Veira niður, verðbólga upp, aðgerðir strax

Lágir farsóttarvextir og ríflegt ríkisframlag til fyrirtækja stefna þjóðarskútunni í strand á skeri verðbólgu. Hröð aflétting hafta og stórfelldur innflutningur á vinnuafli til að mæta yfirbókunum flugfélaga gerir illt verra. 

Stíga ætti fast á  bremsurnar, afturkalla efnahagspakka vegna farsóttar og hækka stýrivexti myndarlega, 1 til 1,5% strax, og meira þegar líður á árið. Neikvæðir raunvextir hamla sparnaði og auka lausung í fjármálum fyrirtækja og heimila. Verðtryggð húsnæðislán eru tímasprengja sem tifar hratt með hækkandi verðbólgu.

Víst verður grátið nokkra mánuði en það er mun skárri kostur en yfir 5 prósent verðbólga í nokkur misseri eða ár og óöld á vinnumarkaði. Án aðgerða er fyrirsjáanlegt fjármálafyllerí þar sem langtímahagsmunum er fórnað fyrir stundarhag.

Seðlabankinn hjálpar til með að halda ekki aftur af styrkingu krónunnar. Kaupgeta Íslendinga eykst, það  mildar verðbólguskotið. Færri ferðamenn koma með hærra gengi og minni þörf verður á innflutningi vinnuafls. Það er brýnt að hægja á þenslunni meðan afléttingar sóttvarna eru ekki að fullu gengnar fram.

Tíminn er núna. Í vor er of seint í rassinn gripið.

Kata, Bjarni og Sigurður, grípið í neyðarhemilinn. Strax.


mbl.is Húsnæðið hækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband