Persónuleg ábyrgð stjórnenda

Ræningjasamfélagið í íslensku atvinnulífi verður ekki upprætt nema með því að stjórnendur sem uppvísir eru að lögbrotum verði sóttir til saka og dæmdir. Á meðan fyrirtæki geta keypt sig undan refsingu stjórnenda verður glæpur eins og samráð gegn neytendum aðeins hluti af daglegum rekstri.

Fyrirtæki stórgræða á samráði sín á milli og ef enginn hætta er á fangelsisvist stjórnenda munu þeir halda áfram þessum viðskiptaháttum.

Samkeppnisyfirvöld eru að taka við sér eftir tímabil hlédrægni á útrásarárum og er það vel. En meira þarf til. Siðferði í atvinnulífinu er á lágu stigi.


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvert sinn sem kafað er oní rekstur fyrirtækja sem eru að selja okkur vöru og þjónustu þá kemur í ljós að afkoman byggist á þjófnaði og gjarnan í samvinnu við "keppinautana".

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:20

2 identicon

Verðsamráð er lögbrot.

Um að gera að hamra á þessu. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 17:44

3 identicon

Brynjólfur Bjarnason hefur skipað sér á bekk með Pálma í Fons sem hóf sinn feril með glæpum sem brutu gegn samkeppnislöggjöf. Brynjólfur ætti að sjá sóma sinn í að víkja. Sorglegt hvernig þessi maður endar feril sinn.

Jóhannes G (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 02:42

4 Smámynd: Landfari

Ég tek undir með Páli. Hvað vitum við nema "gróðinn" af þessu samráði sé miklu meiri en sem nemur sektinni.

Það þarf að gera þá stjórnendur sem þátt taka í svona lögbrotum persónulega ábyrga. Það torveldar líka fyrirtækjunum að láta kúnnana borga sektirnar. 

Eins og í þessu tilfelli er ekki aðrir að flytja inn GSM síma en þessir tveir og því ljóst að séu þeir ekki þegar búnir að ná þessu aukreitis af kúnnanum þá eiga þeir bara eftir að gera það.

Landfari, 10.7.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband