Björg, eiginkonan sem varð hæstaréttardómari

Björg Thorarensen gaf gagnrýninni á skipan landsréttardómara faglega þyngd. Björg fór í fjölmiðlaviðtöl og sagði að excel-skjal dómnefndar um hæfni umsækjanda, mælt í prósentubrotum, væri meitlað í stein og mætti ekki hagga. Á þessum tíma var Björg prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiginmaður hennar er Markús Sigurbjörnsson sem var forseti hæstaréttar til október 2019.

Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, vék frá tillögu dómnefndar um skipan dómara í landsrétt til að jafna kynjahalla. Tillaga dómnefndar var með karlaslagsíðu. Björg hafði sig mjög í frammi að gagnrýna jafnréttistilburði Sigríðar og úr varð landsréttarmálið sem nú hefur fengið tvöfalda Spanó-meðferð í Evrópu.

Björg skrifaði Úlfljótsgrein til að færa gagnrýnina í faglegan búning. Skyldi ætla að Björg kæmi núna í fjölmiðla, eftir seinni Spanó-úrskurðinn, að útskýra þau herfilegu mistök sem urðu við skipan landsréttar. En, nei, Björg þegir. Steinþegir.

Í Úlfljótsgreininni skrifar Björg að dómarar eigi að fá hlutdeild í skipun eftirmanna sinna. Orðrétt:

Þykir aðkoma dómara bæði sjálfsögð og nauðsynleg, enda eru þeir best færir um að meta faglega eiginleika umsækjenda sem nýtast í dómarastarfi og eiga hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta. 

Björg, eiginkona Markúsar forseta hæstaréttar, settist í volgt sæti eiginmannsins með skipun fyrir tveim vikum.

Auðvitað eiga fyrrum forsetar hæstaréttar ,,hvorki persónulegra né pólitískra hagsmuna að gæta" að eiginkonur þeirra fái djobbið. Bóndanum er tekið að leiðast og vill komast í digran eftirlaunasjóð sem almenningur stendur undir í góðri trú. Sjálfsagt og eðlilegt að frúin taki við. Þetta er Spanó-lögfræði 101.

Þeir sem hæst kvarta undan spillingu eru vanalega fólkið sem iðar í skinninu að njóta hennar.

 

 


mbl.is Á skjön við íslenskt réttarfar og stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband