Grái fiðringurinn og ESB-aðild

Í nýjustu skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu kemur fram að að þeir yngstu og elstu eru hvað andvígastir aðild en þeir sem eru á aldri gráa fiðringsins, í kringum fimmtugt, eru líklegri en aðrir aldurshópar að vera hlynntir aðild.

Í aldurshópnum 16-24 ára segjast 60 prósent á móti aðild Íslands að ESB. Þeir sem eru 65 ára og eldri segjast í 57 prósent tilvika vera mótfallnir aðild. Samsvarandi hlutfallstala fyrir aldurshópinn 45 - 54 ára er 46 prósent.

Hópurinn sem er hvað hlynntastur aðild Íslands er á aldursbilinu 45 - 64 ára, en 38 prósent svarenda á þessum aldri eru hlynntir. Þetta er sami aldurshópurinn og ber mestu ábyrgðina á hruninu. Úr þessum aldurshópi koma hrunverjar og meðhlauparar þeirra.

Á aldri gráa fiðringsins hlaupa menn úr einum öfgum í aðra.

Hér er könnunin í heild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þeim skal launa lambið gráa,      fyrri partur.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2011 kl. 12:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  og lækka í þeim rostann,   átti að vera nr.2 ,,,er ekki allt í lagi að flippa smá.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2011 kl. 12:51

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einnig er stuðningurinn við aðild meiri eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri og búseta er nær höfuðborginni.  Þetta hefur verið gegnumgangandi "trend" undanfarin ár.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband