Ólafur Ragnar afstýrir stórslysi

Forsetinn leggur grunn að þjóðarsátt þegar hann neitar undirskrift sinni á Icesave-frumvarpið. Ríkisstjórnin á um það að velja að afturkalla frumvarpið, líkt og gert var með fjölmiðlalögin 2004, eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og gjörtapa henni. Í báðum tilvikum verður ríkisstjórnin að segja af sér.

Umræða síðustu daga sýnir ríkisstjórnina málefnalega berskjaldaða. Beittustu talsmenn stjórnarinnar eru þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason. Hvorugt hafði í frammi traust rök, fremur var um að ræða heitstrengingar.

Ruslahrúgan sem gegnir heitinu Samtök atvinnulífsins og systursamtökin í ASÍ eru eins og slytti í umræðunni. Bæði armur atvinnurekenda og verkalýðsrekenda spiluðu rassinn úr buxunum í útrásinni og tóku arfavitlausa afstöðu til Evrópusambandsins. Áratugur mun líða áður en þessi samtök verða trúverðug.

Atburðarásin eftir forsetaneitun er ekki fyrirséð nema að hluta. Víst er þó að þjóðin mun kunna Ólafi Ragnari Grímssyni þakkir fyrir að reka slyðruorðið af málssvörum Íslands.

 


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Dream on..

hilmar jónsson, 5.1.2010 kl. 00:16

2 Smámynd: Elle_

Forsetinn hefur valdið og vonum að hann noti það og standi með þjóðinni en ekki flokkum.   Flokksforingjar þola ekki að forsetinn hafi það vald en hann hefur það nú samt.  

Elle_, 5.1.2010 kl. 00:39

3 identicon

Nú verður spennandi að sjá hvort breyting verði í lýðræðisátt hér á landi og Ólafur fari upp á vegg hjá mér, eða hvort Ólafs verði minnst með skömm fyrir misbeitingu valds í þágu heimapólitíkur og útrásargleðskaps!

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 01:26

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já hann stóð með útrásinni nú er að sjá hvort hann stendur með því fólki sem á að virða hann.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 08:07

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það getur bara farið á einn veg með þessa undirskrift: Ólafur skrifar uppá og lögin taka gildi.

Hann hefur ekki möguleika á að láta þessar undirskriftir hafa áhrif á sínar gerðir - og ekki heldur skoðanakannanir. Þótt bæði fyrirbrigðin geti átt sína góðu daga.

Eftirlitslausar undirskriftasafnanir hafa ekkert gildi og skoðanakannanir geta mótast af uppsetningu. Þess vegna eru það önnur atriði sem ráða því að hann undirritar. Þar á meðal eru þær vondu afleiðingar sem af hljótast ef hann synjar lögunum. Þetta mun hann útskýra kl. 11.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 09:10

6 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson hefur vísað til "eftirlitslausra undirskriftasafnana" og tekið á þeim mark þótt helmingi færri væru en nú eru á lista Indefence. Sem forseti þjóðarinnar verður hann að vera sjálfum sér samkvæmur og hafna undirskrift. Fari hann gegn svo augljósum vilja þjóðarinnar getur hann sleppt því að koma aftur heim frá Indlandi. 

Vilborg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:06

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Volborg

Hvort sem hann verður sjálfum sér samkvæmur eða ekki að þínu mati þá mun hann skrifa undir. Það kemur í ljós eftir 22 mínútur. Ræðum málin eftir það.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 10:39

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Fyrigefðu Vilborg - ekki Volborg

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 10:39

9 identicon

Hjálmtýr:  Ef þú vilt endilega borga skuldir fólks sem fór illa með okkur þá mátt þú bara gera það uppá þitt einsdæmi. 

Mér dettur ekki í hug að láta barnið mitt borga fyrir þetta rugl.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 10:39

10 identicon

Hjálmtýr mikið er ég glöð að þú hafðir ekki rétt fyrir þér. En í alvöru talað þá er ég þess fullviss að þetta var nauðsynlegt til þess að sameina þjóðina því að sundruð ráðum við ekki við eitt né neitt sem skiptir máli og höldum áfram að þræta út í hið óendanlega.

 Til að einhverju verði áorkað þarf fólk að hafa kraft og þor og standa beint í baki. Mín tilfinning er að með þessari ákvörðun hafi ÓRG reist upp dálítið bogna og brotna þjóð. Og ef stjórnvöld hefðu nú áttað sig á að það þyrfti að tala okkar máli markvisst í erlendum fjölmiðlum og að það þyrfti líka að tala við erlenda fréttamenn sem kæmu hingað þá væru mönnum kannski ljóst í Bretlandi Hollandi og víðar að málið snýst ekki um að Íslendingar ætli ekki að borga neitt yfirhöfuð. Spurning snérist um á hvaða forsendum en ekki hvort - eins og bretar amk telja að við séum að taka ákörðun um. Svo óska ég Íslendingum til hamingju með þennan fallega dag.

Vilborg (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:23

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jæja - þá á ég að éta hattinn minn.

Árni Sveinn - þetta snýst ekki um að borga eða borga ekki - gerðu þér það ljóst.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 12:16

12 identicon

Hjálmtýr.  Hefur þú farið með Icesave deiluna fyrir dómstóla?  Ef svo er, þá væri forvitnilegt að sjá hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að við skulduðum eitthvað og ættum að borga?  Einnig væri mikill fengur í að þú birtir gömul skrif þín (gef mér að þú hafir verið jafn sannfærður á) um að forsetinn ætti að neita að undirrita fjölmiðlalögin á sínum tíma.   Og meint ágæti skoðanakannana sem náðu ekki upp í 70% kosningabærra landsmanna sem krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu núna um Icesave, sem og áreiðanleika rafrænna undirskriftalista sem náði þá aðeins helmingnum af þeim núna, og var ekki mögulegt að sannreyna fyrir almenning hvort að nöfn þeirra hafi verið ranglega skráð inn.  Ekki væri ónýtt að sjá eldri skrif um sama, frá öllum hinu fölsku þokulúðrum handónýtra stjórnvalda sem hafa leikið með og hvatt lið Breta og Hollendinga, gegn Íslendingum, og gjörtöpuðu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband