Umsóknin er óútfylltur víxill

Evrópusambandið stendur frammi fyrir því að gera breytingar á stofnsáttmálum sinum vegna lánsfjárkreppunnar. Markmiðið er að styrkja miðstjórnarvaldið í Brussel og veita heimildir til að samræma fjárlög aðildarríkja. Ein leið til að gera slíkar breytingar er að smeygja þeim inn í aðildarsamninga við ný ríki sambandsins. Næsta ríkið til að fara inn er Króatía og til umræðu er að gera breytingar á stofnsáttmálum í tengslum við aðildarsamninginn.

Gangi það eftir að breytingar verði gerðar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins verður Ísland að samþykkja þær breytingar, samkvæmt skilmálum aðlögunarviðræðnanna við ESB. Í 20. grein skilmálanna, sem stundum er kallaður viðræðurammi, segir

Iceland must accept the results of any other accession negotiations as they stand at the moment of its accession.

Af þessu leiðir að umsókn Íslands er eins og óútfylltur víxill. Evrópusambandið gerir kröfu um að Ísland sætti sig hverjar þær breytingar á stofnsáttmálum sambandsins sem sambandið telur nauðsynlegt að gera. Þegar alþingi samþykkti umsóknina, 16. júlí 2009, voru engin slík skilyrði nefnd. Alþingi hefur ekki veitt ríkisstjórninni heimild til að semja við Evrópusambandið á þessum forsendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þau gengju að eiga Górillu ef drottnarinn æskti þess.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband