Svartsýni eykur fylgið við ESB-aðild

Í maí 2010 sögðu 27 prósent Íslendinga hlutina vera á rangri leið á Íslandi, samkvæmt könnun Eurobarometer, í nóvember sama ár var hlutfallið komið upp í 44 prósent. Svartsýni á stöðuna hér heima hækkar hlutfall þeirra sem telja aðild að Evrópusambandinu til hagsbóta, úr 19 prósentum í 28 prósent.

Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og samt sem áður segja 48 prósent þjóðarinnar að aðild yrði ekki til hagsbóta, 14 prósent merkja við ,,veit ekki."

Líklega veit Samfylkingin að eina leiðin til að auka fylgið við aðild er að gera bölmóðinn sem mestan í þjóðfélaginu. Enda keppist flokkurinn við að auka á eymdina og með þeim árangri að heil 84 prósent þjóðarinnar treystir stjórnmálaflokkum ekki.

Samkvæmt könnun Eurobarometer eru stjórnmálaflokkar síðasta sort á Ísland, ekkert fyrirbæri nýtur minna trausts.


mbl.is Jákvæðari gagnvart ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það bara ekki þannig að Íslendingar sjá orðið enga framtíð nema í ESB, að þeir séu búnir að átta sig á því að framtíðin er ekki hjá þröngsýnum þingmönnum eins og hjá SjálfstæðisFLokknum, framsókn, Hreifinguni og hluta af VG. Að framtíðin er ekki að hanga með glataðan gjaldmiðil eins og krónuna sem þröngsýnir vilja halda í, handónýtt og gjörspillt landbúnaðarkerfi og gjörspillta landsbyggðarpólitík í boði SjálfstæðisFLokksins og Framsóknar??. Nei þetta eru gleðifréttir og vonandi mun þjóðin sjá ljósið og velja ESB.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:24

2 identicon

Heill og sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !

Helgi Rúnar !

Fyrir það fyrsta; er Ísland hluti, Norður- Ameríku - og á því sinn sess, meðal þeirra þjóða.

Þar fyrir utan; eru Asísk samskipti, okkur mun heillavænlegri, en við morkin Evrópsk nýlenduveldi, innan ESB - og þar af leiðir, að við eigum ekkert erindi, inn í það mynstur, sbr. yfirgang þeirra, gagnvart Hval- og Makrílveiðum okkar,, fyrir nú utan fjárkúgunar kröfur Breta og Hollend inga, ágæti drengur.

Við vitum það báðir; full vel, nafni minn, að Bretar og Hollendingar munu aldrei þora, að fara neinar dómstólaleiðir, að okkur, v. Icesave´s, þar sem þeir fengju skæðadrífu lögsókna, á hendur sér sjálfra, af hálfu fyrr um nýlendna sinna, víðs vegar, um veröldina.

Og; þar fyrir utan, er þess ekki langt að bíða, að Asía innlimi þennan skaga, hér Vestra, sem út úr henni gengur, frá Úral fjöllum, vel; að merkja.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 13:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta svartagalls raus í nafna mínum,,,   virkjum þá hæfileikamenn okkar.               Nú er lag henda þessari  óhæfu ríkisstjórn út.    Þessi hluti af V.G. eru það þeir sem vita ekki hvort þeir eru með eða á móti?  Lítið lið í þeim. ,,Hérna handan við hólinn er sæluhús,, hafna Icesaveólögum,þar með Esb. og þjóðin sér að þingmenn þurfa aðhald en ekki blinda meðvirkni,bara af því þeir eru  ehv.abcdefghíkl.......

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2011 kl. 14:05

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sé að annar nafni er kominn,þetta átti við hinn fyrri,en tek þá undir með Óskari Helga.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2011 kl. 14:08

5 identicon

Sæll minn ágæti Óskar Helgi sem jafnan.

Mikil er þröngsýn þín og afturhaldshyggja sem jafnan og ekki eru þessi skrif þín gáfuleg sem er miður, því ég held að þú sért drengur góður. Ef einhver er þekking þín á landafræði þá ættir þú að vita drengur góður að Ísland liggur á 2 jarðflekum þ.e.a.s að vestur hluti landsins er á Ameríkuflekanum og austurhlutinn á Evrópuflekanum. Ekki ert þú að segja kæri vin að þú viljir skipta landinu í tvennt, að austurhlutinn verða í ESB og vesturhlutinn í Ameríku...???. Minn kæri þöngulhaus, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það að vort land geti haldið áfram að hafa viðskipti við Asíu og önnur lönd þó að við göngum í ESB....ekki koma með órökstuddar fullyrðingar um slíkt minn kær vin, með bestu kveðjum sem jafnan og megið þú ganga á guðsvegum sem jafnan.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 14:18

6 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Helgi Rúnar !

Þröngsýn(i) - afturhaldshyggja - þöngulhaus - órökstuddar fullyrðingar !

Séu rökþrot þín; með þeim hætti, sem þessir orðaleppar þínir, mér til handa, gefa sterklega til kynna, sýnir það aðeins, mína sterku málafylgju, en frem ur kléna, af þinni hálfu, nafni minn.

Og; sízt, mun ég grípa til einhverra uppnefna - þér til handa; sem þú kýst að kasta til mín, vitandi um, þann góða málstað, sem ég hefi að verja.

Sýnir þetta ekki; umtalsverða minnimáttar kennd, í þínum þanka, nafni minn ?

Með; öngvu að síður, hinum beztu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband