Stjórnlagaþingið sundrar

Mótsögnin sem felst í miklum áhuga á sæti í stjórnlagaþingi, yfir 500 framboð, og sáralitlum áhuga almennings, rétt um þriðjungur mætti á kjörstað, undirstrikar sundrungarhugsunina á bakvið hugmyndina. Alþingi er vettvangur stjórnmála íslensku þjóðarinnar og hefur verið frá endurreisn þess fyrir 150 árum.

Sundrungaröflin á alþingi, Samfylkingin þar fremst í flokki, bjuggu til og hönnuðu stjórnlagaþing til að sniðganga hefðbundnu stjórnmálin.

Stjórnlagaþingið verður minnisvarði um lágkúru stjórnmálastéttarinnar á Íslandi þar sem alið er á sundurþykkju meðal þjóðarinnar.


mbl.is 44% fengu ekki fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þetta mál hefur margar hliðar. Ein er sú að það var alls ekki nógu vel að þessu staðið, mögulega af klaufaskap, mögulega viljandi út af annarlegum tilgangi...

Önnur er sú að lýðræðið er í þróunn og mótun. Eins og allt annað, lifir lýðræði ekki af breytingar og nýja tíma ef það þróast ekki og vex. Kyrrstaða er ekki til. Bara þróunn eða hnignun. Þjóðin þarf að læra á persónukjör. Fjórflokkurinn mun nefnilega draga þjóðina til dauða ef hann fær að halda völdum.

 Ríkið neyddist til að fara út í þetta út af Jón Gnarr. Þjóðin sýndi með því að kjósa anarkistan og listamanninn Jón hvað hún er tilbúin að ganga langt í breytingum og hvað frelsisþrá hennar ristir djúpt. Líka má þakka Birgittu Jónsdóttur og fólkinu kringum hana. 

 Fjórflokkurinn var ekki að gera neinum greiða og þetta er ekkert sérlega lýðræðisleg ríkisstjórn. En þróunnin nær sýnu fram sama hvað deyjandi risaeðlum finnst, og þau vita núna að "þeirra tími er kominn"...það er að segja.......þeirra pólítíska dauðastund.

no.7 (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 08:28

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Þetta er ekki sundrung. Því fer fjarri. þvert á móti koma hér einstaklingar (ekki flokksgæðingar heldur persónukjörnir) sem allir hafa það eitt markmið sameiginlegt , að skapa hér umhverfi sem er þorra þjóðarinnar til hagsbóta. Í sem víðustum skilningi.

Hér er ekki telft fram af sætisskipuðum lista. Heldur persónukjör ! Von að það fari fyrir brjóstið á spillingaröflunum og leigupennum þeirra.

Haha !

Árni Þór Björnsson, 8.12.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Leigupenni Baugs hlaut efsta sætið í kosningum til stjórnlagaþings. En hvernig læt ég, Baugur er vitanlega ekki hluti spillingaraflanna.

Páll Vilhjálmsson, 8.12.2010 kl. 09:49

4 identicon

Alveg rétt Árni!  Strengjabrúdur Dabba láta öllum illum látum thegar Dabbi rykkir í strengina.

Já...já, já, já já já já. (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 11:10

5 identicon

Þessi frétt er bull. Það sjá þeir sem skilja kosningakerfið, en Páll er greinilega ekki einn af þeim. Honum er alveg sama um hvað er rétt og rangt. Skrítinn blaðamaður það!

Helstu sundrunaröflin eru afturhaldsmenn eins og ritstjóri Moggans og bloggara eins og Páll.

GFJ (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 11:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Kosningakerfið sýnir það og niðurstaðan hversu gersamlega ómögulegt er að ætla að stjórna landi með lýðstefnu eins og var í Aþenu til forna. Kleón sútari nær völdum og Períkles kemst ekki að.

Halldór Jónsson, 8.12.2010 kl. 13:28

7 identicon

Sammála #2.  Ég held að blogghöfundur sé bara pirraður yfir því að Þorvaldur Gylfa lenti í 1. sæti en ekki yfir persónukjörinu sjálfu.  Er það rétt hjá mér??  Var það ekki líka Framsókn sem var hvað hlynntastur stjórnlagaþinginu?

Skúli (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:41

8 identicon

Mikið er nú notalegt fyrir stjórnvöld og þá 25 útvöldu að einfeldningar eins og Árni og meðklapparar halda að stjórnlagaþingsbullið er eitthvað annað en hörmungar niðurstaða hvernig sem á það er litið.  Að mestu óhæfir frambjóðendur tryggðu að sjálfsagt helmingur kjósenda fóru til þess eins að reyna að koma veg fyrir að allra óhæfustu kæmust að og þar með að kosningarþátttakan varð mun meiri en efni stóð til.  Undirritaður var einn þeirra sem mætti til þess.  70% þjóðarinnar ákvað að láta ekki gabba sig út í bullið.  Þorvaldur Gylfa með rétt rúmlega 3% traust þjóðarinnar á bak við sig er búinn að sanna að ekkert getur komið út úr þessari vinnu nefndarinnar en enn meiri sundrung, miðað við fáránlegar yfirlýsingar ma. þar sem hann þykist lögum æðri.  Ef hann kemur til með að standa sig jafn vel við stjórnlagarþingsvinnuna og að ráðleggja Ingibjörgu Sólrúnu varðandi hrunið sem hann þykist alltaf hafa séð nákvæmlega fyrir sem sérstakur ráðgjafi hennar, þá er málið fljótlega dautt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:57

9 identicon

Byrjar fjörkallinn!

Skúli (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 02:23

10 identicon

Er það mikið hobbý hjá G2G að gera lítið úr mönnum sem eru ekki sammála öllu þeim hægriofsa sem kemur frá honum og uppnefna þá í gríð og erg?  Mér sýnist svo af því sem hægt er að lesa á þessarri síðu...

Mér finnst þetta engan veginn til fyrirmyndar!

Skúli (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband