Fíflin, sagan og kletturinn í hafinu

Ábyggilega taka margir undir með þeim þýska Ali Aslan að Merkel kanslari sé traustur ráðsmaður á vitleysingjahæli alþjóðastjórnmála.

En hugsunin að baki, að viðrini á æðstu stöðum geri heiminn nær óbyggilegan, er kolröng. Salman Rushdie rithöfundur og menningarrýnir segir að kjör Trump í forsetaembætti sé ekki dæmi um að einstaklingur villi og trylli heila þjóð. Trump er afleiðing en ekki orsök.

Trump bjó ekki til aðstæðurnar sem gerðu hann að forseta. Ekki frekar en samlandi Merkel á síðustu öld, dátinn með frímerkjaskeggið, skóp kjörlendi fyrir nasisma. Hitler svaraði eftirspurn.

Einstaklingar breyta ekki gangi sögunnar. Í mesta lagi geta þeir hnikað rás atburða, ekki samið nýjan söguþráð. Stalín hefði ekki endilega orðið hæstráðandi í Sovétríkjunum, ef Lenín hefði tórt ögn lengur. En kommúnisminn myndi hafa þróast á líka vegu og raun varð á með eða án Stalín.

Að því sögðu er ósköp huggulegt að trúa á getu stórmenna að beygja sögulega þróun undir sinn vilja. Einkum rétt fyrir kosningar. Það eykur þátttöku, líkt og jólasveinninn í aðventuboðin.


mbl.is Merkel klettur í hafsjó vitleysinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarabætur á Íslandi hf.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er margbrotinn við fyrstu sýn. Ótal aðilar semja um kaup og kjör, einstaklingar beint við eigendur lítilla fyrirtækja; lítil verkalýðsfélög á sérhæfðum vinnustöðum, t.d. í fluginu; stór bandalög, ASÍ á almenna markaðnum og BHM hjá hinu opinbera, gera rammasamninga sem útfærðir eru á vinnustöðum eða starfsgreinum.

Sumt er ólíkt á milli almenna markaðarins og hins opinbera. ASÍ-félög gera samninga um lágmarkslaun en BHM-samningar eru í reynd um hámarkslaun. Þar á milli er grátt svæði. Sumir hópar í ASÍ eru tíðum á lágmarkslaunum á meðan einhverjir BHM-hópar semja t.d. um óunna yfirvinnu - en eru samt formlega séð að vinna skv. kauptaxta.

Frá öðru sjónarhorni er íslenskur vinnumarkaður ein heild. Verkalýðsfélög bera sig saman innbyrðis, ef eitt félag gerir góða samninga vilja önnur á annað eins og helst aðeins meira. Þetta er kallað höfrungahlaup.

Í vetur eru margir kjarasamningar lausir. Ef höfrungahlaupið verður villt og galið er hætt við að kjarasamningar sprengi launagetu Íslands hf. Áratugareynsla er af slíkum vinnubrögðum. Gengið fellur, verðbólga étur upp krónuhækkun launa og efnahagskerfið kemst á stig villta vestursins: skjóttu fyrst og spurðu svo. Og allir tapa.

Það er í höndum verkalýðsfélaganna og viðsemjenda, ríkis og einkareksturs, að sjá til þess að lífskjörin versni ekki með innistæðulausum kauphækkunum. Þá er betra að taka strax út sársaukann og standa í verkföllum í nokkrar vikur eða mánuði fremur en að skrifa gúmmítékka upp á verðbólgu og villta vestrið.

 


mbl.is Í orðunum felist fyr­ir­heit um kjara­bæt­ur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaraleg viðhorf á Íslandi

Vinstripólitík í öllum regnboganslitum á greiða leið að íslenskum fjölmiðlum. Borgaraleg sjónarmið eiga það ekki.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og blaðamaður til áratuga, skrifar um vinstrislagsíðu dagblaðs sem einu sinni túlkaði borgaraleg sjónarmið.

vekur undrun hve margir segjast hafa fengið nóg af vinstri slagsíðu á blaðinu og sagt upp áskriftinni [...}JP er ekki lengur borgaralegt blað, það er skoðanalaus prentgripur sem feykist með vindinum. Fyrir 20 árum barðist JP fyrir borgaralegum sjónarmiðum en undan þeirri afstöðu fjaraði. Borgaralegt blað krefst borgaralegra blaðamanna sem skrifa í borgaralegu samhengi. Þetta gerði JP fyrir 20 árum en ekki lengur.

Það var og.


Bloggfærslur 6. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband