Brotnir flokkar velja Evrópu

Brotnir stjórnmálaflokkar velja stór mál í kosningum til að draga athyglina frá vanhöldum flokkanna sjálfra. Því stærri sem málin eru því meiri líkur eru á að hægt sé að fela sig á bakvið þau. Innganga í Evrópusambandið er heljarstórt mál og þangað leita þeir flokkar skjóls sem annars væru berrassaðir á almannafæri rétt fyrir kosningar.

Alþýðuflokkurinn sálugi setti inngöngu á flot fyrir kosningarnar 1995. Ráðherra flokksins, Guðmundur Árni Stefánsson, hafði orðið að segja af sér ráðherradómi veturinn fyrir kosningar vegna ásakana um spillingu. Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi varaformaður flokksins sagði sig úr honum og stofnaði nýjan flokk, Þjóðvaka. Í stuttu máli var Alþýðuflokkurinn með allt niðrum sig og gerði þess vegna Evrópusambandið að kosningamáli sínu.

Fyrir síðustu kosningar var Samfylkingin í vandræðum vegna klofnings í forystunni. Össur Skarphéðinsson var formaður en honum var ekki treyst og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stóð kortéri fyrir kosningar úr stól borgarstjóra og fór í baráttusætið í Reykjavík sem forsætisráðherraefni. Aftur var Evrópusambandsaðild sett á dagskrá.

Í Keflavíkurræðu sinn í desember síðast liðnum sagði Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar að fólk treysti ekki þingflokknum. Skoðanakannanir sýna minnkandi fylgi við flokkinn og umræða er þegar hafin um eftirmann Ingibjargar Sólrúnar.

Og hvað gerist? Jú, Evrópusambandsaðild, takk fyrir. Í síðasta mánuði hét það að „skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu" eins og hún komst að orði í Keflavíkurræðunni. Sex vikum seinna er krónan ónýt og við verðum að ganga í Evrópusambandið, segir Ingibjörg Sólrún í viðtali við Sjónvarpið í fyrradag.

Samfylkingin hefur ekki unnið heimavinnuna sína á kjörtímabilinu. Flokkurinn er stefnulaus í umhverfismálum og ótrúverðugur í málflutningi um jöfnuð í samfélaginu. Samfylkingin hefur enga framtíðarsýn að bjóða þjóðinni og þess vegna dregur hún upp Evrópufánann. En það plagg mun ekki hylja nekt Samfylkingarinnar í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja tetta er mjog gott hja ter Pall, haltu afram ad berja a teim med tetta eilifadar blekkingar hokus pokus hjal ad vid hofum eitthvad ad gera med tessa risaedlu Evropusambandid yfir okkur. Evropusambandid er ekki i pels, Evropusambandid er allsber risaedla ens og "Nyju fotin keisarans" Evropusambandid er ekkert nema hond daudans.  Tad var aumkunnarvert ad sja formann Samfylkingarinnar i milljon kronu pels versla i matinn og segja halfhlaejandi vid frettamanninn ad kronan okkar vaeri onyt og eina leidin vaeri tvi ad ganga i Evropusambandid. Tetta virkar alls ekki hja henni og er aumkunnarvert hja formanni staersta stjornarandstoduflokksins ad setja tetta svona fram nu rett fyrir kosningar.  Tad er enginn grundvollur hja islenskum kjosendum fyrir svona rugli. Hun taetir bara fjadrirnar af pelsinum sinum og  fylgid af Samfylkingunni enn frekar og hvert a tad fylgi eftir ad leita, til Sjalfstaedisflokksins og Vinstri graenna. GI  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 08:20

2 identicon

Þetta er vel athugað Páll. Tilraunir Ingibjargar til þess að skapa sér ímynd hins góða hagstjóra hafa mistekist hrapallega. Sannleikurinn er sá að er Davíð Oddsson hætti sem formaður og ráðherra þá lauk hlutverki Ingibjargar Sólrúnar sem leiðtoga. Hennar hlutverk í hugum þeirra sem studdu Sf var alla tíð það að hrinda Davíð af stalli. Getuleysi Sf til að horfast í augu við það hefur gert það að verkum að leiðtogaefni þau sem Sf hefði mögulega getað telft fram hafa þurft að víkja fyrir persónulegri metnaðargirnd núverandi leiðtoga.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég vill bara benda á að það eru fleiri en Samfylkingin sem eru að ræða um ESB og evruna. Hef heyrt fulltrúa fyrirtækja ræða þetta. Enda nokkuð ljóst að sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ráða við efnahagsstjórn hér. Hann boðar skattalækkanir á röngum tímum, hleypir öllu af stað með því að samþykkja 90% hækkuð húsnæðislán á tíma þegar tensla vegna stóriðju er að fara af stað.

Sé ekki að samfylkingin sé brotnari en aðrir flokkar. Sbr. "Hallarbyltingu" í Valhöll, Guðna og Valgerði í Framsókn sem hafa gerólíkar skoðanir á evru. Frjálslyndir sem eru í skotgröfum gegn hvrot öðru og Vg sem eru nokkurnvegin á móti öllum breytingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband