N1 hækkar rafmagn um 75% með orkupakka 3

N1 auglýsti rafmagn á 6,44 krón­ur en rukkaði 11,16 krón­ur. Þetta er 75 prósent hækkun  ,,í gegn­um þrauta­vara­leið stjórn­valda," segir tilkynningu.

Annað nafn á ,,þrautavaraleið" stjórnvalda er orkupakki 3 sem innleiddur var frá ESB þrátt fyrir aðvaranir um að sölukerfi raforku í ESB hentaði ekki á Íslandi. Í Noregi hefur rafmagn hækkað um 550 prósent. Við erum á sömu vegferð.

N1 hvorki framleiðir rafmang né flytur það. N1 er óþarfur milliliður sem gerir það eitt að hækka rafmagn til heimila og skapa sér gróða. 

Almenningur hefur þegar greitt fyrir virkjanir sem framleiða rafmagnið og borgað flutningskerfið. Stjórnvöld þakka heimilum landsins með því að siga á þau siðlausum fyrirtækjum. Helvíti hart, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is N1 endurgreiðir viðskiptavinum mismuninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband