Sjálfstæðisflokkur gefur frá sér prinsipp

Icesave-reikningar Landsbanka í Hollandi og Bretlandi áttu aldrei að vera með ríkisábyrgð. Bretar og Hollendingar tók einhliða þá ákvörðun að bæta sparifjáreigendum tapið og framvísuðu reikningnum á ríkissjóð Íslands. Um þennan reikning snýst Icesave-málið og hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt það sjónarmið að Ísland eigi ekki að borga skuldir óreiðubankans.

Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn gefur frá sér prinsippið verður hann leiksoppur í fáránleikhúsi Jóhönnu Sig. og Þistilfjarðarpiltsins. Pólitískt frumkvæði er komið annars vegar í hendur vinstriflokkana og hins vegar til Framsóknarflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í djúpa kreppu.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

RÆFLAR!

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Pólitík er list hins mögulega, Páll!

Nafni þinn, sem var einn í heiminum, þurfti ekki að taka tillit til annarra en sjálfs sín. Í veruleikanum getur komið að þeim tímapunkti að menn neyðist til að gefa eftir í ýtrustu kröfum. Palli hinn gat farið sínu fram.

Þeir atburðir eru að verða á Íslandi að mönnum er að verða ljóst að sumir eru bara ekkert einir í heiminum, ekki einu sinni Jóhanna Sigurðardóttir! Hún fékk ekki stjórnlagaþingið sitt (að minnsta kosti ekki í fyrstu atrennu). Og við sem teljum að Landsbankinn, hf., hlutafélag í eigu Björgólfs Guðmundssonar og nokkurra annarra fjárfesta, beri alfarið ábyrgð á skuldbindingum vegna netreikninganna í Englandi og Hollandi, virðumst þurfa að lúffa!

Um það á við einungis eitt orð: SHIT!

Flosi Kristjánsson, 2.2.2011 kl. 16:56

3 identicon

 Og hvar er nú formaðurinn Bjarni sem lýsti yfir áhyggjum af þjóð sinni i gær ? ??  Stórkostlegt   !!!!!!

ransý (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 16:57

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Flosi hittir sannarlega naglann á höfuðið þegar hann stynur upp: Shit.

Það var nákvæmlega orðið sem fyrst kom upp í huga mér þega ljóst var hvers lags hörmungar flokkur ykkar leiddi yfir þjóðina. Og vissulega á Björgólfur með dyggum stuðningi ykkar sjalla þar drjúgan hlut að máli, því verður vart neitað.

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 17:04

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sögufölsunin um afdrif efnahagslífsins á Íslandi síðustu ár síðustu aldar og þó einkum árin 2007 og 2008 er svo annar kafli. Um það eru skiptar skoðanir og mín skýring felur meðal annars í sér stuðning tiltekinna stjórnmálaafla við tiltekna athafnamenn, sem reynst hafa beitt mjög "skapandi" aðferðum.

Flosi Kristjánsson, 2.2.2011 kl. 17:09

6 identicon

Samkvæmt Palla skilningi Flosa virðist öll þjóðin þurfa að taka tillit til Björgólfs. Þú getur betur en þetta Flosi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:11

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í klofning.

Forustusveitin er vonalaus.

Loksins fer að draga til tíðiinda í úldinni pólitíkinni.

Við gleðjumst yfir því

Karl (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:18

8 identicon

Skítahrúgur

magnús steinar (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 17:45

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég fannst að það væri talsvert spunnið í skipstjórann Kristján Þór þegar ég þurfti velta því fyrir mér að kjósa hann formann Sjálfstæðisflokksins.

Halldór Jónsson, 2.2.2011 kl. 18:11

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér fannst....fyrirgefið

Halldór Jónsson, 2.2.2011 kl. 18:12

12 identicon

Bjarni Ben er farin að líkjast Steingrími J,,,honum er fjarstýrt. Takið eftir breyttri hegðun hjá Bjarna Ben eftir að hæstaréttardómurinn féll gagnvart Stjórnlagaþinginu.Jú Bjarni Ben hefir skipt um gír enda LÍÚ,sem er með tökin.Fyrirtæki Bjarna Ben N1 selur mikið til útgerðarinnar td,olíu kost varahluti og fleira og fleira,svo eru þeir allir flokksbræður hans.Fjöldskylda Bjarna Ben er stó hluthafi í N1. Bjarni ætti að snúa sér meir að bissnesinum og láta pólitík í friði. Hann er flautaþyrill----tækifærissinni og Vafningur af grófustu sort.

Númi (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband