Fullveldi Írlands er minna en Íslands

Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Fullveldi Írlands er stórlega skert enda er ríkisstjórnin í Dyflinni bundin í báða skó, bæði vegna beinna tilskipana og laga Evrópusambandsins en ekki síður vegna óbeinna valda sem Brussel hefur yfir aðildarríkjum sínum.

Ríkisstjórn Írlands þorði ekki að láta bankana sína falla þótt þeir væru gjaldþrota. Óttinn við viðbrögð frá Brussel þvingaði Íra til að lýsa yfir allsherjarábyrgð ríkisins á skuldum írsku bankanna.

Íslendingar voru ekki undir forræði Brusselvaldsins og gátu því látið málefni bankanna fá sína rökréttu niðurstöðu, sem var gjaldþrot.

Aðildin að Evrópusambandinu forðaði Írum ekki frá fjármálakreppu. Og þegar kreppan skall á reyndist aðildin að Evrópusambandinu takmarka fullveldi Íra til að greiða úr kreppunni í samræmi við hagsmuni írsku þjóðarinnar. Írsk stjórnvöld voru knúin til þess að hugsa meira um hag franskra og þýskra banka en almennings á Írlandi.

Fullveldi er fjársjóður og voðinn er vís ef það glatast.


mbl.is Erfiðara fyrir Íra en Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má líklega þakka kreppunni að þessi einfalda staðreynd hefur aldrei verið augljósari. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 10:12

2 identicon

Hagsmunir stjórnvalda og hagsmunir almennings fara ekki alltaf saman. Hagsmunir Íslensku þjóðarinnar og hagsmunir Íslenskra ráðamanna eru ekki þeir sömu í að greiða úr kreppunni. 

Írsk stjórnvöld eiga við vanda að glíma vegna þess að þau geta ekki fellt gengið og þar með lækkað laun og hækkað lán. Íslensk stjórnvöld með krónuna geta velt vandanum yfir á almenning og þurfa lítið að gera sjálf.

Þegar hér koma upp efnahagsleg vandamál eru laun lækkuð og lán hækkuð.  Það hefur gegnum árin verið Íslenska lausnin á öllum vandamálum. Á Íslandi er Íslenska krónan besti vinur stjórnvalda en á Írlandi er Evran besti vinur almennings. Kaupmáttur Írsks almennings hefur lítið breyst og Írskar fjölskyldur eru ekki að missa húsin sín. En á Íslandi hefur kjaraskerðingin orðið meiri en á flestum öðrum stöðum. Kjör og kaupmáttur Íslensks almennings lækkaði mest allra OECD ríkja. Þökk sé krónunni.

Almenningur á Írlandi, Spáni, Grikklandi og í Portgal hefur ekki orðið fyrir þeim skerðingum sem almenningur á Íslandi hefur þurft að taka á sig vegna gjaldmiðilsins. Og sennilega verðum við föst í sama farinu með sömu vandamálin þegar kreppan verður minningin ein hjá þeim.

Þessi ómynd, sem sumir kalla fullveldi og vilja halda í með öllum ráðum, er eitt besta kúgunartæki Íslenskra stjórnvalda. Einangrunarstefna í Albaníustíl knúin áfram af fáfræði og útlendingahræðslu væri réttnefni á Íslensku útgáfunni af fullveldi.

sigkja (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 11:18

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigkja

Þú virðist ekki hafa áttað þig á kaldhæðninni sem í þetta var sett, ég veit alveg hvernig þetta virkar. Hér hefur gengisfellingin komið inn og hjálpað heimilum með því að fjölga störfum og auka útflutning, hinsvegar eins og ég hef nemt hér að ofan og tönglast á síðastliðið eitt og hált ár þá erum við með gagnslausa ríkisstjórn. Ef við hefðum þessa ríkisstjórn og Evru þá værum við í virkilega djúpum ... en það gleymist of oft að allt sem við höfum er krónunni að þakka, og þá er ég að tala um matinn sem við borðum, vinnuna sem við stundum og þakið yfir höfðinu okkar því án vinnu, hvar værum við þá?(hér væri atvinnuleysið 5-6 sinnum meira en á Írlandi, hvað er kaupmáttur á atvinnu?)

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.3.2011 kl. 12:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ísland hefði ábyrgist bankana ef einhver hefði vilja lána okkur..... þessi "íslenska leið" varð fyrir slysni.. vegna þess að enginn vildi lána okkur.

Ekki vegna þess að ráðamenn hérna voru svo flínkir.

Kemur ESB ekkert við.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2011 kl. 17:49

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarni&co, við vitum það báðir að ESB hefði þvingað okkur til að ábyrgjast þessar skuldir á enn verri skilirðum en voru í boði þá

Þar fyrir utan er ekki spurning um lán heldur að  ábyrgjast skuldir einkafyrirtækis í bretlandi sem var í eigu Íslendings en bretar tíma ekki sjálfir að borga eftir að samskonar bankar hrundu frá USA, þýskalandi og fleirum

Þetta er 50/50 heppni og hæfileikar

Nei(ekki enn þá, við erum ekki enn komin þar inn), en það hefði verið það ef við hefðum veriðí ESB.......... vá þá hefðum við aldeilis setið í súpunni, eins og Írar nema bara 2000 sinnum dýpri

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.3.2011 kl. 19:25

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er möguleiki að ESB hefði þríst og okkur Íslendinga að taka við einhverjum lánapakka í okt 2008.

Það hefði verið glapræði.

Að einkavæða gróðann og þjóðnýta er ekki kapitalisti.. heldur eitthvað allt annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband