Leitin að upprunanum

Maðurinn er ekki kominn af öpum en á með öpum sameiginlegan forföður. Um þetta er samstaða meðal vísindamanna í grófum dráttum. Tegundin sem við tilheyrum, homo sapiens, er talin um 200 þúsund ára gömul, plús mínus.

Samkvæmt því ætti að vera hægt að leita aftur fyrir þann tíma og finna sameiginlegan forföður. Nokkuð reglulega á síðustu árum og áratugum finnast tegundir sem rekja spor tegundarinnar lengra aftur. Sú síðasta er homo naledi og er sögð 230 til 330 þúsund ára gömul.

Elstu vísbendingar um tvífætling eru yfir 4 milljón ára gamlar. En upprétt göngulag er forsenda mennskunnar, að talið er. Nokkur munur er á fáeinum hundruðum þúsunda ára og fjórum milljónum.

Í yfirlitsgrein á BBC segir að leitin haldi áfram að sameiginlegum forföður okkar og apanna. Líklega þarf að leita enn um stund. 


Framsókn án foringja; flokkur án fylgis

Einu sinni voru stjórnmálaflokkar eins og fótboltalið. Maður hélt með sínum flokki, sama hvað á gekk. Flokkarnir voru fjórir, en stundum dúkkaði upp einn uppreisnarflokkur. Þetta er liðin tíð.

Stjórnmálaflokkar verða að sýna að þeir eiga erindi til stærri hópa en trúföstu hjarðarinnar sem kennir sig við flokkinn. Þar skilur á milli feigs og ófeigs hvort formaðurinn er foringi eða ekki.

Mælikvarðinn á hvort formaður sé foringi er geta hans til að sækja fylgi út fyrir raðir flokksmanna. Sitjandi formaður getur það ekki, það sýndu síðustu kosningar og allar mælingar síðan.

Framsókn er á varamannabekknum í pólitík. Án foringja verður það hlutverk flokksins um fyrirsjáanlega framtíð.


mbl.is Búist við átakafundi hjá Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband