Frjálslynd hryðjuverkasamúð

Eiríkur Bergmann á RÚV, auðvitað, túlkar frjálslynda hryðjuverkasamúð. Eiríkur

segir að tilgangur hryðjuverka eins og þess sem framið var á tónleikastað í Manchester í gærkvöld, sé að grafa undan opnu, frjálslyndu samfélagi. Hin mikla athygli sem glæpaverk sem þessi fái, geti ýtt undir þau.

Frjálslynda hryðjuverkasamúðin biður almenning að líta undan þegar saklausum er slátrað í nafni öfgatrúar.

Ef við látum eins og ekkert sé, eru rök Eiríks, munu hryðjuverkamenn hætta óhæfuverkum sínum. Eiríkur gefur sér að hryðjuverkamenn þrífist á athygli, líkt og frjálslyndir vinstrimenn.

En óvart eru hryðjuverkamenn ekki eins og athyglissjúkir vinstrimenn á opinberu framfæri. Sú tegund hryðjuverkamanna sem tröllríður húsum á vesturlöndum síðustu ár sækir rök sín í trúarmenningu næst fjölmennustu trúarbragða heims, íslam.

Múslímatrú er herská og drottnandi. Hún skiptir fólki í trúaða og vantrúaða. Frjálslynd hryðjuverkasamúð Eiríks og hans nóta gerir ekki annað en að hvetja öfgamenn til dáða. Samúðin er túlkuð sem undirgefni. Með réttu.


mbl.is Árásarmaðurinn var 22 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisþingmenn utan ríkisstjórnar

Ef það er rétt að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að styðja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ríkisstjórnin fallin.

Ríkisstjórnarþingmenn geta ekki eina stundina stundað meirihlutasamstarf en þá næstu sagt sig frá ríkisstjórnaraðild.

Eftir frétt Morgunblaðsins verða sjálfstæðisþingmenn utan ríkisstjórnar að gefa sig fram. Ef þessir þingmenn eru ekki tækir í ríkisstjórn verður að gera viðeigandi ráðstafanir.


mbl.is Sjálfstæðismenn samþykkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannfórnir og mannréttindi

Hryðjuverk gegn saklausu fólki í hversdagsönnum valda ótta og tortryggni meðal almennings annars vegar og hins vegar sýna þau vanmátt stjórnvalda að gegna frumskyldu sinni, sem er að tryggja öryggi borgaranna.

Af ótta, tortryggni og vanmætti spretta öfgar. Almenningur og stjórnvöld eru beinlínis knúin til öfga þvert gegn vilja sínum.

Þeir sem standa fyrir hryðjuverkum telja að mannfórnir og öfgarnar sem þeim fylgja þjóni málstað.

Mannfórnir í þágu málstaðar er óhugsandi afstaða á vesturlöndum. Enginn málstaður stendur ofar mannréttindum, en þar er rétturinn til lífs helgastur.

Öryggi um eigið líf er ein af frumhvötum mannsins. Tilviljanakenndar mannfórnir svipta almenningi þessu öryggi.

Í skiptum fyrir aukið öryggi verður almenningur tilbúinn að fórna afleiddum mannréttindum, t.d. til einkalífs. Öryggishagsmunir fá forgang umfram réttinn til að fá að vera í friði fyrir stjórnvöldum með sitt og sína.

Víðtækari vernd og sterkara ríkisvaldi fylgir aðgreining milli þjóðfélagshópa. Ólíkt tilviljanakenndum mannfórnum sýnir óyggjandi reynsla að uppspretta hryðjuverka ræðst ekki af tilviljun.

 

 


mbl.is Óttast um börn og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband