Útrásarafgangar í boði Samfylkingar

Björk Guðmundsdóttir söngkona fær áheyrn hjá Financial Times vegna andófs gegn kaupum Magma á orkuauðlindum. Björk er kurteis þegar hún segir ríkisstjórnina standa á bakvið söluna. Það er samfylkingararmur ríkisstjórnarinnar sem ber ábyrgð á verknaðinum.

Samfylkingin var ákafasti talsmaður útrásarinnar þegar flestum öðrum var ljóst að auðrónarnir og meðhlauparar þeirra væru skaðræðisgripir.

Samfylkingin spólar í sömu útrásarhjólförum og mun gera á meðan flokkurinn hefur tögl og haldir í ríkisstjórninni.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingarráðherrar hrunstjórnarinnar, þingmenn flokksins og forystumenn hans, höfðu ekki séð (þóttust ekki hafa séð) nein merki þess í valdastólum sínum að illa horfði fyrir þjóðfélaginu og vísuðu öllum aðvörunum með skætingi og hroka á bug með þeirra einstaka hætti. Og hvers vegna? Jú, - þeir höfðu lengi verið helstu og gagnrýnislausustu “grúbbíur” hinna einu sönnu “stórstjarna” hrunsins. Og Samfylkingin gerði það svo sannarlega ekki í felum. Það var opinber stefna hennar.

Þegar hún settist í ríkisstjórn fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Getur málið verið skýrara hvernig flokkurinn gekk sérstaklega undir að greiða götu glæpagengisins og auðróna og vernda þá fyrir öllum vondu öflunum sem töldu að þeir færu ekki eftir leikreglum þjóðarinnar, lagalegum hvað þá siðferðislegum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:33

2 identicon

Það er með ólíkindum hvernig almannahagsmunum er fórnað sí og æ fyrir hagsmuni nokkura vesælla auðróna.

Ég segi:  Megi fjórflokkurinn leggjast af við fyrsta tækifæri.  Það verður ENGIN eftirsjá í því fyrirbæri.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband