Alþingi á flótta unda þjóðinni

Alþingi á að heita málstofa þjóðarinnar og fulltrúarnir sem þar sitja eiga að gæta almannahagsmuna. Raunalegt er til þess að vita að stjórnmálaflokkarnir þrír Vinstrihreyfingin grænt framboð, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur séu á flótta undan þjóðinni.

Þríflokkurinn leggur allt kapp á að samþykkja Icesave-samningana áður en vakning almennings nær þeim hæðum að ómögulegt er fyrir þingið að sniðganga kröfuna um þjóðaratkvæði.

Forsetinn er síðasta haldreipið. 


mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALMENNINGUR Á EKKI AÐ ÓTTAST RÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR..RÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR EIGA AÐ ÓTTAST ALMENNING.

Númi (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 21:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er búin að eiga samtal við ótal vini skólasystkin og kunningja,undanfarið. Mjög margir sögðust bara ekki getað  séð eða hlustað á Jóhönnu,ein sagðist slökkva  ef hún birtist á skjánum. Kannast menn við svona takta.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2011 kl. 21:57

3 identicon


Eftirfarandi *þingmenn eru ofurstyrkþegar Landsbankans (væntanlega mútuþegar eins og Mörður kallar það) og þar með vanhæfir til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um Icesave og skera velgjörðamenn sína Björgólfsfeðga og þeirra samverkamenn úr snörunum.:


Jóhanna Sigurðardóttir
, Samfylkingu

Össur Skarphéðinsson
, Samfylkingu

Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu

Árni Páll Árnason, Samfylkingu

Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu

Kristján Möller, Samfylkingu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
, Samfylkingu

Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu

Helgi Hjörvar, Samfylkingu

Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu

Guðlaugur Þór Þórðarson
, Sjálfstæðisflokki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
, Sjálfstæðisflokki

Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki

.........................

* Listinn er ekki tæmandi

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 00:02

4 Smámynd: Elle_

Forsetinn er jú síðasta haldreipið en harðstjórnin er í ofsaflýti.  Verður forsetinn kominn til landsins??

Elle_, 15.2.2011 kl. 00:30

5 Smámynd: Friðgeir Sveinsson

Ef ekki væri fyrir Internetið og Bloggið þá væri búið að sópa hér öllu undir teppið... Bloggið er eini óháði fjölmiðillinn sem að veitir stjórnsýslunni aðhald... Þá meina ég það almenn upplýsingafæði sem því fylgir... 

Það eina sem að við þurfun núna að gera er að taka blogg mótmælin okkar niður á Austurvöll... Með látum

Friðgeir Sveinsson, 15.2.2011 kl. 00:34

6 Smámynd: Elle_

Jú, Helga, það er ekki hlustandi á Jóhönnu Sig. og engu trúandi sem konan segir.

Elle_, 15.2.2011 kl. 00:37

7 identicon

Það er alveg ljóst að ef Ólafur ætlar að bjóða sig fram aftur verður hann að senda Icesave í þjóðaratkvæði aðe að öðrum kosti farið að taka til á Bessastöðum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 01:49

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Helga, ég er farin að skipta um stöð eða hreinlega slökkva á sjónvarpinu þegar íslenskir fjórflokksmenn birtast á skjánum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.2.2011 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband