Mafíuvinnubrögð í Magma-nefnd

Þingkjörin nefnd um erlendar fjárfestingar virðist tilraunavettvangur nýrra vinnubragða í íslenskri stjórnsýslu. Plottið er eftirfarandi: Nefndin fær ráðherraábyrgð, er skipuð pólitísku léttviktarfólki og fær yfirþjösnara frá ráðuneyti sem sér um að nefndin komist að ,,réttri" niðurstöðu. Markmiðið með þessum tilfæringum er að útvista pólitískri ábyrgð ráðherra og forystu stjórnmálaflokka. Vinnubrögð af þessu tagi tíðkast hjá mafíunni.

Fulltrúi Vg í nefndinni, Silja Bára Ómarsdóttir,  sagði í hádegisfréttum RÚV að hún vilji fá sig lausa undan ráðherraábyrgð. Þá staðfestir Silja Bára að hótun um að nefndarfulltrúinn myndi bera ábyrgð á stjórnarslitum ef hún myndi ekki tileinka sér ,,rétta" afstöðu.

Óþverravinnubrögðin eru með öllu ólíðandi og verður að uppræta strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það eru ekki eingöngu siðlaus vinnubrögð sem stjórnvöld viðhafa nú orðið heldur kolólögleg.  Stjórnvöld og fjármálastofnanir veigra sér ekki við að brjóta lög í aðgerðum sínum og þá er illa fyrir okkur komið.

Sífeldar ólöglegar aðgerðir ríkisvaldsins kalla á hið sama af hálfu almennings.  Þá er ekki von á góðu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2010 kl. 13:40

2 identicon

Smám saman opinberast einbeittur brotavilji ríkisstjórnarinnar. Orðið "siðleysi" á ekki við lengur.  Við höfum nú sé fjórflokkinn í öllu sínu veldi árum saman; í umboði sem hann hefur þegið úr hendi almennings. Ístöðuleysið er algert og stjórnvöld hafa ekki almannahag í fyrirrúmi. Auðrónadekrið sem síðuhaldari hefur gert ítrekað skil, gengur fyrir. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að hér eru ítrekað framin mannréttindabrot á fólkinu í landinu. Og það er fleiri á þeirri skoðun en ég, m.a. prófessor í stjórnmálafræði, Svanur Kristjánsson.  Reynt var að reka manninn fyrir stuttu síðan úr embætti, að eigin sögn. Það er að verð ólíft hér á landi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það góða við þessi nefndarstörf er að þar leynast máski einstaklingar sem geta frætt aðra um það sem þar gerist. Ég bíð spennt eftir fréttum úr þessari nefnd, nú þegar eru farnar að berast fréttir úr öðrum nefndum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 16:03

4 identicon

Hvað ætlar þetta oft að heyrast opinberlega: "Samfylkingin hótar stjórnarslitum"

VG er eins og besti heimilishundur.  Leggst alveg eins og meistarin segir með rófu milli fóta.

Það er svo sem ekki eins og ríkisstjórnin hafi lært af bankahruninu, enda skilst undirrituðum að mikið mannval úr bönkunum starfi með samfylkingarráðherrum.  Enda vinnubrögðin eftir því.

Fer VG ekki að sýna aðeins í tennurnar eða er hundurinn sá alveg tannlaus?

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það voru nefndarmenn þarna úr öðrum flokkum. Flokkum sem veigra sér ekki við að koma málefnum á framfæri.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 16:34

6 Smámynd: Elle_

Hvað ætli hættulega Jóhönnustjórnin komist lengi upp með að brjóta lög og mannréttindi og HÓTA???  Hvar hefur ríkissaksóknari haldið sig á meðan??

Elle_, 15.7.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband