Verkalýðsbarátta á villigötum

Flugsamgöngustéttirnar þrjár flugmenn, flugvirkjar og flugumferðastjórar koma óorði á verkalýðsbaráttu með því að hóta verkföllum á viðkvæmum tíma endurreisnarinnar. Það tekur engu tali að stefna ferðaþjónustunni í tvísýnu um þessar mundir. Flugstéttirnar geta sem best gert skammtímasamning eins og aðrar stéttir.

Jóhönnustjórninni verður að segja það til hróss að hún greip snöfurmannlega inn í verkfall flugumferðastjóra og virðist þess albúin gagnvart flugvirkjum.

Þjóðin hefur enga samúð með verkfalli flugstéttanna. Forysta þessara launþegasamtaka ætti að rifja upp að verkfall er neyðarréttur en ekki réttur til að níðast á almannahagsmunum í því skyni að ota sínum tota.


mbl.is Ræða lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega.

Björn Birgisson, 22.3.2010 kl. 12:22

2 identicon

SVO SAMMÁLA !!!!

Kristvin (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:33

3 identicon

Það eru að hefjast spennandi tímar á Íslandi. Þeir sem sitja heima og halda að þeir koma til með að fá einhverjar "bætur" upp í hendurnar munu ekki uppskera neitt. Einungis þær stéttir sem stíga fram og sýna klærnar munu ná aftur fyrri kaupmætti. ASÍ er dautt fyrirbæri sem og öll þau stéttarfélög sem kóa með ríkisstjórninni.

Verkalýðsstéttir sem þora eiga hug minn allann.

Kristinn (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:43

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það væri v, issulega áqætt að einhverjir lærðu að skammast sín á Íslandi eins  og þessir vesalings flugþjónustu aðillar sem lepja víst dauðan úr skel eins og útrásar strákarnir.

En það er eingin endureisn hafin, við erum en í niðurlægingu vegna stjórnar sem var kosin fyrir mistök.  Er virkilega ekki hægt  að gera neitt í því?

Hrólfur Þ Hraundal, 22.3.2010 kl. 13:25

5 identicon

Kristinn orðar þetta vel, mjög vel.

Almannahagsmunir líða alltaf fyrir verkföll, mismikið. Það er í eðli verkfall, annars væru þau tilgangslaus. Þú skilur þetta vonandi Páll. Almannahagsmunir og öryggishagsmunir eru tvennt ólíkt. Öryggishagsmunir eru og hafa ekki verið í húfi í kjarabaráttu flugstéttanna. Því er forkastanlegt að stjórnvöld(stjórn hinna vinnandi stétta, þvílíkur brandari) skuli hlamma sér jafn harkalega niður við hlið atvinnurekenda, sem að sjálfsögðu neita öllum kröfum þegar ofbeldismennirnir standa þétt við bakið á þeim. Mannréttindabrot(réttur bundin m.a. í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálann) og ekkert annað og það styður þú Páll! Ættir að skammast þín.

P.S. Hefur einhver verið að fara fram á langtíma samning?

Gunnar (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:44

6 identicon

Hún verður daufleg verkalýðsbaráttan næstu misserin eftir þessi skilaboð frá fjórflokknum. 

Annars tókst fjármálastofnunum þessa lands fyrir löngu að rústa verkalýðsbaráttu íslenskrar alþýðu. Það hefur nánast enginn efni á að fara í verkfall.

Frank M (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband