Auðmenn beygðir undir lög

Í krafti auðs og valda komust útrásarmenn upp með að svína á lögin og fara sínu fram þrátt fyrir að hér ætti að heita réttarríki. Stjórnvöld voru liðleskjur og buktuðu sig fyrir djörfum kaupahéðnum. Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs bar fram þau rök þegar réttað var í Baugsmálum að ekki mætti sakfella Jón Ásgeir vegna þess að dómur myndi hindra viðskipti hans.

Fréttir gefa til kynna að lögin nái til auðmanna sem og almennings. Gangi kyrrsetning á eigum auðmanna fram verður fróðlegt að fylgjast með bankamönnum sem enn hafa tröllatrú á viðskiptakunnáttu Jóns Ásgeirs. Arion banki leyfir Jóni Ásgeiri að stjórna Högum sem dælir peningum í Fréttablaðið en helsti lánadrottinn Baugsútgáfunnar er Landsbankinn.

Þegar það rennur upp fyrir Finni fávísa í Arion að Jón Ásgeir gengur ekki lengur á vatni er kannski kominn tími til að endurskoða framhaldslífið sem Arion veitti Jóni Ásgeiri til að stunda fákeppni á matvörumarkaði?


mbl.is Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlutur Finns hjá Arion er torskilinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.4.2010 kl. 23:35

2 identicon

Jón Ásgeir er öndunarvél í boði Samfylkingarinnar.  Hún er búin að sýna og sanna að hún svífst einskyns til að halda lífinu í eiganda sínum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 23:36

3 identicon

Hvaða gjörningar voru þetta eiginlega með Arion banka og Haga, eru það eintómir fávitar sem stjórna þessum banka enn eða hvað?

Guðrún (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mútur Jóns Ásgeirs fara víða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.4.2010 kl. 23:49

5 identicon

Eitt er þó gott með Arion banka ( fyrir Jóhannes fjöldskyldufaðir í það minnsta ) . Arion banki hefur tryggt honum eilíft  líf.  Þar sem þeir telja Haga ekki lifa nema með hann innanborðs.

itg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband