Flokkur fólksins sækir fylgi vinstri hægri

Flokkur fólksins er í þeirri öfundsverðu stöðu að sækja fylgi bæði frá hægri og vinstri. Það þýðir að erfiðara er fyrir pólitíska andstæðinga að festa flokkinn á bás og gera hríð að honum tjóðruðum til hægri eða vinstri.

Flokkur fólksins talar fyrir þá sem telja sig afskipta í góðærinu og krefst þess að forgangsraðað verði upp á nýtt. Á meðan milljörðum er mokað í málaflokka sem varða íslenskan almenning litlu sofa fátækir landsmenn okkar í tjaldi í Laugardal.

Ruðningsáhrif Flokks fólksins á stjórnmálaumræðuna eru rétt að hefjast.


mbl.is Flokkur fólksins með 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðlegt vopn Íslands gegn heimsveldinu

Togvíraklippur eru framlag Íslands til vopnakerfa heimsins. Þeim var fyrst beitt 1972 í landhelgisdeilu við breska heimsveldið sem viðurkenndi ekki fullveldi okkar.

Ef klippt er á togvíra við yfirborð sjávar er hætt við að strekktir vírarnir slengist af afli á togarann sjálfan með tilheyrandi slysahættu. Landhelgisgæslan þróaði klippurnar þannig að þær skáru togvírana djúpt undir yfirborðinu og þar með var lítil hætta á manntjóni.

Togvíraklippurnar eru bæði til marks um hugvit og mannúð.

 


mbl.is Afhentu Bretum leynivopnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan setur Ísland í 1. sæti á heimslista

Engin þjóð stendur sig betur en Íslendingar í efnahagsmálum og almennri velferð, samkvæmt Positive Economy Index 2017. Án sjálfstæðs gjaldmiðils, krónunnar, væri þessi árangur ekki mögulegur.

Með krónuna sem verkfæri tókst að taka skellinn, sem hlaust af hruninu, án fjöldaatvinnuleysis og stórfelldrar skerðingar á opinberri þjónustu. Krónan jafnaði byrðinni. Þegar hagvöxtur jókst styrktist kaupmáttur allra landsmanna - krónan sá til þess með hækkandi gengi.

Krónan tekur mið af íslensku hagsveiflunni. Enginn annar gjaldmiðill gerir það. Þrátt fyrir það eru þeir til sem vilja farga krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Slík ráðstöfun myndi auka ójöfnuð og leiða til harkalegri aðlögunar þegar hagkerfið tekur breytingum. Og hagkerfi eru eins og veðrið, síkvikt og ófyrirsjáanlegt.

 

 


mbl.is Efst á lista yfir efnahagslegan árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband