgreinarnar tvær, sem ég vitna í:

47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.3.2011 kl. 16:18

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Páll þetta eru góðar og þarfar staðreyndir sem þú kemur með og hafðu þökk fyrir þær.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.3.2011 kl. 16:57

7 identicon

þið eruð ekki að ná þessu strákar. hingað til hefur dugað í tvíhliðasamningum efta-ríkjanna við esb, kallað ees, að taka upp þau ákvæði sem á við um allar þjóðirnar. ég á við hluti eins og mannréttindi, afnám tolla, frjáls viðskipti, frjálsa flutninga á fjármagni (að vísu on hold núna). það að þurfa að gangast formlega undir allt hitt dótið er eingöngu formsatriði og skiptir engu máli. ég skora á ykkur að nefna mér dæmi um hvernig t.d. allur reglugerðarbálkur esb um kolavinnslu muni koma okkur við í framtíðinni, eða þykki búnkinn um ólífurækt.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 18:16

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Strákar mínir (og Ingibjörg), það skiptir ekki aðalmáli hvað við erum búin, eða ekki búin að taka upp mörg prósent af regluverki ESB í gegnum EES.  Það sem máli skiptir er að enn ráðum við okkur sjálf og höfum yfirráð yfir auðlindunum okkar.  Það munum við ekki hafa eftir inngöngu í ESB

Sigríður Jósefsdóttir, 30.3.2011 kl. 19:35

9 Smámynd: Steinarr Kr.

Góður pistill.  Hef aldrei skilið þá sem halda að Evran komi um leið og við gengjum í ESB, einnig að vextir lækki sjálfkrafa við það.  Hvernig lækkar matarverð ef flutningskostnaðurinn helst óbreyttur?  Það er ekkert sem bannar okkur að taka upp góða siði Evrópubúa, án þess að þurfa að ganga í ESB.

Steinarr Kr. , 30.3.2011 kl. 19:52

10 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Matarverð lækkar nú ekki í bráðina, allavega ekki ef AGS nær sínu fram um að hækka VSK á matvöru úr 7% í 25,5%

Sigríður Jósefsdóttir, 30.3.2011 kl. 20:32

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þótt þú ofteljir þingmennina á Evrópuþinginu og sést ekki hárnákvæmur í hlutfallstölunum sem þú nefnir, Páll, er hvass broddur í máli þínu. Við ættum frekar að gefa gaum að myndun "Nomenklatúrurunnar", sem er að eiga sér stað innan evrópska sambandsríkisins - yfirstétt pólitíkusa og embættismanna,sem ferðast á milli landanna, sem ennþá eru sjálfstæð og fullvalda að nafninu til, en tala niður til smáríkjanna, sem enn standa utan við Evrópusamrunann. Ísland er auðvitað efst á listanum í því sambandi, í þeirri von að bresti Ísland,muni Noregur bresta líka.

Við erum nýbúin að fá einn slíkan frá Svíþjóð, sem talar til okkar eins og við værum börn. Ekkert lát mun verða á svona heimsóknum næstu misserin, nema að við afþökkum.

Gústaf Níelsson, 30.3.2011 kl. 23:34

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ef við gengjum í ESB fengjum við 6 þingmenn af 750 eins reglurnar verða þá.

En það breytir engu um aðalatriðin.

Við hefðum þar nákvæmlega alls engin völd

og áhrif okkar yrðu við frostmarkið.

Viggó Jörgensson, 31.3.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband