Stjórnlagaþing vanhugsað frá upphafi

Þingflokkur sjálfstæðismanna stóð vaktina vorið 2009 þegar Samfylkingin ætlaði sér að framselja völd alþingis til til stjórnlagaþings götunnar. Fyrir tilstilli sjálfstæðismanna varð stjórnlagaþingið aðeins ráðgefandi en ekki stjórnskipulegur bastarður. Jafnvel litla ómerkilega götuþinginu tókst Samfylkingunni að klúðra sem gerir ekki annað en að staðfesta að virðing skal borin fyrir hryggstykkjum samfélagsins - annars fer illa.

Stjórnarandstaðan á að kaghýða ríkisstjórnina fyrir drambið og virðingarleysið. 


mbl.is Pólitísk ábyrgð hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Páll, Alþingi hefur svo sannarlega sýnt það síðustu áratugi að það er fullfært um að breyta stjórnarskránni, eins og talað var um að þyrfti gera strax í upphafi.  Engum nema samfylkingarfólki gæti dottið önnur eins vitleysa í hug og að þjóðinni væri treystandi til að kjósa menn og konur til að krukka í stjórnarskrána.  Eins og að einhverjir aðrir en atvinnupólitíkusar geti haft vit á slíku!  Þetta eru ljótu hálfvitarnir.

 

Mikið er nú gott að hafa svona skynsaman og málefnalegan mann eins og þig sem stendur alltaf vaktina og berst gegn því að almúginn fari að skipta sér af því sem honum kemur ekkert við.

 

Gísli (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 00:11

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég sem hélt að almenningur kysi Alþingi. Annars tókst Alþingi ágætlega upp við að endurskoða t.d. mannréttindakafla stjórnarskrárinnar fyrir um 15 árum síðan.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gott að sjá aftur og rifja upp færsluna frá 2009. Kærar þakkir.

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:19

4 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Það kusu bara um 1/3 á kjörskrá til stjórnlagamúgsefjunarþings, þetta er greinilega ekki það sem þóðin vill enda er erum við gáfaðiðri en svo að taka þátt í svona vitleysu.

Óskar Ingi Gíslason, 29.1.2011 kl. 01:38

5 identicon

Aldeilis furðulegt að kenna Samfylkingunni einni um "litla ómerkilega götuþingið", stjórnlagaþingið sem þú ert mjög á móti greinilega, þar sem  þingmenn þessarra 4 flokka studdu málið í atkvæðagreiðslu á alþingi í fyrra, Framsókn, sem allir virðast gleyma í þessu máli og hefur stjórnlagaþing á stefnuskrá sinni, Hreyfingin, sem berst fyrir auknu lýðræði á sinn hátt og ríkisstjórnarflokkarnir tveir.  Sjallarnir sátu hjá eða kusu gegn því.  Lagasetningin sem virðist hafa verið gölluð hlýtur því að vera á ábyrgð allra þessarra 4 flokka.  Mér sýnist því Framsókn ekki hafa efni á að skamma ríkisstjórnina fyrir þetta mál.  Sjá hér: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43029

Skúli (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:27

6 identicon

Óskar (og Páll auðvitað) er alveg með þetta.  Við erum gáfaðri en svo að við viljum hafa einhver áhrif á það hvernig stjórnarskráin okkar er.  Auðvitað vill þjóðin það ekki, enda kemur þetta henni ekkert við.  Við höfum kosið bestu menn (og konur) þjóðarinnar á þing til að hugsa fyrir okkur.  Allt þetta lýðræðiskjaftæði er bara múgsefjun eins og Óskar (og Páll auðvitað) bendir á.

 

Gísli (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 02:53

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Fólk tekur voða mikið mark á útunguðum íhaldsafturkreistingum eins og Birgi eða hitt þó. Það hlustar enginn á þá lengur og alveg með ólíkindum að þeir skuli ekki gera sér grein fyrir því.

Guðmundur Pétursson, 29.1.2011 kl. 03:55

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bara það hvernig Hæstaréttur var misnotaður af forystu Sjálfstæðisflokksins og lögfræðingahyski hans sýnir hve mikil nausyn er á endurskoðun stjórnarskrárinnar.  Við þurfum til dæmis nauðsynlega að endurskoða ákvæðið um skipan dómara og stofna hér sérstakan Stjórnlaga og stjórnsýsludómstól. Ætli slíkur dómstóll hefði ógilt kosningarnar?  Kannski Páll og aðrir lýðræðisóvinir íhugi það?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 10:03

9 identicon

Það er hægt að læra af Þjóðverjum þegar stjórnarskrá og stjórnskipunardómstóll (sem er ekki til hér) eru annars vegar. Þorkell Helgason ritar:

Hæstaréttur hefur úrskurðað. Kom mér ályktun réttarins á óvart? Já. Til að skýra það svar vil ég nefna frægt dæmi um mat á gildi ríkiskosninga.  Árið 2007 dæmdi stjórnlagadómstóll Þýskalands þau kosningalög, sem beitt var við kosningar til Sambandsþingsins árið 2005, brjóta í grundvallaratriðum í bág við stjórnarskrána. Svo slæmt var það ekki með stjórnalagaþingskosninguna! Lögunum hafði verið beitt áratugum saman með hinum umdeildu ákvæðum. Hvað þá? Átti dómstóllinn að reka þingið heim, ógilda öll lög sem hið ólöglega þing hafði sett og setja svo kanslarann Angelu Merkel af (þýska þingið kýs kanslarann)? Dómstóllinn veltir þessu fyrir sér í dómsorði sínu en kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé ófær leið. Í stað þess skikkaði hann Sambandsþingið til að lagfæra lögin og hafa þau á hreinu fyrir kosningarnar 2013. Þingið fær þannig góðan tíma, enda eru Þjóðverjar þekktir að vandvirkni. En þetta merkir að þingið sem kosið var fyrir rúmu ári, haustið 2009, situr í krafti kosningalaga sem vitandi vits standast ekki stjórnarskrá?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 10:26

10 identicon

Þátttaka, raunar þátttökuleysi, þjóðarinnar dró óneitanlega úr vægi væntanlegrar afurðar stjórnlagaþingsins - þ.e.s. tillögu að nýrri stjórnarskrá.

Það var þó enn verra, hvernig viðburðurinn var tímasettur.  Við erum að taka við alvarlegasta áfalli sem á þjóðinni hefur dunið.  Fjöldi fólks missir vinnu og húsnæði þess fer á uppboð í þúsundavís.  Lífskjörum almennings er ógnað.

Er ný stjórnarskrá efst á verkefnalistanum einmitt núna?

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 16:51

11 Smámynd: Elle_

Engin þörf var á þessu núna og ótímabært með öllu.  Kosningin var of ruglingsleg, ætlunin var að landsölumenn kæmust inn og veiktu fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar og vitað er að ýmsir menn tóku bara þátt í vitleysunni til að vinna gegn eyðileggingu vissra Eiríka og Þorvalda.  Öruggast væri að næst mættu allir fullveldissinnar landsins hvað sem þeim mislíkar vitleysan. 

Elle_, 29.1.2011 kl. 19:37

12 Smámynd: Elle_

Vil líka segja að mér finnst nokkuð gróft að koma fram opinberlega og saka Hæstarétt um að vera misnotaður.

Elle_, 29.1.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband