Valið stendur um fullveldi eða áhrifaleysi

Samkvæmt könnun Eurobarometer eru 76 prósent Íslendinga sammála fullyrðingunni ,,Á Íslandi skiptir rödd mín máli." Aðeins þriðjungur landsmanna er sammála fullyrðingunni þegar ,,Evrópusambandið" er sett inn fyrir Ísland. Almenningur veit að Ísland væri dæmt til áhrifaleysis í Evrópusambandinu.

Á Evrópuþinginu fengi Ísland fimm fulltrúa af 736 eða innan við 1 prósent áhrif.

Ísland yrði áhrifalaus hreppur í væntanlegum Bandaríkjum Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bölvað kjaftæði, þú ert bara að sýna fáfræði þína á ESB með þessu endalausa innantóma þvaðri. Það fá allir jafnmarga menn í ráðherraráðinu og þeir fá allir að tala jafnmikið óháð íbúafjölda. Íslendingar fengju líka menn í nefndum óháð fólksfjölda. En þegar greiða á atkvæði þá gildum við 1% en það er ekki eins og við séum þarna ein því löndin hópa sig saman þegar kemur að atkvæða greiðslu. T.d. standa norðurlöndin alltaf saman þegar kemur að hagsmunum norðurlandana og mynda þannig hóp sem hefur töluverð áhrif.

En þú ættir að horfa á stöðuna eins og hún er í dag, við höfum 0% áhrif og enga menn í neinum nefndum. Í dag erum við áhrifalaus hreppur en með inngöngu gætum við farið að hafa áhrif á okkar eigin hagsmuni.

Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 11:58

2 identicon

Orðið "hræðsluáróður" fær nýja merkingu við þennan lestur Páll.

Við þurfum endilega að drífa okkur inn á með siðaðra þjóða og taka virkan þátt. Ég tel 1% betra en 0%  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:01

3 identicon

Gunnar - þú hlýtur að vera sæll í einfeldni þinni. Það liggur við að maður öfundi þig af jafn hrekklausri og saklausri heimssýn.

Birgir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:01

4 identicon

Eftirfarandi er tekið af vísindavef. Vonandi til upplýsingar fyrir einhverja.

Í stjórnmálafræði er mikið fjallað núna um útvíkkun lýðræðisins og framsal á valdi út fyrir mörk þjóðríkisins. Margir kjósa að kalla þessa þróun lagskipt stjórnkerfi (e. multi-level governance). Eitt skýrasta dæmið um valdaframsal þjóðríkja er Evrópusambandið en einnig má líta á ýmis önnur bandalög þjóða og samstarfseiningar sem dæmi um þetta. Ríkjasambandinu, sem nú starfar undir merkjum Evrópusambandsins, var komið á fót eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldar. Markmið þess er meðal annars að tryggja lýðræðislega stjórnarhætti innan vébanda sinna og er virkt lýðræði eitt af þeim skilyrðum sem ríki þurfa að uppfylla áður en þau geta gerst aðilar.

Á vettvangi sambandsins eru mikilvægar ákvarðanir teknar í stofnunum þess og ber þar fyrst að nefna ráðherraráðið. Ráðið hefur æðsta ákvörðunarvaldið í ESB eins og lýst verður nánar hér á eftir. Þar situr einn ráðherra frá hverju ríki og sinnir hver þeirra sínum tiltekna málaflokki. Mikilvægasta hlutverk ráðsins er að setja sambandinu lög í málum er rúmast innan sáttmála þess. Lagasetningin er þó ekki alfarið í höndum ráðsins. Í flestum málaflokkum innri markaðarins eru ákvarðanir teknar með sameiginlegri ákvörðun ráðherraráðs og Evrópuþings sem kosið er til í beinni kosningu. Þingið hefur þannig umfangsmikið neitunarvald um nýja löggjöf. Atkvæðagreiðsla er sjaldgæf í ráðherraráðinu en þegar hún á sér stað ræður meirihluti samkvæmt vegnum atkvæðum.

Í flestum þjóðþingum sambandsríkjanna eru starfandi Evrópunefndir sem hafa meðal annars það hlutverk að fylgjast með störfum ráðherra í ráðherraráðinu. Framkvæmdastjórnin er skipuð fulltrúum sem valdir eru af ríkisstjórnum ríkjanna að fengnu samþykki Evrópuþingsins sem jafnframt hefur eftirlit með störfum þess og er bæði framkvæmdastjórn og ráðherraráði skylt að gefa þinginu skýrslur og svara fyrirspurnum þess. Framkvæmdastjórnin tekur þátt í löggjafarstarfi ESB og leggur lagafrumvörp fyrir ráðherraráðið. Hún hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna og fylgist með því að samþykktir séu framkvæmdar og eftir þeim farið. Evrópudómstóllinn dæmir í ágreiningsmálum sem til hans er vísað

Samkvæmt greiningu stjórnmálafræðingsins Arend Lijpharts á stjórnkerfi ESB þá er framkvæmdavaldið á hendi framkvæmdastjórnarinnar og framkvæmdastjórarnir gegna hlutverki ráðherra. Þeir eru tilnefndir af lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum og samþykktir af lýðræðislega kjörnu þingi líkt og til dæmis í Bandaríkjunum þar sem forsetinn skipar ráðherra í ríkisstjórn. Ráðið, skipað lýðræðislega kjörnum fulltrúum ríkjanna, gegnir hlutverki efri málstofu löggjafans og þingið, kosið beinni hlutfallskosningu í ríkjunum, neðri málstofu löggjafans. Í ríkjum sem hafa deildaskiptan löggjafa er neðri deildin valdameiri, en í ESB er þessu öfugt farið. Ráðið heldur reglulega opna fundi og löggjöf þess er birt opinberlega sem og hvernig ríkin greiddu atkvæði. Fundir þingsins eru opnir sem og fundir margra þingnefnda. Hjá framkvæmdastjórninni eru öll skjöl opinber nema annað hafi verið ákveðið.

Að lokum; þessir hugsanlegu 5 þingmenn frá Íslandi mynda ekki sérstakan þingflokk. Á Evrópuþínginu eru starfandi þingflokkar hægrimanna, miðjumanna, jafnaðarmanna og græningja. Íslenskir þingmenn myndu skipa sér í þessar fylkingar.

Eins og áður hefur komið fram þá er hugmyndin að baki lýðræði sú að hið pólitíska vald sé í höndum hins almenna borgara. Lýðræðishugmyndin hefur hins vegar þróast með tímanum og lagað sig að þörfum samtímans. Evrópusambandið er skref í þá átt að þróa lýðræði út fyrir mörk þjóðríkisins og verður að skoða í því samhengi. Í Evrópusambandinu er lagskipt lýðræði þar sem stofnanir þess koma til viðbótar stofnunum þjóðríkja.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:10

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fullveldi var upphafi nýaldar skilgreint af Jean Bodin og átti við einvalda konunga. Upplýsingin og franska byltingin (t.d. J. Locke og J.J. Rousseau) breyttu fullveldishugtakinu á þann veg að þjóðir hefðu fullveldi og að gefnum skilyrðum veittu umboð sitt til fulltrúa sinna.

Nýmælið sem Hrafn vísar til er hugarfóstur kjána sem vilja ,,þróa lýðræðið út fyrir mörk þjóðríkisins." Hvað er handan marka þjóðarríkisins? Er það Evrópa? Hvað er þá handan Evrópu? Eru það hinar heimsálfunar? Ef það er tilfellið, hvers vegna búa þær sér ekki til álfusamband eins og ESB?

Evrópusambandið var búið til af nauðsyn stríðsþreyttrar elítu á meginlandi Evrópu. Ísland á engan þátt í valdaskaki á meginlandinu og þess vegna eigum við ekki heima þar. 

Páll Vilhjálmsson, 24.2.2011 kl. 13:02

6 Smámynd: The Critic

"Valið stendur um fullveldi eða áhrifaleysi"
gæti ekki verið meira sammála þessari fyrirsögn Páll.

það er nefnilega þannig að íslendingar búa við áhrifaleysi í dag með því að vera ekki með í ESB.
Með því að ganga þarna inn þá stöndum við vörð um fullveldið og verðum þjóð meðal þjóða sem mun hafa áhrif á þróun mála í Evrópu í komandi framtíð.

Páll, þú ert kominn í þversögn við sjálfan þig í öfga andstöðinni á ESB.
Þú ert orðin svo blindur af hatri út í ESB að þú kallar alla kjána og vitleysingja sem dirfast að skrifa sannleikan um sambandið.

The Critic, 24.2.2011 kl. 13:57

7 identicon

Gunnar.

Páll talaði um Evrópuþingið ekki Ráðherraráðið. Þú veist vonandi að það er ekki það sama. Þú veist vonandi líka að atkvæðavægi í Ráðherraráðinu miðast við íbúafjölda ríkjanna. Sum ríki hafa fimmfalt atkvæðavægi sé miðað við þau minnstu. Þú getur sjálfur reiknað út hversu mörg stærri ríkjanna þarf til að kæfa hin minni í atkvæðagreiðslu!

Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 14:13

8 identicon

Það sem er ótrúlegt við þessa frétt er að svo rosalega stór hluti þjóðarinnar skuli lifa í þeim misskilningi að rödd almennings skipti einhverju hér á landi.

Alveg ótrúlegt!

Sennilega er á ferð sama sjálfsblekkingin og lagði þetta þjóðfélag í rúst.

Fábjánar eru ófærir um að læra.

Karl (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 14:34

9 identicon

Gunnar.

Ég gleymdi að nefna að þú talaðir um að Norðurlöndin tæku sig saman og gætu þannig haft töluverð áhrif. Ef þú tekur atkvæðavægi allra Norðurlandanna saman eru þau 24 atkvæði. Það er minna en Bretland eitt og sér (29), Þýskaland eitt og sér (29 líka). Sama er með Frakkland og Ítalíu (29 hvert um sig) Svona mætti áfram telja. Þvílíkt sem norðurlandahópurinn hlýtur að vera áhrifamikill ef hann tekur sig saman. Það eina sem var rétt af því sem þú nefndir var að allir mega mala og tala jafnmikð. Bara það að þér finnist það mikilvægt segir mér að þú hljótir að vera jafnaðarmaður. Ég er búin að komast að því að jafnaðarmennska gengur út á það að allir megi tala jafnmikið og hinir. Þá gerist nefnilega svo mikið.

Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 14:42

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skynsöm Dagga, þú verður að láta meira í þér heyra.

Páll Vilhjálmsson, 24.2.2011 kl. 14:46

11 identicon

Dagga: Það er nú vanalega þannig að það eru greidd atkvæði með eða á móti lögum og frumvörpum. Þannig að það er ekki eins og íslendingar einir eða norðurlöndin ein séu að greiða atkvæði á móti öllum hinum. Hinsvegar fá allir tækifæri á að móta lögin og frumvörpin og segja sína skoðun á þeim óháð íbúafjölda.

Í dag þurfum við að taka upp lögin en erum ekki með í því að móta þau, við erum áhrifalaus hreppur sem þarf að fylgja 80% reglna ESB.


Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 15:00

12 identicon

Takk fyrir það Páll. Ég er ötul talsmanneskja þess sem ég trúi á og tala máli þess í vinnunni og meðal fólks. Við höldum áfram í baráttunni. Það góða er að baráttan fyrir fullveldi sameinar fólk sem þó er oft á skjön í pólitískri hugmyndafræði. Það styrkir málstaðinn. Ég hef sjálf aldrei verið flokksbundin og kosið samkvæmt þeim málefnum sem mér þykja mikilvæg hverju sinni. Það er mér mikill léttir að hafa þó aldrei kosið Samfylkinguna. Sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum landráða. Þegar ég segi landráð á ég ekki við að sumir hafa þá löngun að ganga í ESB. Þó mér finnist það misráðíð, þá er það hverjum og einum í sjálfvald sett hver stefna þeirra er í þessu máli. Það eru þau ómerkilegu vinnubrögð stjórnarinnar við að ýta þessu í gegn sem ég tala um sem landráð.

Ekki var nefnt við þingið að þetta væri aðlögunarferli, ekki aðildaviðræður.

Þjóðinni var ekki boðin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort áhugi væri fyrir hendi. Algjörlega ófyrirgefanlegt. 

Síðast en ekki síst sú landráðastefna að ætla sér að steypa þjóðinni í skuldir til að borga fyrir aðgöngumiða inní samband sem ég er sannfærð um að meirihluti þjóðarinnar óskar ekki eftir inngöngu í.

Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 15:11

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gott mál, Dagga.

Gunnar, þú ferð með staðleysu þegar þú segir að við tökum upp 80 prósent af regluverki ESB. Í gegnum EES-samninginn tökum við upp innan við tíu prósent af ESB-regluverki.

sjá

http://heimssyn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=535:90-prosent-af-esb-er-utan-ees&catid=65:ees-samningurinn&Itemid=41

Páll Vilhjálmsson, 24.2.2011 kl. 15:22

14 identicon

Gunnar.

Please farðu að lesa þér til um þessi mál fyrst þú vilt tjá þig svona mikið. Inngangurinn hjá þér óskiljanlegur " Þannig er að vanalega eru greidd atkvæði með eða á móti lögum og frumvörpum". Já og hvað??? Þú hlýtur nú að gera þér grein fyrir að atkvæðavægi skiptir máli því annars berðust menn ekki eins og ljón fyrir því. Þú mættir samt reyna þennan málflutning við þau ríki sem hafa hvað mest atkvæðavægi innan ráðsins. Ef þér tekst að sannfæra þau skal ég éta hattinn minn.

Við þurfum ekki að innleiða 80% af reglum innan ESB. Við innleiðum innan við 10% og bara það sem tengist fjórfrelsinu sem við erum aðilar að í gegnum EES samninginn. Þar innan leynist reglugerð um starfsemi banka sem við innleiddum með þvílíkt giftusömum afleiðingum fyrir land og þjóð. Jæja Gunnar. Nú er bara að byrja að lesa sér til því þú hefur greinilega áhuga á málefninu.

Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 15:23

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

það er nefnilega þannig að íslendingar búa við áhrifaleysi í dag með því að vera ekki með í ESB.

Þetta er ekki alveg rétt setning hjá þér, vissulega búum við við áhrifaleysi í dag á mál ESB, það breytist lítið við inngöngu í ESB.

Með því að ganga þarna inn þá stöndum við vörð um fullveldið

Með því að innlimast þá stöndum við ekki vörð um fullveldið, ég skil ekki hvernig þú getur fengið það út að færa löggjafarvald sitt til erlendra aðila sé fullveldi.

og verðum þjóð meðal þjóða

Þessi fullyrðing er einmitt mikill misskilningur, þessa stundina erum við þjóð meðal þjóða, innan ESB erum við lítið annað en hreppur innan bandalags. að halda því fram að við séum ekki þjóð af því að við séum ekki innlimuð í bandalag annara þjóða sem tækju við löggjafarvaldi okkar stenst engin rök.

sem mun hafa áhrif á þróun mála í Evrópu í komandi framtíð

Þú vonandi gerir þér grein fyrir því að þessi mjög svo takmörkuðu áhrif sem við hefðum innan ESB mun aldrei verða á þann veg sem þú heldur, ESB vinnur þannig að sá sem hefur flest atkvæðin sér til þess að allt sem fer í gegn þarna (lög, reglur etc) þjóna þeim meirihluta þrátt fyrir að það hafi slæm áhrif á minnihlutann. Ef það köma lög í þessu sambandi sem myndi knésetja Ísland en hafa mjög góð áhrif á restina af ESB þá getur þú verið viss um að það er ekki nokkur skapaður hlutur sem við gætum gert til þess að hafa áhrif á þá niðurstöðu.

Þú ert orðin svo blindur af hatri út í ESB að þú kallar alla kjána og vitleysingja sem dirfast að skrifa sannleikan um sambandið.

Væri ekki hægt að segja það sama um þig í hina áttina, að þú sért orðin svo blindur af ESB ást að þú sjáir ekki sannleikann um sambandið?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.2.2011 kl. 16:06

16 identicon

Dagga. Við innleiðum 80% af regluverkinu ekki 10% og reyndu ekki að þræta fyrir það. 

Jean Claude-Piris fyrrum embættismaður hjá ESB segir 80%, en hann er ekki sá eini sem segir það.

þessi 10% er tala sem Davíð Oddsson skáldaði  í einum af sínum kjánalegu leiðurum í Morgunblaðinu og virðist nú vera orðin heilagur sannleikur hjá nei sinnum.

Hér er viðtalið við Jean Claude   http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4545027/2011/02/01/0/

En hann er ábyggilega bara kjáni að mati Páls

Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 16:14

17 identicon

Jean Claude Piris er kvæntur Margréti systur Guðmundar Þóroddssonar í REI hvað allir skyldu athuga.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 16:41

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gunnar,

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent. 

Þegar búið er að telja þetta, sbr. hér, ætti ekki lengur að vera ástæða til að deila um töluna.

Páll Vilhjálmsson, 24.2.2011 kl. 16:50

19 identicon

"Neitileu" eru öfga samtök sem berjast gegn ESB og fá út þessa 8,9% tölu.  Menn geta alltaf farið í talna leikfimi til að láta hlutina líta betur út sér í hag. En staðreyndin er sú að ekkert land tekur upp allar reglur ESB, t.d. tekur Bretland ekki upp neinar reglur í sambandi við Schengen.

Ef miðað er við hvað Ísland tekur upp mikið af reglunum sem Svíþjóð tekur upp er talan í kringum 80%

Gunnar Ólafsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 17:19

20 identicon

Gunnar.

Það er ekki hægt að ræða við þig af því þú ert í svo mikilli hugarleikfimi. Vitlaus og liðugur. Læt það vera mín síðustu orð um þetta mál.

Dagga (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 18:26

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er að Ísland er um 80% aðili að EU í gegnum EES. 

Meðan að þeir sem kalla sig ,,andstæðinga EU" geti ekki áttað sig á þessu eða viðrkennt og neita því bara - og í framhaldi halda sig við einhverja 6.7% tölu sem Dabbi skáldaði upp í bríaríi til að kasta ryki augu almennings (Týpískt fyrir vinnubrögð hans) þá náttúrulega getur aldrei orðið neitt við í því sem andsinnar segja.  því miður.  þeir eru augljóslega staðráðnir í að halda fram hvað vitleysu sem er undir merkjum einhver áróðurs sem eg er ekki alveg að átta mig á til hvers á að leiða eða hvaða gagn á að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2011 kl. 18:59

22 identicon

Gunnar.  Það sem gerir starf okkar ESB Nei liða einfalt og þægilegt, er að einungis þarf að sýna fram á lygarnar sem þið inngöngusinnar vílið ekki fyrir ykkur að nota í örvæntingunni sem einkennir allt þetta rugl ykkar.  Páll hlýtur að halda þessari umræðu til haga sem dæmigert málefnalegt gjaldþrotið sem þú og þið ESB sinnar eruð í.  Ef þú veist ekki betur en það sem þú ert að reyna að halda fram þá skaltu vara þig á að trúa orði sem kemur frá Evrópusambandinu, Ómari grínara eða Hrafni sem neitar að gefa upp hver greiðir honum fyrir 24/ ESB vaktina, þó svo hann er ákafur að vita um annarra launamál.  Þeirra hlutverk er að skóla þá til sem kynna sér ekki málin á hlutlausan máta. Ómar og ekkert samneyti við sannleikann er löngu þekkt, og ástæðulaust að eyða orðum í.  Ef þú ert þokkalega læs, ætti ekki að vefjast fyrir þér að skilja út á hvað málið gengur, þó hinir tveir eru ekki færir um slíkt.

Tröllasögur um að við erum búnir að taka upp 70 - 80% af regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn, eru hreinar og klárar lygar sem Evrópufíklar hafa haldið á lofti.

Kannast einhver við slíkar yfirlýsingar frá Evrópusambandinu sjálfu?


Vorið 2005 sýndi úttekt, sem unnin var af EFTA í Brussel að beiðni utanríkisráðuneytisins, að Ísland hefði þá aðeins tekið upp 6,5% allrar lagasetningar Evrópusambandsins sem fallið hafði undir EES - samninginn. Allt frá því að hann tók gildi árið 1994 og fram til ársins 2004.

Nefnd um Evrópumál, sem forsætisráðherra skipaði 8. júlí 2004 og Össur sjálfur sat í, skilaði skýrslu sinni hinn 13. mars 2007
. Verkefni nefndarinnar var að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins, sem og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í skýrslunni kom m.a. fram að 2.500 lagagerðir frá Evrópusambandinu hefðu verið teknar upp á Íslandi fyrsta áratuginn sem EES - samningurinn var í gildi. Ennfremur kom fram að 22% laga sem sett voru af Alþingi á sama tímabili áttu uppruna sinn hjá Evrópusambandinu.

Heildar lagasetning Evrópusambandsins er talin vera í kringum 30 þúsund gerðir. Á meðan heildarfjöldi íslenskra lagagerða er hins vegar aðeins í kringum 5 þúsund. Þar af eru um eitt þúsund lög en afgangurinn er reglugerðir.

Þetta þýðir einfaldlega að jafnvel þó öll íslensk löggjöf kæmi frá sambandinu væri hún minna en 20% af heildar lagasetningu þess.

http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558

Evrópunefnd forsætisráðuneytisins skilaði skýrslu til forsætisráðherra um hlutfall upptekinna laga og reglugerða í gegnum EES.  Á nefndina var mikið lof borið af þáverandi stjórnvöldum og Alþingi fyrir framúrskarandi starf. Í henni voru Björn Bjarnason, Ragnar Arnalds, Hjálmar Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Brynjar Sindri Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Bryndís Hlöðversdóttir og síðastur og ekki sístur, sjálfur æðstistrumpur ESB vitleysunnar Össur Skarphéðinsson ...

Einn nefndarmanna fjallaði um málið fyrir skömmu.:

Þegar 8,9% verða að 80% í upplýstri umræðu um ESB-aðild

Björn Bjarnason 10. febrúar 2011

Þegar ESB-umræðurnar fara af því stigi að snúast um hvers eðlis þær séu, er því gjarnan slegið fram að skrefið frá aðild að evrópska efnahagssvæðinu (EES) inn í Evrópusambandið sé í raun lítið. Með aðild að EES hafi Íslendingar hvort sem er tekið upp svo mikið af lögum ESB að smáræði eitt sé eftir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sló því föstu fyrir réttum níu árum eða 8. febrúar 2002 á ráðstefnu um áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög að Ísland hefði tekið yfir 80% af löggjöf ESB, á grunni EES-samningsins og Schengen-samningsins. Þá nefndu þeir Baldur Þórhallsson, prófessor, og Hjalti Þór Vignisson einnig 80% töluna í grein árið 2004 í bók sem Baldur ritstýrði og heitir: Iceland and European Intergration. On the Edge.

Þetta 80% hlutfall gengur enn ljósum logum í málflutningi ESB-aðildarsinna og þeir bæta gjarnan við þeirri fullyrðingu að innan EES hafi Íslendingar engin áhrif á efni þeirra texta sem frá ESB koma í formi tilskipana og reglugerða.

Hið einkennilega við hina upplýstu umræðu af hálfu ESB-aðildarsinna er að þeir viðurkenna hvorki að hafa þeir rangt fyrir sér varðandi hlutfall innleiddra laga og reglna né úrræði Íslendinga til að hafa áhrif á EES-reglur sem snerta þá. Staðreyndir ganga þvert á 80% hlutfallið og áhrifaleysi Íslendinga.

Fyrst um meint áhrifaleysi. Hvarvetna þar sem fjallað er um mál sem falla undir EES-samninginn eða Schengen-samkomulagið geta Íslendingar látið að sér kveða í efnislegum umræðum og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Það heyrir til undantekninga að ekki sé skorið úr öllum efnisatriðum á því stigi mála þar sem fulltrúar Íslands eiga að aðild að þeim.

Í öðru lagi um 80% hlutfallið. Það er einfaldlega út í bláinn að setja mál fram á þennan hátt. Í Evrópuskýrslunni svonefndu frá því í mars 2007 segir að sé miðað við allar tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir ESB, jafnt þær sem falla undir innri markaðinn og þær sem falla undir önnur svið sem EES-samningurinn nær ekki til, þá hafi um 6,5% af heildarfjölda ESB-gerða á tímabilinu 1994 til 2004 verið teknar inn í EES-samninginn. Er í skýrslunni vísað í þessu sambandi í svar Davíðs Oddssonar, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á alþingi árið 2005.

Nýlega birti Heming Olaussen, formaður Nei til EU í Noregi, grein um hlutfall innleiddra ESB-gerða samkvæmt EES-samningnum. Byggðist hún á nákvæmri greiningu á ESB-gerðunum. Í greininni segir, að árunum 2000 til 2009 hafi Evrópusambandið innleitt samtals 34.733 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Af þeim hafi aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) fallið undir gildissvið EES-samningsins eða 8,9%.

Þegar á þessar tölulegu staðreyndir er bent grípa ESB-aðildarsinnar einfaldlega til þeirra raka að ekki beri að einblína á tölfræðina heldur líta á efni málsins. Tilskipun um bankamál sé mikilvægari en ákvörðun um að grípa til ráðstafana gegn svínapest og þar fram eftir götunum. Þeir leitast við að drepa umræðunum á dreif og setja í sama búning og þegar þeir mótmæla því að kröfur ESB um aðlögun umsóknarríkja að skipulagi og stjórnarháttum ESB leiði til þess að viðræður um aðild snúist um aðlögun en ekki könnun á leiðum til undanþágu frá ESB-reglum, sem ekki eru innleiddar með EES. Þar ber hæst sjávarútveg, landbúnað og evruna.

Það er mikill munur á 8,9% og 80% þegar um er að ræða innleiðingu á ESB-löggjöf. ESB-aðildarsinnar hika hins vegar ekki við að not 80% töluna, af því að þeir telja hana þjóna málstað sínum. Segir það ekki alla söguna um þrá þeirra eftir upplýstri umræðu?

.... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 21:48

23 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Heildarregluverk Evrópusambandsins er um 100.000 gerðir. Á Íslandi eru í dag í gildi um 5.000 gerðir (um 1.000 lög og um 4.000 reglugerðir).

Það vita auðvitað allir að 5.000 er 80% af 100.000...

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 11:03

24 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Es. Það er jafnvel þó að allt regluverk í gildi á Íslandi væri frá Evrópusambandinu komið sem langur vegur er frá.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband