Íslensk blekking í Brussel

Aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið, Stefán Haukur Jóhannesson, ber fyrir sig meingallaða könnun Fréttablaðsins þegar hann segir á fundi með þingmönnum Evrópusambandsins að Íslendingar hafi enn áhuga á aðild að ESB.

Evrópusambandið sér í gegnum blekkingu starfsmanns Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Evrópusambandið hefur látið Capacent-Gallup gera þrjár kannanir um afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu. Fyrsta könnunin var gerð síðast liðið sumar, næsta í október og sú þriðja fyrir tveim vikum.

Utanríkisþjónustuna setur niður þegar hún leggur fram þvætting úr Fréttablaðinu um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brusselþorpsfíflið Össur hélt þessu sama fram í kostulegri ræðu á Alþingi morgun.  Tveir þriðji þjóðarinnar studdi hann og sína í vegferðinni stórkostlegu til paradísar.  Ástæða aukningarinnar væri sjálfsagt hörmulegur málflutningur andstæðinganna. 

Að senda hálfvita í að semja fyrir hönd þjóðarinnar skýrir vel hvernig tókst til í stjórnlagaþingsfarsanum og skilningsleysi þessara snillinga Baugsfylkingarinnar 1 og 2 að í landinu gilda lög saman af Alþingismönnum og þá vonandi betur fallnir til þess en þeir og með greindarvísitölu sem slær út leyfðan hámarkshraða í þéttbýli.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 11:43

2 identicon

Það er eingöngu Páll sjálfur(!) sem telur könnunina meingallaða. Ég vísa til fyrri atthugasemdar minnar. Nokkrir félagsfræðingar, stjórnmálafræðingar og sálfræðingar eru sérfræðingar í gerð skoðanakannanna. Þeir starfa flestir hverjir við Háskóla Íslands. Hvernig væri nú Páll minn að spyrja sérfræðing um þessa könnun? Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að enginn hugsandi maður tekur mark á svona gaspri. (þakka Guðm 2. G fyrir óvenjulega málefnalega innlögn.)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 11:58

3 identicon

Hrafn.  Þú ert einstakur Baugsfylkingarspunatrúður og skýr sönnun þess hversu illa eigandi hennar er fjárhagslega staddur.  Þú mótmælir  ÓFALSAÐRI, HLUTLAUSRI OG RÉTT UNNINNI KÖNNUN Miðlunar fyrir vef Baugsfylkingarinnar Eyjan.is, sem segir skýrt að aðeins 7,6% aðspurðra að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sé brýnt verkefni stjórnvalda.  Og til gamans er stjórnlagaþingið sett í forgang af 1.9% aðspurða.  En síðna gerist það kostulega að þú dásamar könnun sem er spurð spurning sem er einfaldalega röng og gerð af Baugsmiðli sem er harður Evrópusinni án nokkurs hlutlaus eftirlits, sem það eitt gerir könnun marklausa eins og hver þokkalega skýr skólakrakki getur séð í hendi sér.  En ekki þú.  Sjálfsagt hefur verið hringt í viðkomandi þáttökuaðila eftir flokksskrá Baugsfylkingarinnar. 

Svokölluð samninganefnd einungis skipuð Evrópusambandsfíklum, er í AÐLÖGUNARFERLI en ekki í neinu sem heitir UMSÓKNARVIÐRÆÐUR.  Tveir þriðju svarenda voru samþykkir UMSÓKNARVIÐRÆÐUM, sem segir einfaldlega að engin var samþykkur AÐLÖGUNARFERLINU, sem frammámenn Evrópusambandsins, ráðherrar, stjórnarþingmenn, formaður og varaformaður Sterkara Íslands meðal annarra FULLYRÐA að er í gangi. 

Það hefur nákvæmlega ekkert með það að gera sem könnunin snérist um. 

Ef að spurningin hefði verið um það sem er óhugnanlegur raunveruleikinn, þá eru litlar líkur á að einhver viðlíka útkoma kæmi út úr könnuninni.  Að breyting frá örugglega faglega unninni könnun á vegum Evrópusambandsins sé eitthvað þessu líkt er skemmtileg trúðslæti Baugsfylkingarliða að reyna að halda fram.:

Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst.

45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).

Þá sýnir könnunin, að aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag (would benefit) af ESB-aðild,

58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild.

12% vita ekki.

Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað í flestum aðildarríkjum þess vegna vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.

Könnun var gerð á sama tíma í öllum löndum Evrópusambandsins sem sagði meðal annars að.:

Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja eða 49% telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild.

Veftímaritið T - 24 fjallar um þessa kostulegu könnun Baugsmiðilsins og Baugsfylkingarinnar 24. janúar 2011.:

Röng spurning Fréttablaðsins

"Fréttablaðið greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun blaðsins séu 65,4% kjósenda hlynntir því að "aðildarviðræðum" við Evrópusambandið verði lokið og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Tæp 35% vilja að umsóknin verði dregin til baka.

Ekki eru allir sannfærðir um aðferðafræði blaðsins við könnunina og Páll Vilhjálmsson bendir á að spurning blaðsins hafi verið hönnuð þannig að sem jákvæðust niðurstaða fengist:


"Fréttablaðið sem gefið er út og ritstýrt er af aðildarsinnum spurði eftirfarandi spurningar í skoðanakönnun: ,,Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?"

Út úr þessari könnun kemur fjögurra dálka forsíðufyrirsögn: ,,Tveir af þremur vilja halda ESB-umsóknarferli áfram."

Fréttablaðið spurði ekki um ,,umsóknarferli" heldur ,,aðildarviðræður" og fyrirsögn er hönnuð til að blekkja.

Blaðið pakkar saman tveim spurningum í eina, um ,,aðildarviðræður" og ,,þjóðaratkvæðagreiðslu" og hækkar þannig hlutfallið sem blaðið leitast við að leiða fram. Með því að spyrja með þeim hætti sem Fréttablaðið gerir færir blaðið þá undir sama hatt sem annars vegar vilja ljúka aðildarviðræðum og hins vegar þá sem halda vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Nánast öruggt er að ,,aðildarviðræðufólkið" og ,,þjóðaratkvæðafólkið" er ekki sami hópurinn. Spurningafræðilega er skoðanakönnun blaðsins hreint bull.

Til að bíta höfuðið af skömminni beitir ritstjórn blaðsins fyrir sér valkvæðri heimsku og þykist ekki vita að Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.

Spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort þeir telja hagsmunum sínum betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Aðildarsinnar eru löngu hættir að ræða málið á þeim forsendum. Viðræðurnar eru orðnar aðalatriðið eins og að í þeim uppljúkist stærri og meiri sannleikur um Evrópusambandið en þegar liggur fyrir í sögu sambandsins, starfi í áratugi og stofnsáttmálum."

Ómar Geirsson bendir á að Íslandi eigi ekki í aðildarviðræðum við Evrópusambandið:

"Það eru meira en tíu ár síðan að Evrópusambandið skrúfaði fyrir þann möguleika, að ríki gætu tékkað á réttunum og síðan ákveðið hvort þau ætluðu að neyta.

Það er ekki lengur neitt um að semja, reglur og lög Evrópusambandsins liggja fyrir.

Það eina sem er í boði er á hvernig hátt aðlögun að sambandinu á sér stað.

Hver hefur á móti aðildarviðræðum ef það friðar þjóðina???

En hver vill aðlögun að sambandinu?????"



Axel Jóhann Axelsson bendir á að aðildarviðræður séu ekki það sama og aðlögunarviðræður. Með falskri spurningu fáist falskt svar:


"Á meðan ríkisstjórnin, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, heldur áfram að blekkja þjóðina með hreinum lygum um það sem fram fer í slíku aðlögunarferli, er ekki nema von að svona niðurstöður sjáist í skoðanakönnunum.

Hins vegar er athyglisvert að þjóðin skuli ekki vera farin að sjá í gegn um blekkingarnar því meira að segja forkólfar ESB viðurkenna að um aðlögun sé að ræða, en ekki sakleysislegar athugunarviðræður."

 http://www.t24.is/?gluggi=grein&tegund=klippt&id=4882

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1136083/

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/#entry-1136084

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1136096/

--------------------------

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 13:17

4 identicon

Kæri Guðmundur,

lestu könnunina og reyndu að skilja. Ef það gengur ekki þá verður því miður ekkert gert. Þú hefur þín takmörk og ekki rétt að álasa þig fyrir það. Góðar kveðjur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:41

5 identicon

Hrafn.  Ef þú átt við skrípaleikinn sem Baugsfylkingin var með í Baugsmiðlinum þá verðurðu þá að lána mér Baugsfylkingargleraugun sem þú hefur fengið frá eiganda flokksins Jóni Ásgeiri, svo möguleiki er á að ég get get séð "sannleikann". 

Enn betri kveðjur....

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 15:03

6 identicon

Aðferðafræðileg mistök við skoðanakönnun þjóna tilgangi Fréttablaðsins

24. janúar 2011 klukkan 11:00

Fréttablaðið birtir 24. janúar niðurstöður skoðanakönnunar þar sem spurt var:

,,Hvort myndir þú heldur kjósa:

1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða..

2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?„

Tveir þriðju aðspurðra vildu halda aðildarviðræðum áfram. ESB-aðildarsinnar á ritstjórn Fréttablaðsins sýna með þessu að þeir telja viðræður við ESB skipta meira máli en þá hagsmuni sem eru í húfi til að komast að niðurstöðu í þeim. Ritstjórn Fréttablaðsins lítur algjörlega fram hjá þeim skilyrðum sem sett eru af hálfu ESB til að leiða aðildarviðræðurnar til lykta og leggja síðan niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Að spyrja á þennan veg að þessu stigi samskipta Íslands og ESB ber aðeins vott um vilja til að villa um fyrir almenningi. Tilgangur blaðsins er að dylja fyrir þeim sem spurðir eru hið rétta eðli þessara samskipta og fá þannig hagstæða niðurstöðu fyrir ritstjórn og útgefendur (hverjir sem þeir eru) blaðsins, sem er eindreginn málsvari aðildar Íslands að ESB.


Að leggja að jöfnu framhald viðræðna og þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna stenst ekki aðferðafræðilegar kröfur sem gera verður til skoðanakannana, svo að þær séu marktækar.

Efnislega stenst spurning blaðsins ekki heldur því að í henni er lagt upp með rangar forsendur. Blaðið kýs að leyna þeirri staðreynd að hugtakið „aðildarviðræður“ er blekking. Í aðildarferlinu er um það að ræða að íslensk stjórnvöld verði við aðlögunarskilyrðum ESB og taki til við að laga íslenska stjórnkerfið að kröfum ESB.

Íslendingar verða að lýsa yfir vilja til að hætta hvalveiðum, þeir verða að afsala sér rétti strandríkis samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðir meðal annars til þess að ákvarðanir um makrílkvóta verða teknar í Brussel. Í landbúnaðarmálum eru aðlögunarskilyrðin á þann veg að ríkisstjórnin hefur klofnað í málinu.

Viðræður Íslands og ESB snúast um mat á hagsmunum og afstöðu til þeirra ekki um að leiða þær til lykta hvað sem það kostar til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

http://www.evropuvaktin.is/stjornmalavaktin/17505/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:12

7 identicon

Þakka þér fyrir þetta Guðmundur minn. Ég hef tekið eftir því að Páll vinur okkar tekur heilmikið efni frá öðrum helst amx.is og evrópuvaktinni. Báðar þessar síður eru reyndar mun betur skrifaðar og skemmtilegri aflestrar en tilfallandi athugasemdir. merkilegt er að evrópuvaktin(styrmir Gunnarsson) hefur mikinn áhuga á allt öðrum málum en evrópumálum. Styrmir er sem sagt innra með sér enn ritstjóri moggans og unir sér hið besta innan um ógeðslegar klíkur(hans orð)íhaldsins.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband