Góða fólkið og hatursumræðan

Góða fólkið vill koma í veg fyrir gagnrýna umræðu um eðli og einkenni menningarheima, t.d. með samanburði á þeim vestræna og múslímska. Stefán Karlsson greinir stöðuna og segir:

Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma.

Og þetta eru afleiðingarnar, segir Stefán:

Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda.

Góða fólkið talar í nafni mannréttinda en boðar valdhyggju ritskoðunar og þöggunar.

 


Krónan og dollarahagkerfið

Bandaríkjadalur er ráðandi í útflutningstekjum Íslendinga. Yfir helmingur útflutningstekna er í dollurum. Stór hluti innflutnings er í sömu mynt, t.d. allur eldsneytiskostnaður.

Bretland með sterlingspundið er stærsti útflutningsmarkaður okkar í Evrópu.

Evran, sem sumir töldu að yrði ráðandi gjaldmiðill í viðskiptum okkar við útlönd, er langt í frá að ná þeirri stöðu. Þeir sem starfa í fjármálageiranum, t.d. bankastjóri Landsbankans, telja ekki að upptaka evru í stað krónu auki stöðugleika hér á landi.

Evra og Evrópusambandsaðild er dautt mál í umræðunni.


mbl.is Mestar tekjur í dollurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband