Það er pólitík, svo er það Sigmundur Davíð

Sigmundur Davíð talar um stóru málin á meðan flestir jagast í smáatriðum. Í viðtölum á Stöð 2 (góður spyrill) og RÚV (heimildalaus sjanghæ-spyrill) kom út úr öðru munnviki Sigmundar Davíðs meiri pólitík en vinstritungufossar koma út úr sér heilan þingvetur.

Ekkert pex um tittlingaskít heldur stóru línurnar í landsmálum. Og Sigmundur Davíð á innistæðu fyrir stórpólitíkinni. Hann sýndi 2013 til 2016 að hann er maður að útfæra og hrinda í framkvæmd stefnumálum sínum. Spyrjið bara ríkissjóð, sem var í öndunarvél þegar Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra en var orðinn að gullkistu eftir uppgjörið við þrotabú föllnu bankanna. Það var höfundarverk Simma.

Sigmundur Davíð er laus úr viðjum smásálarstjórnmála og stefnir hraðbyri á stjórnarráðið.

 


mbl.is Sigmundur: „sjanghæjaður“ í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Á fimm dögum verður Sigmundur Davíð stærri en samanlagður Framsóknarflokkurinn. Ekki nóg með það heldur eru ruðningsáhrifin slík að tveir stjórnmálaflokkar, Viðreisn og Björt framtíð, falla af þingi.

Einn og sér er Sigmundur Davíð sterkara stjórnmálaafl en Framsókn.

Vel af sér vikið, SDG.


mbl.is Mælist með meira fylgi en Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokkarnir og eftirlætismálið

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir bjó til stjórnlagaráð að semja stjórnarskrá. Ráðið hafði ekkert umboð frá almenningi, aðeins fyrstu hreinu ríkisstjórn lýðveldisins.

Við búum við stjórnarskrá sem virkar. Ný stjórnarskrá myndi ekki bæta lífskjörin, ekki bæta stjórnmaálamenninguna, ekki auka mannréttindi, ekki gera okkur hamingjusamari. En ný stjórnarskrá myndi skapa óvissu um útfærslu á nýrri stjórnskipan.

Og ný stjórnarskrá ylli vinstriflokkunum töluverðum vanda. Þeir yrðu að finna nýtt eftirlætismál. Áður en stjórnarskráin varð aðalamálið ríghéldu vinstriflokkarnir í ESB-aðild Íslands og mjólkuðu það til atkvæðaveiða í fjölda ára.


mbl.is Meirihluti vill nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi þingmála og gott stjórnarfar

Mörg þingmál eru til óþurftar. Þau skekkja og brjála heilbrigða stjórnsýslu, líkt og síðasti þingdagur 147. löggjafarþingsins sýndi svart á hvítu.

Stjórnarfar á gæta að allherjarreglu, vera réttlátt og endurspegla þjóðarvilja.

En þjóðarviljinn er brotinn og ósamstæður. Þess vegna verða ein tólf framboð til þings þann 28. október. Raunverulegir pólitískir valkostir eru kannski þrír eða fjórir og þyrfti ekki fleiri flokka en samsvarar þeim. Hitt er froða.

 


mbl.is Fjöldi mála fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttabarnið og stjórnarskráin

Stjórnarskráin er að stofni til frá 1874. Í bráðum 150 ár hefur hún virkað. Fréttabarnið sem skrifar þennan inngang

Eins og staðan er í dag hef­ur hinn al­menni kjós­andi enga beina aðkomu að ákvörðun um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá Íslands.

hefði alveg eins getað skrifað

Eins og staðan er í dag hef­ur hinn al­menni kjós­andi enga beina aðkomu að ákvörðun um breyt­ing­ar á löggjöf alþingis.

Lýðræðisfyrirkomulag okkar byggir á óbeinni aðild kjósenda. Fréttabarnið skilur ekki einfaldasta atriði stjórnskipunar landsins en ætlar samt að fræða okkur um stjórnarskrána.

Beint lýðræði, þar sem almenningur setur lög og stjórnskipun, er ekki tíðkað á vesturlöndum. Ráðandi fyrirkomulag heitir fulltrúalýðræði, almenningur kýs sér þingmenn að setja lög.

Almennt er ætlast til þess að blaðamenn búi að aðeins meira en hundsviti á þeim málum sem þeir fjalla um. Er til of mikils ætlast að Morgunblaðið og mbl.is tryggi lágmarksgæði?

 

 


mbl.is Hvað er málið með þessa stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband