Ríkisvæðing heimilanna

Ríkisvæðing heimila er ágæt hugmynd sé maður gamaldags marxisti. Vinstristjórnin hlýtur að fara leið jafnaðarmennsku í peningagjöf til heimilanna og sáldra ríkisfjármunum tiltölulega jafnt á öll heimil landsins. Þau heimili sem fóru varlega á tímum útrásar og greiddu niður skuldir hljóta að fá sömu meðgjöf frá ríkinu og heimili sem kunnu ekki fótum sínum forráð eða voru óheppin m.t.t. fasteignakaupa.

Ríkisvæðing heimilanna mun hafa í för með sér annað tveggja; gjaldþrot ríkissjóðs eða engu breyta fyrir skuldsettustu heimilin.

Ef fólk vill láta ljúga að sér er fínt að hafa vinstristjórn.


mbl.is Niðurfærsla rædd í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um að skila þýfi.

marat (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 12:46

2 identicon

Páll Vilhjálmsson vill sjáfstæðisflokkinn aftur við völd til að hann geti lokið við að tortíma öllum í þessu landi !!!

Verði þér og þínum skoðanabræðrum og systrum að góðu !!!

Bara til að árétta orð mín áður, best væri að loka öllum háskólum þessa lands og senda þessa blessuðuð háskólalærðu út á vinnumarkaðinn til að sýna þessa ofboðslegu yfirnátturulegu kunnáttu sína , sem hvergi hefur komið fram við rekstur þessa samfélags !!!

Að vinna bara í vernduðu opinberu umhverfi þar sem ekkert er spurt um kunnáttu, heldur flokksskírteini, segir ekkert um getu eða kunnáttu !!!

Þjóðfélagið er komið á hausinn vegna þessa fólks , mundu það !!!

JR (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 12:58

3 identicon

Verður að vera jafnræði í þessu verðbætur sem leggjast á lán í þeim verður að vera afskrift á árunum 2008-2009 ekki sjáfum höfuðstól lána.

Þeir sem fóru varðlega borguðu frekar lán sýn niður á þetta fólk ekki að fá neina leiðréttingu.Ef að Ögmundur er sjálfu sér samkvæmur hlýtur hann að gilda jafnræðisregla í þessum málum.

Ef að þetta leiðir til en frekari skattpíningu þessarar vinstri stjónar er betra að sleppa niðurfellingu.

Raunsær (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 13:59

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það eru flestir á ríkisbeitinni nú þegar nema skuldsettustu heimilin. Bankarnir lifa á meðgjöf úr Seðlabankanum. Hagsmunasamtök lifa á ríkissjóði, fyrrverandi sveitarstjórnarmenn og þingmenn eru í sérverkefnum hjá borg eða ríki. Vinirnir eru '' verkefna'' stjórar hjá ríki eða hreppum og ef ekki þá eru þeir ráðgjafar og ef ekki þá eru þeir lögfræðingar ?? Ísland er auðvitað stóra undirmáls og brandaralýðveldið. Trúi því eiginlega ekki að íslendingar séu læsir á tölur eða bókstafi.

Einar Guðjónsson, 10.10.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband