Þróunaraðstoð Íslands til ESB

Ísland borgar fyrir endurbætur á byggðasafni í Bæheimi og fíkniefnavarnir í Rúmeníu svo tvö dæmi sé nefnd um þróunaraðstoð Íslands við 15 ríki Evrópusambandsins. Þróunaraðstoðin er hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæði, EES, sem EFTA-ríkin gerðu við Evrópusambandið.

Þróunaraðstoð Íslands við meira en helftina af meðlimaríkjum ESB undirstrikar fátæktina í álfubandalaginu.

Hér heima reynir Samfylkingin og útsendarar Össurar úr utanríkisráðuneytinu að selja okkur Evrópusambandsaðild vegna þess að við ætlum að græða á aðild. Sannleikurinn er sá Ísland mun greiða með sér til sambandsins.

Hér er heimasíða um þróunaraðstoð EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein við fátæktarríki Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að Bæheimur heillar öðlingana Ögmund og Össur meira en Dalabyggð. Fást góðir ostar þar?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/10/engin_logregla_i_budardal/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 09:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fróðleg lesning. Í "góðærinu" virðist þróunaraðstoð hafa verið sett á einhvers konar autopilot, en nú eru menn að vakna. Bretar hafa til dæmis ákveðið að hætta að senda þróunaraðstoð til Rússlands og Kína.

Það kemur líklega flatt upp á flesta að Bretar hafi þurft að senda ölmusufé til þessara stórvelda, sem hvort um sig gæti sett þá í rassvasann.

En svona er nú heimspólitíkin; þú klórar mér og ég klóra þér svo aftur.

Ragnhildur Kolka, 1.3.2011 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband