Samfylkingin hótar með útlendingum

Magma-kaupin á HS-Orku eru málamyndagjörningur þar sem auðmönnum er afhent íslensk orka á silfurfati. Samfylkingin ber ábyrgð á gjörningnum, ráðlagði meðal annars stofnun skúffufyrirtækis í Svíþjóð. Þegar Samfylkingin er komin út í horn í málflutningi sínum grípur flokkurinn til þeirra vopna sem forystunni eru töm.

Þingmaður Samfylkingarinnar hótar að erlendirkröfuhafar íslensku bankanna muni eignast HS-Orku ef kaupum Magma verði rift. Því er til að svara að endurreistu bankarnir starfa samkvæmt íslenskum lögum og hundakúnstum af þeirra hálfu yrði mætt með lagasetningu.

Eðlilega gerir Samfylkingin ráð fyrir að bankarnir hafi ekkert lært af hruninu og hagi sér áfram eins og bandíttar. Ekkert lærði Samfylkingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er brjóstumkennanleg framkoma.  Dæmigerður útúrsnúningur fjór-flokksmanns, að beina athyglinni frá kjarna málsins. Krafan er að leiðrétta þetta brot á góðum og eðlilegum viðskiptaháttum (og lögbrot að mati lagaprófessors) og þessa ósanngirni í garð borgaranna.

Burt með fjórflokkinn.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 10:18

2 identicon

Var það ekki Geysir Green Energy hið alþýðlega og auðmannalausa fjárfestingafélag sem var að selja hlut sinn til Magma?

Ísland þarf ekki á digubörkum að halda, það er nauðsynlegt að skoða hvert skref vandlega og hvert það leiðir. Ef það er hagstæðara fyrir þjóðina að Geysir Green Energy eigi hlutinn sem var seldur síðast, eða Reykjanesbær þann hlut sem var seldur áður, þá er augljóst að það þarf að huga að því hvernig þá eigi að bjarga GGE og Reykjanesbæ frá gjaldþroti. Ef það yrði ekki gert myndi eignarhluturinn plús orkulindirnar lenda hjá erlendum kröfuhöfum.

Það er einkenni hjá Páli að sjást ekki fyrir, en hrópa að þeim sem reyna að velta fyrir sér afleiðingum tiltekinna gerða.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:13

3 identicon

Og hverjir skyldu nú vera meiri hagsmunir og hverjir minni?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 16:51

4 identicon

PS.  Eru menn búnir að gleyma öllum bölbænum Steingríms og Jóhönnu um að þjóðin myndi allt að brenna í helvíti ef hún gæfist ekki samstundis upp fyrir Icesave ólögvörðum innheimtuaðgerðum Breta og Hollendinga fyrir næstu helgi?  Hvað hafa margir tugir helga liðið síðan og hverjar eru hrikalegu afleiðingarnar?

Ráðþrota stjórnvöld hafa alltaf reyna að nota taktíkina að hræða lýðinn til hlýðni.  Sömu einfeldningar falla alltaf fyrir sama trikkinu.  98.2% þjóðarinnar sá í gengum fáránleikafarsa stjórnvalda í Icesave málinu.

"You can fool some of the people all of the time and all of the people some of the time but you can't fool all of the people all of the time."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 17:04

5 Smámynd: Elle_

Já, og nokkrir féllu fyrir fyrr endalausum hótunum Jóhönnu og co. og Steingríms um að landið sykki í sæ fyrir næstu helgi.  Gamlar hótanir sama ruslflokks enn við lýði og verða notaðar þar til þau verða látin fara úr stjórn.

Elle_, 20.7.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband