Íhaldið sigrar nýfrjálshyggjuna

Áfengi í matvöruverslanir var kynnt sem stríðsmál frjálslyndra nýfrjálshyggjumanna í Sjáflstæðisflokki, Pírataflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð.

Umræðan í þjóðfélginu er nær öll á einn veg: áfengi í matvöruverslanir er mótmælt.

Í stuttu mál gjörsigraði íhaldssemi nýfrjálshyggjuna.

Þeir sem eru læsir á pólitík ættu að draga lærdóm af.

 

 


mbl.is Sópa sannleikanum undir teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnistaveiðar - Trump skotmark

Kommúnistar voru útilokaðir frá opinberum embættum og áhrifastöðum i Bandaríkjum um miðja síðustu öld. Kalda stríðið var í hámarki og valið stóð á milli kapítalisma og lýðræðis annars vegar og hins vegar kommúnisma og einræðis, að sagt var.

Guardian segir að í mörgum fylkjum Bandaríkjanna séu enn í gildi lög sem þrengja kost kommúnista, þótt hæstiréttur þar í landi hafi úrskurðað að lögin brjóti gegn stjórnarskránni.

Þeir sem fylgjast með gangi heimsmála, en það gera ekki nærri allir Bandaríkjamenn, vita að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir aldarfjórðungi. Kommúnismi sem hugmyndafræði er álíka á dagskrá heimsmála og hugmyndir jesúíta um alræði kaþólsku kirkjunnar.

En lengi lifir í gömlum glæðum. Trump forseti á í vök að verjast vegna þess að hann þykir of vinsamlegur Rússlandi, sem einu sinni var hluti Sovétríkjanna og alheimskommúnisma.

Það má kalla þetta menningarlega mishröðun, orðræðan miðast við kringumstæður sem ekki eru lengur fyrir hendi. En hlutina má líka nefna réttum nöfnum og kalla kommúnistaveiðar samtímans fávitahátt.


mbl.is Stuðningsmenn stoltir af að verja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfarasamningur Viðreisnar

Sérstakur samfarasamningur verður forsenda löglegs kynlífs, gangi áform Viðreisnar eftir um breytingar á hegningarlögum.

Í stöðluðum samningi verða væntanlega ákvæði um upphaf kynlífs (fyrsta augnatillit, fyrsta snerting); hvaða athafnir skuli koma við sögu og auðvitað hverjir þátttakendur eru. Sólarlagsákvæði um hvenær kynlífi lýkur eru sjálfsögð. Ef aðilar hyggjast stunda kynlíf oftar en einu sinni verður það að koma fram og þá hve oft og hve lengi. Standi hugur til að kynlífið beri ávöxt, hvort heldur tilfinningalegan eða hlutlægan, verður að tilgreina hvernig skuli með ávöxtinn farið.

Tveir vottar hljóta að vera að hverjum samningi, til staðfestu að samningsaðilar séu með ráði og rænu og gangi til verka af fúsum og frjálsum vilja.

Samfarasamningur Viðreisnar smellpassar í tilveruna, - ef við skiljum lífið sem leikhús fáránleikans.


mbl.is Breyta skilgreiningunni á nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband