Ríkisgjaldþrot í Evrópu - Samfylkingin þangað

Grikkir eru gjaldþrota. Spurningin er aðeins hvort þeir verði látnir taka skellinn og verða reknir úr evrusamstarfi með skít og skömm eða hvort Þjóðverjar taki að sér að greiða grískar skuldir. Þýskir skattgreiðendur eru ekki ýkja hrifnir af botnlausri skuldahít Suður-Evrópu og óttast að á eftir Grikkjum komi Portúgalar, Spánverjar og Ítalir.

Evru-verkefnið er á krossgötum. Annað tveggja gerist; Evrópusambandið fær auknar heimildir til að stýra fjármálum evruríkja og þar með verður risaskref tekið í átt að sambandsríki Evrópu eða að myntbandalagið liðist í sundur.

Samfylkingin á Íslandi vill fyrir hvern mun verða hluti af ríkisgjaldþrotum í Evrópu og stíga hrunadansinn með ESB. Ísland hefur ekki efni á flokki eins og Samfylkingunni.


mbl.is „Grikkir munu ekki borga okkur til baka”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óstjórn í peningamálum verður ekki betri þegar hægt er að nota peninga sem stjórnað er af öðrum. Sérstaklega þegar þeir eru jafn ódýrir og Evran hefur verið.

Vandamál Evrulandanna er miklu stærra en krónuvandi okkar hér á skerinu.

Evran er gjaldþrota.

Hvenær ætlar vinstrafólkið í Samfylkingunni að viðurkenna að það er ekki skynsamlegt og ekki siðferðilega boðlegt að lifa á kostnað annarra...

Það er ekki hægt!

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:14

2 identicon

Líklegast er að EB veiti Grikkjum lán með skilyrðum um aðgerðir í efnahags- og fjármálum. Hrunið á Íslandi er vegna óheilags bandalags peningavalds og Sjálfstæðifokks/Framsóknarflokks. Sjórnsýslan er veik en hún er að stórum hluta skipuð sjálfsæðismönnum sem eru þar vegna flokksskírteina. Nú höfum við öll lært að sú hugmynd nýfrjálshyggjunnar að markaður án reglna leiði til hámarkshagnaðar fyrir allan er röng. Hugmyndin leiðir til djúprar kreppu. Í þessu ljósi er það sérkennilegt þráhyggjustagl að vera sífellt að atast í Samfylkingunni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:27

3 identicon

Hrafn: Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að hér var ekki við lýði hrein frjálshyggja síðustu ár, nema þú sért að miða við aðra skilgreiningu á frjálshyggju en í alfræðiorðabókunum. Vinur minn hitti Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknar, á Leifsstöð nokkrum vikum eftir hrunið. Jón sagði eitthvað á þessa leið: „Auðvitað var engin frjálshyggja hér, þetta er og var norrænt velferðar-jafnaðarmannaríki með smá kapítalisma í bland.“

Að öllu leyti var Ísland mjög svipað hinum Norðurlöndunum - ef til vill vorum við eitthvað lengra til hægri, en í grunninn er þetta sama þjóðskipulag og í hinum velferðarríkjunum. Ekki einu sinni Bandaríkin eru frjálshyggjuparadís. Svona ummæli eru annað hvort illa upplýst eða vísvitandi blekkingarleikur.

Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:40

4 identicon

Hrafn: Þórarinn sagði flest allt sem ég vildi svar þér með, nema hvað menn virðast annað hvort vísvitandi eða eftir einhveri flokkshollustu gleyma því að Samfylkingin var hér við völd síðasta árið áður en bankarnir hrundu.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:19

5 identicon

Það er hreint út sagt órúlegt að lesa slíkar athugasemdir. Það verður ekki betur séð en öll stjórnmálaþróun í Evrópu og BNA síðustu áratugi hafi gjörsamlega farið framhjá ykkur , Þórarinn og Hannes. Dettur einhverjum það í hug í alvöru að halda að einhver ummæli Jóns Sigurðssonar í Leifsstöð segi eitthvað um þróun sjórnmála hér á landi!! Það er auðvitað rétt að Samfylkingin var í stjórn með Sjálfsæðisflokknum þegar bankarnir hrundu. Sjálfstæðismenn einokuðu algerlega efnahagsmálin. Þeirra menn réðu öllu í ríkisstjórninni ,í embættismannakerfinu, í bankakerfinu og í stóru fyrirtækjunum. Ég vona að landsdómur verði settur og þeir dæmdir sem gerst hafa sekir um vanrækslu. Þótt Björgvin G Sigurðsson hafi engu ráðið ber hann formlega ábyrgð vegna þess að hann sagði ekki srax af sér.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hrafn, segðu það bara sem þú ert í raun og veru að reyna að halda fram: Samfylkingin var í raun ekki í ríkisstjórn 2007-2009 og ber enga ábyrgð. Þú munt neita því, auðvitað, en það er einfaldlega ekki hægt að skilja skilaboðin í athugasemdinni þinni hér að ofan öðruvísi. Hvítþvottur er það víst kallað en þessi tilraun er bara hlægileg, nei aumkunarverð er orðið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 08:43

7 identicon

Sæll Hjörtur,

því miður treysti ég mér varla til að svara þér. Skýringin er einföld. Það er alveg sama hvað ég segi þú munt alltaf segja að ég sé að reyna að hvítþvo Samfylkinguna. Þegar ákveðin túlkun er fyrirfram gefin eru samræður ekki mögulegar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband