ESB-rödd þagnar

Samtök iðnaðarins voru bestu bandamenn Samfylkingarinnar í áróðri fyrir aðild að Evrópusambandinu að frátöldum héraðsskólanum í Norðurárdal. Samtök iðnaðarins greiddu áróðursgemsum Samfylkingar laun, fjármögnuðu samtök aðildarsinna, kostuðu skoðanakannanir og stóðu að fundum og útgáfum sem allt hafði að markmiði að útmála sæluríkið með höfuðbólið Brussel.

Nú er Snorrabúð stekkur. Iðnþing er haldið án lúðrablásturs fyrir aðild og í setningarræðu hvetur nýendurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Íslendinga til að einangrast ekki frá Bandaríkjunum.

Helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins eru ýmist hörð á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða láta sér umræðuna í léttu rúmi liggja. Á sama tíma eyðir samfylkingarvængur ríkisstjórnarinnar milljörðum króna í umsókn sem verður aldrei meira en sendibréf Össurar Skarphéðinssonar utanríkiráðherra til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Er ekki kominn tími til að stjórnarráðið tengi við veruleikann?


mbl.is Langtímahugsun í stað fortíðarhyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill og til hamingju með nýja Staksteina djobbið! Er ekki bara fínt að geta létt aðeins undir með karlinum í áróðursstríðinu?

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Seint verður þú kallaður þar til hjálpar, Björn minn, nema í mesta lagi til að birta eitthvað af þínum öfugmælaskáldskap um Icesave, ESB, Steingrím og Jóhönnu.

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 15:04

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Jón Valur, þú ert miklu líklegri, en samt aldrei notaður. Af hverju er það?

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 15:24

4 identicon

Heill og sæll Páll; sem og Jón Valur - og aðrir gestir, utan Ísfirzka upp skafningsins !

Bið ykkur lengstra orða; Páll - Jón Valur, og aðrir grandvarir og land- sem þjóðhollir, að taka ekki mikið mark, á útúrsnúninga flóninu,, og hlaupagikk Stjórnarráðs setanna, sunnan úr Grindavík.

Ódrengur; hvern,, ég hugði áður vera, mætan og æruverðugan, en annað kom á dag nokkurn, sem sannar hið fornkveðna - að; lengi skuli manninn reyna.

Með beztu kveðjum - öngvum; til Björns Birgissonar /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 15:35

5 identicon

Ótrúlega viðskotaillur þessi kverúlant og alfræðingur sem hann er þessi gamli fretkarl.....  Kann lítið annað en að fara í manninn þegar ESB og Icesave eru annarsvegar, og Páll er upphaf og endir allrar hans stjórnlausu gremju.  

Merkilegt að hann skuli ekki berjast að sömu hörku og áður að við borgum glæsisamning Svavars....  Jafn marktækur í ESB og Icesave 1.... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 15:38

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gaman að sjá allar helstu stríðshetjur MBL bloggsins á sömu síðu....;)

Óskar Arnórsson, 10.3.2011 kl. 16:01

7 identicon

Sælir; að nýju !

Nafni minn Arnórsson !

Ég taldi mig ekki; geta orða bundist, þá slæmst var, til Páls síðuhafa, eins okkar ötulasta Ármanns Íslands, gagnvart undirlægjum Evrópska nýlendu velda bandalgsins - innlendum; sem erlendum, fornvinur góður.

Að minnsta kosti; hugðist ég ekki bíða þess, að Páll yrði óvarinn, gegn Brusselskum hlaupa strákum, að nokkru, nafni minn góður.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 16:07

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Góður pistill og til hamingju með nýja Staksteina djobbið! Er ekki bara fínt að geta létt aðeins undir með karlinum í áróðursstríðinu?"

Örstutt og jákvætt innlegg og þá fara menn bara á öllum límingum!

Skelfing er kveikiþráðurinn stuttur!

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 16:12

9 identicon

Æi Björn vinur minn blíðlindi,eru menn að skamma þig greiið.

Númi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 16:52

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef þegar verið "notaður" í Staksteinum, Björn minn, en það er svo langt síðan, að þú varst kannski í bleyju á þeim tíma.

Nei, svo ungur ertu ekki, lagsi, en mig minnir það hafi verið árið 1972, m.a.s. birtur þar heill bragur eftir mig, um Breznév heitinn og íslenzka meðmælendur hans.

PS. Það er alveg sama hvað þú skrifar Páli, hann anzar þér ekki.

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 18:11

11 Smámynd: Björn Birgisson

"Það er alveg sama hvað þú skrifar Páli, hann anzar þér ekki."

Þvaður, Jón Valur. Páll hefur ansað mér, bæði hér og á minni síðu reyndar. Mér er slétt sama um hvort hann kýs að svara eða ekki. Hann ræður því alfarið sjálfur. Sýnist hann svara frekar fáum, enda upptekinn við að útbreiða sinn boðskap!

En til hamingju með "notkunina" 1972, þú lifir þá á fornri frægð!

Mér líkaði ágætlega við Staksteina Páls í Mogganum í dag og tengingu hans á okkar málum við vandamál granna okkar á Írlandi.

Sá er nú allur glæpurinn.

Kíktu nú á síðuna mína, rétt eins og þú ert vanur að gera reglulega.

Þú ert þar.

Björn Birgisson, 10.3.2011 kl. 18:38

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ég er alveg rosalega frægur af þessum 1972-brag mínum og lifi af þeirri frægð fram í andlátið. Annars má ég varla vera að því að anza þér hér, er að skreppa á síðuna þína, sem fer örugglega fram úr mínum björtustu vonum. Svo veiztu víst ábyggilega að í orðaskiptum við þig gildir það eitt að hafa það, er betur hljómar – hver heldurðu að fari að rökræða við þig í alvöru, gæzkur?

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 22:16

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er rosalega fegin að ég vinn alltaf þegar ég tala við Björn og Jón Val um eitthvað málefni. Mér líður ákaflega vel að alltaf hafa betur í orðræðum við þá.

Og það hressir verulega egóið mitt sem ég hef nostrað við að byggja upp öll þessi ár, að þeir skuli vera svona langt á eftir með sitt ego. Það er eitthvað mikið að hjá fólki sem er ekki með Egóið sitt á hreinu.

Eins og Jón Valur veit best, þá er sterkt og þróað Egó það eina sem maður fær að taka með sér til himna, og Björn er vel kunnugt um að ég get líka alveg pissað í lófanna áður enn ég tek til hendinni eins og hann sjálfur gerir alltaf...

Eruð þið ekki vinir Björn og Jón Valur? Er ég að skilja eitthvað svona skakkt einu sinni enn...

Hvað eru annars Staksteinar?

Óskar Arnórsson, 10.3.2011 kl. 22:38

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Staksteinar eru meðal ritstjórnargreina Moggans, eindálkurinn á bls. ca. 8 eða 10, gjarnan í léttum stíl. Hinar eru leiðarinn á leiðaraopnunni og Reykjavíkurbréfið í Sunnudagsmogganum – allt eðalefni um Icesave, sé um það mál fjallað þar. Þó óvíst að maður komist upp með að taka það með sér til himna, ef maður er svo heppinn að ná þangað ...

Jón Valur Jensson, 10.3.2011 kl. 23:52

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Strákar, mikið assgoti eruð þið skemmtilegir!

Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 01:20

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða 1972 brag ertu að tala um Jón Valur?

Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 01:21

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ok, Jón Valur. Ég sé reyndar ekki morgunblaðið neitt og les eiginlega bara það sem er á netinu. Ég er alveg viss um að þeir kaupa ekki moggan í himnaríki hvort eð er. Ég treysti þér 100% og þinni dómgreind í sambandi við Icesave...

Óskar Arnórsson, 11.3.2011 kl. 09:17

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst kaupa þeir Moggann í himnaríki, Óskar!

En "Ekkert Fréttablað, pleeease!" stendur þar á lúgunni á gullna hliðinu.

Ég man nú ekki allan braginn, Halldór minn, á þó einhvers staðar.

Jón Valur Jensson, 11.3.2011 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband