Eva svarar Eddu: kjaftasögur og kynferðisbrot

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifar um þá aðferð Eddu Falak að auglýsa eftir slúðri um einhvern, sem ekki er nafngreindur, en er ,,þjóðþekktur og talar um covid." 

Eva bendir á að aðferð Eddu Falak sé bæði snjöll og ósvífin ,,ekki síst vegna þess að latir blaðamenn geta auðveldlega fjöldaframleitt smellvænlegar fréttir sem þeir þurfa ekki að taka neina ábyrgð á, bara með því að endurbirta dylgjurnar með nafni höfundar."

Edda telur sig sjálfsagt vinna þjóðþrifaverk, að fletta ofan af kynferðisbrotamönnum. En hún opnar í leiðinni fyrir þann möguleika að saklausum sé úthýst úr samfélaginu með dylgjum og aðdróttunum sem ekki er fótur fyrir.

Viðhorf Eddu er að ,,hafi fólk ekk­ert að fela" ætti það ekki að hafa neinar áhyggjur. Fæstir lifa þannig lífi að þeir hafi ,,ekkert að fela", þó ekki sé nema einkalífið. Hvort heldur í skyndikynnum eða makasambandi deila tveir einstaklingar einkalífi sínu. Ef annar aðilinn fer með einkalíf beggja út á götur og torg samfélagsmiðla stendur hinn berskjaldaður.

,,Ég get því miður ekki bent þolendum kynferðisofbeldis á neina skárri leið en þá að leggja fram kæru," skrifar Eva. Ef fólk á áfram að eiga tilkall til einkalífs er þetta skásta leiðin. En svo má afsala sér einkalífinu, láta það fara fram fyrir opnum tjöldum. Eða undir eftirliti ríkisins.

 


mbl.is Edda svarar gagnrýni Kára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband