ESB-umsóknin brennur í báða enda

Þjóðverjar reyna ítrekað að bjarga íslenskum stjórnvöldum frá eigin glópsku. Þegar þýsk þingmannanefnd kom í heimsókn í vor hélt hún blaðamannafund þar sem á það var bent að Ísland mynd borga með sér til ESB. Þar með var búðarlokurökum Samfylkingar um meintan gróða af aðild kollvarpað.

Þjóðverjar hafa öðrum betur kynnt sér stöðu mála hér á landi. Þeir vita að Samfylkingin er einangruð í málinu og um 70 prósent þjóðarinnar er á móti inngöngu.

Þegar sendiráð Þýskalands í Reykjavík setur fram skilyrði fyrir aðildarviðræðum við Ísland er á kurteisan hátt reynt að koma vitinu fyrir íslenska utanríkisráðherrann.

Auðvitað mun Össur ekki skilja fínni blæbrigði diplómatíunnar.


mbl.is Vilja ESB-málið á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessi krafa Þ´jóðverja er að mínu mati ekki sett fram okkur til heilla -

Enda ótt hún verði það vonandi -

Þetta er hluti af nýnasistatilburðunum til þess að ná yfirráðunum sem þeim mistókst að ná í stríðinu.

Núna eru þeir smátt og smátt að ná yfirráðum í Evrópu enda tilskipanir - flestar - miðaðar við Þýskaland -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.6.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það þarf að rassskella Össur duglega svo hann skilji okkur almenning! Við viljum ekki ganga inn í ESB.

Sigurður Haraldsson, 16.6.2010 kl. 13:06

3 identicon

Í Guðana bænum hættið þessu hvalveiða bulli. Úflutningstekjur af hvalveiðum á síðasta ári voru þúsund krónur. Og hversu mikilum gjaldeyri var eytt í vitleysuna? Ekki ganga þessar hripabyttur Kristjáns Loftssonar fyrir munnvatninu úr kallinum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband